Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 13
á. Þannig byrjaði það. Allt haust- ið og veturinn gat maður séð, að þetta var hægur dauðdagi fyrir Mc- Govern. Síðdegis á laugardögum gat Rosemary alltaf losnað við fjöl- skylduna. Ég er viss um að hún hefði heldur skotið þau, heldur en að koma þeim ekki út úr húsinu. Svo setti hún Harry í hægindastól- inn hans pabba síns og gaf hon- um heitt rommtoddy meðan þau horfðu á allskonar knattleiki í sjón- varpinu. — Er þetta ekki betra en að vera að norpa úti í kulda og trekk, — var hún vön að segja, þessi sykursæta Lucrezia Borgia. Hún hafði alveg sérstaka hæfileika til að gera alla hluti auðvelda, þessi stelpa. Ef Harry fór út að ganga, — hittist oftast þannig á að hún var einhversstaðar nálæg. Eg held að hún hafi notað kíki, til að sjá hvenær vesalings Harry fór út úr húsinu. Ef hann langaði í bíl- túr upp í sveit, þá var hún þar, og tók af honum ómakið við að aka bílnum. Það gat hún, eins og allt annað. Svo kom vorið, og Rosemary not- aði sér vorveiki hans, út í yztu æsar, svo að mér ofbauð. — Sjáðu nú til, Harry, sagði ég. — Er hún nú holl fyrir heilsu þína, þessi stúlka? — Allt í lagi, sagði hann og skreið upp í rúmið. — Þetta er svo róleg og elskuleg stúlka. Meinlaus eins og maur. — Maurar eru nú nokkuð dugleg- ir, sagði ég. — Ég held þú sért eitt- hvað að linast, vinurinn. Harry benti á sígaretturnar sín- ar og ég henti þeim til hans. — Ég gæti ekki verið harðari, sagði hann. — í hvert skipti sem ég sé pabba hennar koma þarna út úr lestinni, fæ ég hroll. Þetta er ekkert fyrir mig. — Jæja, sagði ég, — ég held þú ættir nú samt að athuga þinn gang. Annars skal ég hugsa til þín, þegar ég fer í skemmtiferð til Kína, eða teygi úr mér í klúbbstóln- um og rétti út höndina eftir köld- um skota. — Ég verð þar, sagði Harry, — ég verð þar með þér. ■ Sumarið kom, og við fluttum í minni íbúð. Þetta var heitasta smá- íbúð í borginni, — og þetta var heit- asta sumarið í fimm ár. Við vorum alveg að kafna, eða réttara sagt, ég var að kafna, því að elsku hjartað hún Rosemary bjargaði Mc- Govern. Auðvitað áttu foreldrar hennar yndislegan sumarbústað á vesturströndinni. Ég hélt alltaf að Dick-fjölskyldan byggi í gryfjum, að minnsta kosti voru þau aldrei að ónáða dóttur sína, þegar hún var að hamast við að undirbúa fram- tíðina. Og þetta sumar held ég að þau hafi hreinlega grafið sig í sandinn. Það var svo sem auðvitað, að þessi sumarbústaður var á svo þægilegum stað, að Harry þurfti aldrei að lenda í umferðarhnútum eða þessháttar vandræðum. Hann varð sólrbenndari með hverjum degi, en hann skaðbrenndist aldrei. Rosemary sá um það, hún bar á hann olíu. — Þú veizt það kannske ekki, en þetta er ábyggilega einhver vígð olía, sem hún er að maka á þig. Sérðu ekki, að það er verið að rígbinda þig. Þú ert búinn að vera. — Hafðu engar áhyggjur, þetta er elskuleg og róleg stúlka. Og svo hallaði hann sér upp að koddan- um, eins og það væri mjúk öxlin á Rosemary. Viku síðar kom reiðarslagið. Það var mjög heitur sunnudagsmorgunn, eftir ennþá heitari nótt. Ég vakn- aði í þessum glóandi ofni, og sá að Harry sat við gluggann og horfði þunglyndislega á óhrein