Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 10
Bílferja milli Reykjavíkur og Akraness, landnám í Melasveit, brú yfir Borgarfjörð, ferðamannabærinn Stykkiskólmur, sumarhús í eyjunum og margt fleira kemur fyrir í þessari ferðasögu, sem gerist eftir fá ár Við vorum að fara norður. „Norðurlandið" ló við hafnar- garðinn, og við ókum bifreiðinni um borð. Voru þegar komnar þar 15 fólks- og flutningabifreiðir, sumar fullhlaðnar, en rúm mun vera fyrir 25—30 bifreiðir á „Norðurlandinu". Ferðin til Akraness tekur tæpan klukkutíma, og sátum við á meðan í rúmgóðum og vistlegum veitingasal ásamt fjölda farþega. Allskonar veitingar voru fáanlegar við sanngjörnu verði, og notuðu menn sér það óspart. Þegar lagzt hafði verið við hafnarbryggjuna á Akranesi, þá ókum við í bifreiðinni um bæinn. Akranes er nú orðin samgöngumiðstöð milli Suður-, Vestur- og Norðurlands síðan bílferjan „Norðurlandið" kom til sögunnar. Er næstum óskiljan- legt hversu lengi stóð á jafn sjálfsagðri samgöngubót. Menn trúðu því fæstir, að hægt væri að gera bílferju úr gamla tog- aranum, og svo héldu margir, að tæknilegir erfiðleikar væru óyfirstíganlegir varðandi „löndun" á bifreiðunum. En þetta var allt vel hægt, og nú ér árangurinn að koma í Ijós. Samgöngur milli landshluta taka ekki jafnmikinn tíma og áður — vega- lengdir styttast og samgöngur verða ódýrari og greiðari. Síðan „Norðurlandið" hóf ferðir upp eftir eru margir, sem stunda atvinnu í Reykjavík en eiga heimili sín á Akranesi, og er það mikils virði fyrir afkomu manna. Akranes er vaxandi bær. Ut- gerðin er enn sem fyrr aðalatvinnuvegur fólksins, en sements- verksmiðjan og önnur minni fyrirtæki valda miklu um blóm- legt atvinnulíf. Myndarskapur er þar mikill, allar götur steypt- ar, og gangstéttir hellulagðar, og er hugur í mönnum að gera FERDIN NORDUR allt sem bezt. Sjúkrahúsið, sem nú er mikil stofnun, er til fyrir- myndar, enda hafa þangað ávallt valizt úrvals læknar og hjúkrunarlið, sem gera garðinn frægan. En við erum á leiðinni norður og áfram skal haldið. Var ánægjulegt að sjá nýja landnámið í Melasveitinni; þarna var landið að blása upp, og mikil spjöll orðin þegar hafizt var handa um að stemma stigu fyrir frekari eyðileggingu, með því að hefta sandfokið og uppblásturinn. Var ( fyrstu komið fyrir skjólbeltum víðsvegar um landið og stundum notaðar gamlar síldarnætur og fiskinet. Síðar komu skjólbelti úr víði og birki, landið girt og friðað og sáð var í það! Árangurinn af þessu mikla og erfiða starfi sáum við rú bifreiðinni, þegar við ókum þarna um. Brúin yfir Borgarfjörð í Borgarnes styttir leiðina allmikið, 10—14 km — og finnst manni nú, að jafn sjálfsögð samgöngu- bót hefði átt að koma fyrir löngu. í Borgarnesi er blómlegt atvinnulíf, og er bærinn í hröðum vexti. Sútunar- og skinna- verksmiðjan á sinn stóra þátt í þessu, og er þarna um stór- merka starfsemi að ræða. Var það mörgum mikið áhyggjuefni, að lengst af voru allflestar gærur seldar óunnar — saltaðar — úr landi Vissu menn þó, að verðmunur væri mikill og var lengi reynt að bæta hér úr, og að síðustu fékkst ágætt sam- starf við erlent stórfyrirtæki, sem sér um sölu á öllum vörum fyrir verksmiðjuna. I Borgarnesi er skrúðgarðurinn mikil bæjar- prýði, og hafa konurnar lagt þar fram mikið og óeigingjarnt starf. Dvalarheimilið, sem kvenfélögin og söfnuður komu upp á árunum er vinsæl stofnun, og er myndarskapur mikill, bæði úti sem inni. Unir vistfólkið sér ágætlega, enda er hér ekki í kot vísað. Var þetta myndarlegt framtak á sínum tíma og var ekki alveg átakalaust. En nú eru allir á sama máli um, að vel hafi tekizt um staðarval sem og alla framkvæmd. Frá Borgarnesi héldum við vestur Mýrar, sem leið liggur nýja veginn út á Skógarströnd. Var lengi vel rætt um að leggja veg þarna yfir lágheiðar til þess að komast hjá að fara Bröttubrekku vestur í Dali — en sá vegur gat oft orðið erfiður eða ófær að vetrarlagi. Fögnuðu menn því mjög, þegar forráðamenn Dalasýslu tóku til sinna ráða, eins og alþjóð er kunnugt. Dalamenn hafa ávallt verið meðal forystumanna í landsmálum. Nægir að nefna þjóðkunna menn eins og Bjarna í Ásgarði og Bjarna frá Vogi í þvi sambandi. Dalamönnum var manna Ijósast að betri samgöngur voru lífsnauðsyn, og að eitthvað varð til bragðs að taka — og þeir tóku til sinna ráða. Fyrst fengu þeir vegamálastjóra til þess að gera áætlun um vegagerðina — einnig nauðsynlegar brýr. Náttúrlega var þeim sagt, að ekkert fé væri fyrir hendi JQ — VIKAN 53. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.