Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 36
Óskum öllum landsmönnum
gleðilegs árs
með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti
liðinna ára.
B»ió®leikliúskiallai*inn
Sími 19636
jjjjyl
Tvöfalt CUDO-einangrunargler gegn kulda
og hávaða.
MERKIÐ, SEM NÝTUR TRAUSTS ER
CUDOGLER H. F.
Skúlagötu 26 - Símar 12056, 20456
Eitt mátti Rosemary eiga, —
falleg var hún, og þarna beygði
hún sig yfir varnarlaust andlitið á
McGovern, og hárið féll eins og
gardína yfir hann. — Af hverju
heldurðu að ég trufli þig við nám-
ið, Harry, það geri ég aldrei . . .
Þarna sjáið þið. Eftir þetta var
ekkert annað að gera, en að skrifa
eftirmæli. — Þarna var þessi gamli
vinur minn, latasti náungi, sem ég
hefi nokkurn tíma þekkt, bundinn á
bás. Fyrst rekinn út í hjónaband,
og svo til að berjast áfram í fleiri
ára háskólanámi. Svona sögu er
ekki hægt að gleyma.
Fyrir nokkrum dögum var ég
minntur á þetta aftur. Ég skrifa
stundum í háskólablaðið, og nú
átti að vera spurningaþáttur í því,
í tilefni af afmælisblaði. Spurninga-
lista átti að senda fyrrverandi nem-
endum skólans og eingöngu til
þeirra, sem lengst höfðu komizt,
sem sagt tli þeirra stóru. Harry var
einn af þeim.
Spurningin var: — Hverju geturðu
þakkað frama þinn í lífinu?
Svo hringdi ég í McGovern. Sjáðu
til, Harry var ekki lengur Harry.
Hann var Harold Jones McGovern,
kjarnorkufræðingur. Harry klauf
ekki kjarnann, af því að það var
búið að því, þegar hann varð dokt-
or, en hann gerði allt hitt. Hann
var þessi mikli heili, sem vísinda-
menn töluðu um með virðingu, sín
á milli.
Við mættumst í klúbbnum um
fimmleytið, þegar klúbbfélagarnir
voru að setjast að kvöldblöðunum.
Þjónarnir voru á þönum fram og
aftur og höfðu ósköpin öll að gera,
en hinir áttu eilífðina.
Við fengum okkur sæti í forsaln-
um og ég bar fram spurninguna.
— Þetta er ekki mér að kenna,
sagði ég. Ég bjó ekki til þessa spurn-
ingu.
Harry virti fyrir sér pípuhausinn
sinn, svo athugaði hann spurning-
una, horfði á úrið, brosti og skoð-
aði aftur pípuhausinn.
— Jæja, sagði hann. — Vertu nú
ekkert að æsa þig upp út af þessu
í augnablikinu, en ef þú horfir
þarna fram í gættina eftir fimm
mínútur, færðu svarið. — Og hann
benti í áttina að útidyrunum.
Eftir fimm mínútur leit ég þang-
að. Þarna kom Rosemary, sama
Ijóshærða, fallega stúlkan sem hún
var fyrir tólf árum. Og þegar hún
gekk til móts við Harry, horfði hún
á hann eins og að hann væri Mount
Everest, — og hann horfði á móti
eins og hún væri það sama.
Og ég fór ekkert að æsa mig
upp. Ég sá að ef ég flýtti mér og
tæki til fótanna, gat ég náð í sex-
átján lestina, þá kæmist ég heim
til að borða miðdegisverð, með
lítilli stúlku, sem heitir Alison, —
fimm fet og þriggja tommu rauð-
haus, sem býr með mér í topp-
veðsettu húsi, og lítur líka oft út
eins og Mount Everest.
Ég leit ekkert í kringum mig í
klúbbnum, og veit ekkert hverjir búa
þar núna, enda kæri ég mig ekk-
ert um að vita það. Það getur ver-
ið margt gott um þessa klúbba að
segja, en þeir sem loka sig þar
inni, ná sér aldrei í lífsförunaut.
— En ef maður er hæfilega latur,
leitar maður ósjálfrátt að mjúkri
öxl, til að halla sér að.
Rúmteppi
Framhald af bls. 9.
allan hringinn og stingið nálinni
undir aftari lykkjuhelming. Lokið
umf. með 1 keðjul. í 3. loftl. þá
eiga að vera 48 stuðlar í umferð-
inni.
4. umf.: 7 loftl. = 1. stuðull,
sleppið 2 I., 1 stuðull * 3 loftl.,
sleppið 2 I., 1 stuðull *. Endurtakið
frá * til * umf. á enda. Þá eiga
að vera 16 st. í hringnum. Lokið
umf. með 1 keðjul. í 3. loftl.
5. umf.: 5 loftl. = 1. stuðull, 2
tvöfalda stuðla, 5 loftl., 3 tvöfalda
stuðla * 3 loftl., sleppið 1 I., 1
fasta I. í næsta stuðul, 5 loftl., 1
fasta I. í næsta stuðul, 3 loftl.,
sleppið 1 I., 3 tvöfaldir st., 5 loftl.,
3 tvöfaldir stuðlar *. Endurtakið
frá * til * og endið með 3 loftl.,
1 fasta I. í næsta stuðul, 5 loftl.,
1 fasta 1. í næsta stuðul, 3 loftl.
Lokið umferðinni með 1 keðjul. í
5. loftl. Þá hafa myndazt 4 horn-
samstæður, sem saman standa af
6 tvöföldum stuðlum með 5 loftl.
á milli.
Heklið nú stjörnur á sama hátt,
eins margar sem æskileg stærð
teppisins er.
Heklið þá stjörnurnar saman
með loftlykkjum. Leggið 2 stjörnur
saman, réttu mót réttu og byrjið
með því að stinga nálinni f gegn-
um hornl. á báðum stjörnunum, 5
loftl., festið með fasta I. í 3. stuðul,
5 loftl., festið með fl. í miðjan
boga, 5 loftl., festið með fl. og
1. stuðull, 5 loftl., festið með fl. í
hornl. (Einnig má festa I. með
keðjulykkjum). Heklið nú stjörnurn-
ar saman á þennan hátt, fyrst
breiddina og síðan eftir lengdinni.
Laufin í kring: 5 loftl. = 1.
stuðull f hornboga, 3 tvöfaldir
stuðlar, 1 fastal. í 3. stuðul, * 4
tvöfaldir stuðlar niður í miðbog-
ann, 2 loftl., 4 tvöf. st. í sama boga.
1 fastal. í 1. stuðul, 4 tvöfaldir st.
í hornbogann, 1 loftl, 4 tvöfaldir
stuðlar í næsta hornboga, 1 fastal.
*. Endurtakið frá * til * í kringum
teppið. Endið umf. með 4 tvöf. st.
í hornboga, 2 loftl. og lokið umf.
með 1 keðjulykkju. ★
Vel mælt
Framhald af bls. 21.
En Lárus drap ekki einn einasta
titling, áður en hann svaraði:
— Hátturinn er af ferskeytluætt-
inni, heitir úrkast, af því að það eru
ekki nema fjögur atkvæði í annarri
og fjórðu línu, en hún er aldýr,
snið og samvíxluð og fleira. Líka
nefnd Fegursta fiðlulag, en það er
— VIKAN 53. tbl.