húsþökin. Þegar hann heyrði í mér, leit hann á mig og það var eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á herðum hans. — Mike, sagði hann, — það er skeð . . . — Hvað hefir skeð? Hann horfði út um gluggann. — Hún er bara ekkert róleg lengur, og ég er líklega búinn að glata frelsinu, ævilangt. Ég rauk upp úr rúminu og náði í kók í ísskápnum. — Hvað opnaði á þér augun að lokum? — Kannske er von fyrir þig ennþá. Harry stóð upp með sorgarsvip og rétti mér bögglað blað, sem hann tók upp úr vasa sínum. — Þetta, sagði hann, og fór að góna út um gluggann aftur. Þetta var blað úr minnisbók. A það var skrifað, með smágerðri, fallegri skrift: — Frú Harold Mc- Govern, og þar fyrir neðan, Rose- mary McGovern, — Harry og Rose- mary McGovern, — herra og frú Harold J. McGovern, og fleiri út- gáfur af þessum nöfnum. — Þetta er slæmt, sagði ég, — mjög slæmt. Harry var fýlulegur á svipinn. — Hún er farin að elska mig, allt í einu. Þetta er hræðilegt, sagði hann. Harry var bezti herbergisfélagi sem hægt var að fá, en hann var grindhoraður, nærsýnn og eyrun stóðu eins og vængir út frá höfð- inu. Og Rosemary Dick var Ijóm- andi kroppur, einhver ósköp af ijósu, mjúku hári, sem sagt stórfal- leg, — svona í fjarlægð, svo þið sjáið, að þetta leit ekki efnilega út. Hann sagðist hafa setið á svöl- unum á laugardagskvöldið og beð- ið eftir Rosemary, sem var að klæða sig. Svo fór hann að blaða í bók, sem lá á borðinu, þá datt þetta blað út úr henni. Hann flýtti sér að stinga því í vasann, en það brenndi hann allan daginn og brenndi hann ennþá. — Við finnum einhverja leið út úr þessu, sagði ég. — Hafðu engar áhyggjur, við hljótum að finna ein- hver ráð. Harry beygði sig fram. — Það er bara eitt, hún er svo elskuleg og ég get ekki sært hana. Hún hefir verið svo góð við mig og það er svo þægilegt að hafa hana í kring- um sig. — Það er líka ágætt að hafa hund, og miklu öruggara. — Ég horfði á sprungurnar í veggnum og hugsaði. — Jæja, það fyrsta sem þú verð- ur að gera, er að hætta þessum ferðum í sumarbústaðinn. — Harry þurrkaði sveitt ennið. Það var kæfandi hiti í herberginu. — En Mike, það er bara júlí núna. Ég dey úr hita hér í sumar. — Ekkert sveitarráp. — Rosemary finnst það skrítið, ef ég kem ekki, sagði hann. — En er það ekki Rosemary, sem þú ert að reyna að losna við? Hann kinkaði kolli, það var of heitt til að tala. — Það er engin ástæða til að særa hana. Hún er bara ósköp venjuleg stúlka, sem vill endilega giftast, ég er hérumbil viss um að hún er búin að panta brúðarkjólinn. Þú ert leiðindadrjóli, sem ætlar alls ekki að gifta þig, að minnsta kosti ekki fyrr en í hárri elli. Þetta reyn- ir þú að skýra fyrir henni, og svo tekur þú bara til fótanna. — Það verður svo heitt, sagði Harry. — Þá geturðu bara setzt inn í loftkælt bíó. — Mér leiðist í bíó. — Þegiðu, sagði ég. — Hvað er góð og gild afsök- un við svona framkomu? Ekki get ég sagt henni að ég elski hana ekki, sagði hann, — það gæti sært tilfinningar hennar. — Nei, það geturðu ekki. Og ekki geturðu sagt henni að það sé einhver önnur, þá sér hún að það er ekki alvara þín að pipra, sagði ég. — Hún veit að ég á nóga pen- inga, svo að ekki