Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 2
? BROTNAÐI NÖGL ?? j-ú. aó vísuen gerir ekki svo mikið til,-J>vi aó meó n®iu fTIOdel flðll geturóu 'b'ú.ió til nýja álOmin. lfD(Dyj algjör nýjung i handsnyrtingu Svo dásamlega einíalt er þaff: Plastmótinu er komið fyrir á fingrinum, grunnvökvinn borinn á og síðan dropi af sjálfu efninu. Eftir örstutta stund er nýja nöglin tilbúin til snyrt- ingar. Nýja nöglin er sterkari en þínar eigin, — og efnið má jafnvel nota ti! þess að styrkja brotgjarnar neglur. snyrtivörur hf Laugavegi 20A — Sími 19402 í fullri alvöru: Viðmót í verzlunum Flestir þurfa á því að halda að koma í verzlanir og þeir sem búa i bæjum og borgum eiga þangað jafnan dagleg erindi. Viðmót afgreiðslufólks er mjög þýðingarmikið fyrir hverja verzlun; viðskiptavinirnir leita að sjálfsögðu annað, ef þeim finnst afgreiðslan óþolandi. Samt er ekki liægt að slá þvi föslu, að kaupmenn liafi al- mennt viðurkennt þessa stað- reynd. Ef satt skal segja, þá er hreinasta hugraun að koma í sumar verzlanir hér i Reykjavik. Einkum er það þar sem ungl- ingsstúlkur standa við afgreiðslu. Þær verstu ljúga vísvitandi, segja þá vöru ekki til, sem þær nenna ekki að leita að og svo er heilmikið verk að vekja at- liygli á því að maður sé til og vilji fá afgreiðslu. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að sá sem tyggur tyggigúmmi af al- efli á erfitt með að hugsa. Sum- ar afgreiðsludömur virðast liafa alveg nóg að gera við þetta verk- efni eins og það er nú geðslegt. Yfirleitt eru karlmenn mun betri við afgreiðslu. I Danmörku er talið, að af- greiðslufólk þurfi að læra sitt starf. Þar verður fólk að vera við nám i búðarfræðum i nokk- ur ár og hefur sáralitið kaup á meðan. Samt er það svo, að þetta er ekki einhlitt og sýnist liafa fætt af sér aðrar öfgar. Það liggur við að maður þurfi að drekka i sig kjark til þess að fara inn í sumar verzlanir i Kaupmannahöfn, sérstaklega ef maður er ekki viss um að kaupin gangi. Það eru ef til vill komnir tveir eða þrír stima- mjúkir afgreiðslumenn í kring- um mann og þeir hafa svipað liugarfar og veiðimaðurinn, sem þegar hefur laxinn á færinu. Það endar með því að maður kaupir eitthvað til j>ess að losna og komast út, en heitir sjálfum sér því um leið, að þangað fari maður aldrei aftur. Ég get ekki nógsamlega dá- samað það, hversu lítið er af jjesskonar kaupmönnum og húð- arfólki á íslandi, sem lítnr á viðskiptavininn eins og fisk í neti. Það er venjulega hægt að komast út úr verzlunum hér ef maður hefur ekki fundið neitt við sitt hæfi, án þess að ]>að verði nein mannraun. Hins- vegar er mannraunin fólgin i því eins og áður er sagt að fá einhvern til að hreyfa sig. Þetta stafar sumpart af hinum ahnenna skorti íslendinga á umgengnis- menningu og sumpart af þvi, hversu þjónustuhlutverkið virð- ist l'jarri þjóðareðlinu. GS.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.