Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 31
GAMLAR MYNDIR Athugið að VIKAN greiðir 150 krónur fyrir hverja mynd sem birtist í þessum flokki og er lesendum hér með bent á að athuga, hvort þeir eigi ekki eitthvað af slíku efni í fórum sínum. Þetta eru þeir nágrannarnir Böðvar á Laugar- vatni og Páll á Hjálmsstöðum í Laugardal, menn sem flestir Sunnlendingar að minnsta kosti kannast við. Þeir voru góðkunningjar alla ævi. Þessi mynd mun vera tekin vorið 1906, en þá urðu þeir samferða til Reykjavíkur og sátu fyrir hjá Ijósmyndara eins og menn gerðu þá miklu oftar en nú. Páll var landskunnur hagyrðingur; einn þeirra manna sem fór með ferskeytluformið af sannri list og lyfti því í æðra veldi, þegar bezt lét. Hann er nú látinn fyrir fáum árum. Böðvar hefur, svo að segja alla ævi, búið á Laugarvatni, frægur höfðingi og hreppstjóri í sinni sveit. Hann skortir nú að- eins tvö ár á nírætt. ’O Þessi mynd mun vera tekin 1907 eða 1908, og er af sýslunefndarmönnum í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu á þeim tíma. í fremstu röð og lengst til vinstri er Einar Markús- son frá Ólafsvík, síðar ríkisbókari. Næstur honum er Kristján Jörundsson að Þverá í Eyja- hreppi, síðan Guðmundur Eggerz sýslumaður í Stykkishólmi, Lárus H. Bjarnason fráfarandi sýslu- maður, Sæmundur Halldórsson, kaupmaður í Stykkishólmi, Þórarinn (Jónsson?) Saxhóli, Breiðu- vík. í aftari röð, talið frá vinstri: Ólafur Erlendsson, Jörva, Kolbeinsstaðahreppi, Jón Jónsson, Munað- arhóli, Hellissandi, Óli Jónsson, Stakkhamri, Miklaholtshreppi og Sæmundur Sigurðsson, Elliða, Staðarsveit. i 'á J Mörgum árum eftir að skólaveru þeirra lauk og leiðir skildi, hittust þeir aftur til þess að rifja upp gömul kynni, þá orðnir miðaldra menn og sumir talsvert þekktir í þjóðfélaginu. Fremri röð talið frá vinstri: Geir Sigurðsson, Pétur Zóphoníasson, Magnús Einarsson, dýralæknir, Ólafur Lárusson, próf., Benedikt Gröndal. Aftari röð frá vinstri: Magnús V. Jóhannsson, Felix Guðmundsson ,Sigurbjörn Þorkelsson, Sveinn Hjartarson, Samúel Eggertsson, Jón Jónsson frá Hóli, og Guðmundur Eiríksson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.