Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 22
g hefi séð börnin
% deyja. Þau gildna
og deyja svo mjög
snögglega. En það
eru ekki eingöngu
_ börnin. Við finnum
öll til sjúkdómseinkennanna,
og fjöldi fólks er nú sturl-
aður."
Það var Sebastiao Amaral,
sem var að lýsa hinum
hræðilega, ólæknandi sjúk-
dómi, sem herjar ó nærri
hvern íbúa hins brasilíska
þorps, Itacambira, og ná-
grenni þess. Um leið og hann
talaði fálmuðu hendur hans
um tölurnar á snjáðum jakk-
anum hans. Fyrir utan hjúkr-
unarskýli hans vappaði mag-
ur og kláðugur hundur, og
er hann var kominn yfir að
kirkjunni lagðist hann á hlið-
ina og sofnaði. Þetta land-
búnaðarhérað í fylkinu Min-
as Gerais í Brasiliu er um-
lukið hæðardrögum. Um þau
og átta greftrunarhýsi sem
þarna sjást, leikur hægur
andvarinn. í fyrstu mætti undarlega þykja, hvers
vegna svo fámenn sveit hefir átta greftrunarhýsi.
Maður á hestbaki drattast upp götuna, og hófa-
dynurinn rýfur hádegiskyrrðina. Hitinn var mikill og
þurr. Þegar maðurinn hafði farið framhjá okkur varð
aftur þögn. Engir bílar voru á ferð. Ekki heyrðist (
neinum síma. Engin útvarpstæki rufu þögn þá er hvíl-
ir hér yfir aðalgötu þessa bæjar. Bærinn er bæjar-
stjóraiaus, hefir engan prest, lögreglumann, slökkvi-
liðsmann né læknir. Fólkið í Itacaambira gengur um
aðgerðalítið og eins og í leiðslu, og lætur sér auðsjáan-
lega á sama standa um hervirki þau, sem „rakarinn"
gerir, en svo nefnist það blóðsuguskordýr, sem þegar
hefir dæmt til dauða flesta þorpsbúa, en ekki aðeins
þá heldur einnig um sjö milljónir annarra Suður-
Ameríkubúa. Sjúkdóms þess, sem þessi skordýr valda,
hefir einnig orðið vart í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
En í dag er það vitað með vissu að það er í Brasilíu,
þorpum eins og Itacambira, sem plága þessi virðist
vera óviðráðanleg.
í fljótu bragði er erfitt að gera sér grein fyrir tjóni
því, er „rakarinn" hefir valdið Itacambira, því þetta
litla þorp, sem liggur um 640 km fyrir norðan Rio
de Janeiro, er mjög svo snoturt og vel staðsett í dal-
verpi milli fagurgrænna hlíða fjallgarðs, sem nefnd-
ur er Emerald Range.
Það er fyrst þegar þú ræðir við þorpsbúa, að þú
skynjar það ástand er þarna ríkir. Þá skilst þér hvernig
stendur á öllum þeim legsteinum sem þekja kirkju-
garðana.
Þorpsbúar hafa ýmsar hryggilegar sögur að segja:
Dauðinn heimsótfi Octavio Santos er hann var við
ávaxtatínslu. José Capos féll örendur niður er hann
kraup í bænargjörð, og Pedor litli Leau er hann stóð
á tali við foreldra sína. Giomar Rodrigues stóð við
gröf dóttur sinnar, er nýlega hafði verið kvödd burt
úr þessum heimi. Hann féll yfir gröfina og var þegar
liðið lík. Svo virðist, sem engin fjölskylda í þorpinu
hafi með öllu sloppið, en erfitt er að segja um þetta
með vissu, þar eð engar opinberar skýrslur eru til.
„Dauðinn heimsækir einhvern okkar í viku hverri",
heldur Sebastiao Amaral áfram. Hann sagði okkur
þessu næst frá hinni 34 ára gömlu Mariu Ferreira
dos Santos. „Hún liggur fyrir dauðanum í kofa sín-
um, og hefir verið með óráði síðustu dagana," sagði
hann. „Hún yfirgefur okkur í kvöld, eða kannski ekki
fyrr en á morgun."
Aður fyrr var prestur í Itacambira, ungur maður,
að nafni Osvaldo Simoes, en hann yfirgaf þorpið
fyrir meira en ári síðan. Enginn prestur hefir síðan
komið til þorpsins, og kirkjan stendur auð og yfir-
gefin.
Bóndi nokkur, Lucio Bemquerer, segist ekki vita
hvers vegna presturinn yfirgaf þorpsbúa. Flestir gruna
að „rakarinn" hafi verið ástæðan, en Bemquerer við-
urkennir, að ef til vill sé fólkinu sjálfu um að kenna.
Þorpsbúar hafa sem sé lengi haft þá trú, að „rakar-
inn" réðist ekki á heiðingja, og þess vegna voru þeir
mótfallnir því þegar séra Simoes reyndi að skíra börn