Vikan


Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 4

Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 4
Sigríöur Þorvaldsdóttir og Þóra Friðriksdóttir æfa eitt atriði leiksins. Hlutverk Þóru er eitt það viða- mesta í verkinu. HVAD GAGNAR HONUM HUGSJONIN EF HENNI EYLGIB El AKSJDNIN? Síðustu viku þessa mánaðar frumsýnir Þjóðleikhúsið nýjan söngleik eftir þá Odd Björnsson og Leif Þórarinsson, tvo unga listamenn, sem þegar eru þekktir fyrir merkilegt brautryðjenda- og tilraunastarf, hvor í sinni list- grein. Nú koma þeir fram með nýstárlegt leikhúsverk, sem er gamansöngleik- ur með þungri alvöru meðfram, samfélagssatíru, svo að lesendum sé einhver hugmynd gefin um það. Annars vilja höfundarnir sjálfir helzt ekki skilgreina verkið á annan hátt en þann, að þeir voni að það verði ólíkt öllu, sem áður hafi fram komið á leiksviði. Mikið skelfilega kenndi ég í brjósti um Galdra-Loft eftir að hafa í lesið þjóðsöguna um hann, og þó enn frekar þegar ég kynntist við leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar um sama efni, en þar er gengið feti lengra en í þjóðsögunni og söguhetjan látin deyja þegar mest liggur við. Mér varð því ánægja að heyra að Loftur væri þrátt fyrir allt upprisinn í nútímanum og engu smálát- ari en fyrr, nema að síður væri, því að nú beindi hann krafti sínum ekki gegn jafn- ómerkilegum pótintátum og kaþólskum út- kjálkabiskupum, heldur sjálfri þeirri höfuð- skepnu, sem hvað frægust er í munnlegri og bóklegri sagnaarfleifð flestra þjóða — andskotanum. Og með ágætum árangri, fylg- ir sögunni. Því er það, að jafnskjótt og við Kristján Magnússon fréttum, að djöfulsins sé von upp á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu fyr- ir tilverknað þeirra Odds Björnssonar og Leifs Þórarinssonar, þá hröðum við okkur eldsnemma morguns lil Þalíuhofsins, í sömu svifum og sviðsæfing er að hefjast. Við sitjum frammi í rökkvuðum salnum og horfum á örstuttan þátt úr mótun verks- ins —- því það er langt frá því fullskapað enn, segja höfundarnir, það heldur áfram að mótast og breytast þangað til það verður frumsýnt. Fáeinum atriðum er í skyndi brugðið upp handa Kristjáni að mynda: Flosi Ólafsson stígur dansspor og tónar: Hvað gagnar honum hugsjónin, ef henni fylgir ei aksjónin? við undirleik Carls Billich, sem annast æfingu söngatriðanna í leiknum. í þessum söng er verið að freista Lofts með gylliboðum um hálaunað starf, kr. 75.000,00 á mánuði, enda er hann séní, sem hefur vakið upp djöfulinn. — Hvað á leikurinn að heita? spyrjum við höfunda. — Það hafa mörg heiti komið til greina, þetta er enn í mótun eins og annað, svarar Oddur. Eins og er höllumst við helzt að því að kalla hann HORNAKÓRALINN, með undirtitíinum KLINK-KLINK KÓMEDÍA en þetta getur breytzt. Erlingur Gíslason, sem leikur Loft, hefur raunar komið fram með nokkar tillögur í viðbót varðandi nafn- ið, þar á meðal Á síðasta snúningi og The Odd comical. — Er þetta absúrd? Eitthvað í stíl við það, sem þú hefur skrifað áður? — Nei, við köllum þetta realisma, og þeim realisma ætlum við að koma til skila með öllum þeim meðulum, sem við ráðum yfir. Og hvergi er betur hægt að koma því til skila, sem maður vill segja, en á sviði, að _ ■

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.