þýðir að segja henni að ég sé blankur. Hann hafði lagt fæturna upp á stílabókastafla, sem var á gólfinu. Ég horfði fyrst á fætur hans, svo á stílabækurnar, og þá datt mér ráð í hug. — Heyrðu vinur, sagði ég, — þú hefir bjargað lífi þínu, þú ert með hjálpina undir fótunum. — Ertu búinn að fá sólsting? — Sjáðu nú til, þú ert einhleypur, þú átt nóga peninga, geturðu ekki séð hvað þig vantar? — Tækifæri, sagði hann. — Menntun, sagði ég, — góða raunhæfa menntun, það er það sem þig vantar. — Ertu vitlaus, maður, ég er ný- búinn að taka próf. — Hefirðu meistaragráðu? Hef- irðu doktorsgráðu? Heldurðu að þú gætir lesið, fyrst í eitt ár til meist- araprófs, svo í þrjú ár til doktors- prófs, ef þú ert giftur æsandi kven- manni, sem mundi trufla þig og rugla þig í ríminu? Sláðu á móð- urtilfinningar hennar, hún er sprengfull af þeim. Spurðu hana hvort hún gæti hugsað sér að eyði- leggja framtíð sonar síns, ef þessi sonur hefði köllun til að vinna stór- virki á sviði vísinda og menningar. Ég henti kókflöskunni frá mér og náði í bjór handa Harry. — Hvernig í ósköpunum ætti ég að geta það. Lesa í fjögur ár í við- bót. Ég yrði andlegur aumingi og fengi að öllum líkindum taugaáfall. — Það er enginn að segja að þú eigir að gera þetta. Þú átt bara að segja henni þetta á þokkalegan hátt og þá skilur 'nún þig. — En mér leiðist að Ijúga að henni, þetta er svo elskuleg stúlka. — Það er enginn að segja að þú þurfir að Ijúga, sagði ég og reyndi að vera þolinmóður. — Þú hagar bara orðum þínum þannig, að það sé ekki raunveruleg lýgi. — Jæja. McGovern reyndi að malda í móinn, en honum datt ekki neitt betra í hug. Og alltaf, þegar hann var að linast, rétti ég honum minnisblaðið. Að lokum gafst hann upp, — og þetta kvöld lagði hann af stað, með sundbuxur og sólgler- augu, — í sína síðustu ferð til Rose- mary. Hann hefði alveg eins getað ver- ið grafinn í sandinn þarna úti á ströndinni, því ég heyrði ekkert frá honum fyrr en næsta sunnudags- kvöld. Það var sami óþolandi hit- inn og ég var að elta flugu þegar Harry kom. Hann kveikti Ijósið og gekk inn á mitt gólf. — Óskaðu mér til hamingju, sagði hann, — ég er trúlofaður . . . — Þú ert að gera að gamni þínu, sagði ég og hélt áfram að elta fluguna. — Hvernig gekk þetta ann- ars? Harry settist niður og þurrkaði af sér svitann. — Ég verð að minnsta kosti feginn að losna héðan. Ég er búinn að segja þér það, ég er trúlofaður og ætla að fara að gifta mig. — Nei, biddu nú andartak. Þér getur ekki verið alvara. Hvaða vit- leysu gerðir þú? — Ég veit ekki hvaða vitleysu ég gerði, nema ef til vill að ég sagði að ég væri fæddur til að gera þetta. — Og svo, — ja, sjáðu til, hún á líka mömmu. — Stúlkur eins og Rosemary eiga alltaf mömmu, en það megum við ekki láta á okkur fá. Segðu mér í alvöru, hvað kom fyrir? Og svo kom hann með söguna: — Roesmary og hann lágu í sand- inum, fyrir framan húsið, á þess- um vindsængum, sem Harry var svo hrifinn af. — Rosemary, sagði hann. — Hvað finnst þér annars um mennt- un? — Hvað, elskan? spurði hún syfjulega og burstaði sandkorn af enni hans. Framhald á bls. 34. VIKAN 53. tbl. — 1Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.