Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 40
NYTT! NYTT! NYTT! SULTA DRONNINGHOLM SULTA STENDUR ALGERLEGA JAFNF/ÍTIS BEZTU HEIMALAGAÐRI SULTU — HIÐ HREINA BRAGÐ ÁVAXTANNA HELZT ÓSKERT — ÞVÍ HÚN ER SULTUÐ MEÐ NÝRRI AÐFERÐ TEGUNDIR HINDBERJA SULTA DRONNINGHOLM SULTA JARÐARBERJA SULTA LUKSUSVARA í SKEMMTILEGUM UMBÚÐUM APPELSÍNU SULTA APRÍKÓSU SULTA SULTUÐJARÐARBER SULTUÐ SÓLBER SULTUÐ TÍTUBER SULTUÐ KIRSUBER MEÐ HREINU BRAGÐI ÚTVALDRA BERJA! Á lega á óvart, illþyrmilega á óvart, þegar sízt varði, ójá. — Og gamli maðurinn sofnaði og svaf fast. Það var kominn bjartur dagur, þegar Jink Williams hratt upp hurð- inni að svefnklefanum og öskraði á Jube gamla. — Hvar er Sam? Reyndu að vakna, gamli og kalkaði þorskhaus- inn þinn! Hvar er Sam? Jube hrökk upp með andfælum og settist upp við dogg. Hann fann tli gigtarverks í bakinu. Ég er orð- inn gamall og farinn, hugsaði hann með sér. Gamall og löngu útslit- inn, það er lóðið. — Hvað? spurði hann. — Fjandinn hafi það, heyrirðu ekki karlskröggur! Ég var að spyrja um Sam. Jube svipaðist um í hálfrökkrinu, því að hlerarnir voru enn fyrir gluggunum, og nokkra hríð botnaði hann ekki neitt í neinu. — Ja, hann er alls ekki hérna inni, svaraði hann seinlega. Lagðist hann ekki til svefns þarna frammi hjá ykkur? — Það er ekki neinum vafa bund- ið, að hann lagðist til svefns hjá okkur, sagði Jink Williams. Ég er að spyrja hvar hann sé nú! Jube gamli fór fram úr og gekk út að þröskuldinum. Folly var klæddur og kominn á ról. — Hvar er helvízkur aulabárður- inn, öskraði Jink Williams. Hann snaraðist út á veröndina og Jube gamli heyrði að hann hljóp út á landgöngubrúna. Jube varð litið á Folly, og Folly brosti, en þagði. Williams kom inn aftur að vörmu spori, og nú virtist hann ekki neitt æstur lengur,- þvert á móti virtist hann grunsamlega rólegur. — Hann er horfinn, mælti hann kuldalega. Hann er á bak og burt og allir peningarnir líka, bæði hans, þínir og mínir. En báðir bátarnir liggja bundnir við þetta trog. Það er undarlegt. Finnst þér það kannski ekki dulrafullt, félagi? Ekki er Sam þesslegur, að hann geti gengið á vatni, og enn síður af þeirri mann- gerðinni, sem hefur hugsun á að fremja sjálfsmorð. — Ákaflega dularfullt, samsinnti Folly. — Víst um það, sagði Williams. Hann dró sígarettu upp úr vasa sínum, stakk henni milli varanna og kveikti í henni. Þú tókst þá þetta til bragðs á meðan vesalings aula- bárðurinn svaf, bætti hann við og röddin var hreimvana. — Nei, ekki á meðan hann svaf, mælti Folly lágt og brosti við, og hafði augun stöðugt á Jink Williams. — Jæja, ekki á meðan hann svaf, endurtók Willams þægðarlega, en á meðan við sváfum, gamli maðurinn og ég. Og þegar Sam hélt að við svæfum allir saman, reis hann á fæt- ur og tók að svipast um eftir ein- hverju, sem hann gæti stungið á sig. Honum mundi aldrei hafa kom- ið það til hugar, blessuðum heimsk- ingjanum, að fara að laumast á brott með þessi fjörutíu þúsund, því að dollaraseðlar voru honum aldrei annað en pappírsmiðar. Það var ekkert freistandi við þá, eins og til dæmis laglegan kúlupenna, eða eitthvað þessháttar . . . Williams þagði andartak og blés tóbaksreyknum út um nefið. — Og þú lást þarna og reiknað- ir út hvað meira kæmi í hlut, ef ekki væri að skipta nema á milli tveggja. Eða . . . það sem var enn auðreiknaðra, hvað mikið það yrði, ef alls ekki kæmi til neinna skipta. Svo stóðst þú á fætur og sagðir eitthvað á þessa leið: Heyrðu mig, Sam. Komdu með mér hérna út fyr- ir og sjáðu elgstönnina, sem ég fann. Og hann beit á agnið. Og því næst hratzt þú honum fyrir borð í hvasstennta kjaftana á þessum gráðugu skrímslum. Þannig var það, eða er það svo sönnu fjarri? — Er það kannski nokkur ástæða til að reiðast? spurði Folly. Þú varst sjálfur að brjóta heilann um það sama. Það mátti lesa það úr svip þínum jafn greinilega og auglýs- ingu í dagblaði. En þarna sýnir sig munurinn, sem er á mér og þér. Þú hugsar. Ég framkvæmi. Það er þess vegna sem þú getur ekki séð við mér, enda þótt þú sért orðinn þrjá- tíu og fimm ára, en ég ekki nema tvítugur. — Jæja, svo að þú heldur það? varð Williams að orði um leið og hann dró fjaðrarýting upp úr vasa sínum. Hann þrýsti á stillið. Fimm þumlunga langt og hárbeitt blaðið þaut með hvæsi fram úr skeftinu. Hann horfði á Folly og brosti breitt. Þú verður að afsaka það, félagi, þó að ég gleymdi að ríunda þennan kuta fyrir þér. Folly glotti og dró hlaupstutta marghleypu úr barmi. — Það er í stakasta lagi . . . félagi . . . því að mér gleymdist víst líka að segja þér frá henni, þessari. Willams spýtti út úr sér sígar- ettunni. — Kvikindið þitt. . . — Komdu þér út á þilfarið, Jink minn Williams, skipaði Folly og miðaði á hann marghleypunni. Hann brosti ekki lengur. Nú var það fagmaðurinn, sem sagði fyrir verkum. Willams gerði einungis að yppta öxlum mu leið og hann hlýddi skipuninni. Laufbreiðar pálmakrónurnar bar við rósrauðan árdagshimin. And- artak stóðu þeir félagar úti á ver- öndinni og horfðust f augu. Jube gamli hélt sig inni í eldhúskytrunni, rétt fyrir innan þröskuldinn. — Fyrir borð með þig! skipaði Folly. — Leyfðu mér að fara í annan bátinn, Folly. Það eru þrjátíu metr- ar yfir að bakkanum. Þú mátt hafa minn hlut af peningunum, en leyfðu mér að fara í annanhvorn bátinn, bað Williams. — Ég leyfi þér að halda hnífn- um. Geturðu ætlazt til meira af mér? Svona nú, fyrir borð með þig . . . NEI, vatnið er krökt af krókó- dílum! — Hlustaðu nú á mig, félagi, sagði Folly. Eins og er, liggja _ VIKAN 53. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.