Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 4
í dýragarðinum í New York er ll'ónafjölskylda, sem virðist vera mjög samheldin og lifa hamingju- sömu heimilislífi. Þau þurfa heldur ekki að kvarta yfir ófullnægjandi húsnæði, lélegu fæði né peninga- vandræðum. Fjölskyldan hefur þjóna ó hverri loppu, sem sjó um allar þeirra nauðsynjar, og gesti sem sjó um samkvæmislífið og ýmsan smá- vegis lúxus. Ljónamamma og Ijónapabbi eru hrifin hvort af öðru, eins og kemur Ijóslega fram á fyrstu myndinni, og eru hvergi smeyk við að sýna það. Litlu krakkarnir — Prinsessa og Charlie — hafa hlotið gott uppeldi. Þau eru hlýðin og góð börn, en dálitlir prakkarar þegar því er að skipta. Þau komu sér saman um það einn daginn að gera geypilega árás á indíánaflokk, sem var þarna í nágrenninu. Þau læddust að tveim aðalindíánunum og skiptu með sér verkum. Prinsessa réðist með hörku á kven-indíánann og beit í skottið á henni, en Charlie hljóp á boss- ann á karl-indíánanum og beit hann þar til reynslu. Karl-indíáninn, sem auðvitað var bara pabbi Ijón, gafst strax upp fyrir ofureflinu og lagðist niður. Prinsessa var þá búin að vinna á kvenindíánanum, sem auðvitað var mamma Ijón, og nú gengu bæði í skrokk á pabba. Pabbi Ijón var í góðu skapi, svo hann lét þau fella sig niður og stein- lá eins og góðir indíánar eiga að gera. En svo kom að því, að hann varð þreyttur á leiknum og sagði þeim að nú væri nóg komið. Nú ættu þau að hætta. Urrrr, sagði hann. Arrrr og Vúrrrr. Og litlu góðu börnin hlýddu og hættu, eins og öll lítil og góð börn eiga alltaf að gera. » , 4 VIKAN 53. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.