Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 5
0
fyrir blaðamennína og íætur hann
segja sís. Einnig eru á sviðinu Krist-
björg Kjeld, Baldvin Halldórsson, Bríet
Héðinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og
Ævar Kvaran í hlutverkum blaða-
manna frá Sjón- og blindvarpinu,
Samtímanum, Dagblaði Alþýðunnar,
Góðviljanum og Árdegisblaðinu.
Sigríður Þorvaldsdóttir (Dísa), Þóra
Friðriksdóttir (móðirin) og Erlingur
Gíslason (Loftur).
\
M wr nn p
minnsta kosti ef maður gleymir því ekki
að leikhúsið er leikhús. Á sviðinu er hægt
að leyfa sér allt nema að vera klaufalegur.
— Er þetta einskonar óperetta?
— Eiginlega ekki, en það er mjög mikið af
söng í verkinu. Við gætum kallað það músík-
alteater, eða musical comedy.
—■ Og Leifur. Hvað viltu segja um tón-
listina? Er hún ekki mjög módern?
— Ég mundi segja að hún væri í engum
stíl nema þeim, sem passar við söngleikinn.
Annars er bezt að tala ekkert um það fyrr
en eftir frumsýningu. Það er erfitt að tala
um hluti sem verið er að gera, sem enn eru
að mótast. Það halda allir að höfundar séu
merkilegir með sig, þegar þeir segja svona
nokkuð, en þetta er bara staðreyndin.
- Er langt síðan þið byrjuðuð á verkinu?
— Það eru ein tvö ár. Við höfum unnið
þetta saman frá upphafi, ég tónlistina en
Oddur textann. Söngtextana hefur Kristj-
án Árnason samið.
— Og efnið?
— Við vekjum upp djöfulinn, eða réttara
sagt gerir Loftur það.
— Myndurðu segja að einhverjar fyrir-
myndir hafi vakað fyrir ykkur við gerð
leiksins?
— Nei, ég ætla að vona að hann líkist
ekki neinu, nema þá helzt lífinu, samfélag-
inu, segir Oddur.
— Hvernig skiptist verkið í þætti?
— Það er í tveimur meginþáttum, getum
við sagt. Sá fyrri er ein heild, sá seinni, sem
segja má að sé aðalþáttur leiksins, er í
mörgum númerum, sem þó eru auðvitað ná-
tengd.
— Verður sviðið það sama út í gegn, eða
því sem næst?
— Það verður aldrei beinlínis skipt um
svið, en það er í stöðugri og jafnri þróun út
leikinn, þróast með honum. Sama er að segja
um tónlistina og auðvitað leikmyndina, sem
Gunnar Bjarnason teiknaði. Hún er tölu-
vert vandamál, teknískt séð, vegna þessarar
stöðugu þróunar, en Gunnari hefur tekizt
vel með hana. En nú skulum við líta á nokk-
ur atriði úr fyrri hlutanum.
Uppi á sviðinu er leikstjórinn, Benedikt
Árnason, skrýddur grárri peysu og svörtum
gleraugum, farinn að setja leikarana í stell-
ingar. Við hendum á lofti heilar og hálfar
setningar, sem fólkið á senunni gefur á milli
sín eins og handbolta, óklárir á því hversu
mikið af því, sem okkur berst til eyrna, til-
Framhald á bls. 31.
Rabbað sarnan fyrir æfingu. Frá
vinstri: Leifur bórarinsson,
Carl Billich, Kristbjörg Kjeld.
Sigríður í»orvaldsdóttir, Bene-
dikt Árnason, lcikstjóri, l»óra
Friðriksdóttir og Oddur
Björnsson.
o
Róbert Arnfinnsson, Lárus Ing-
ólfsson og Erlingur Gíslason
henda bröndurum á milli sín.
TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON.
Leifur leiðbeinir Völu Kristjánsson, sem leiðir einn hópinn í leiknum.
Burtséð frá tiltölulega fáum aðalhlutverkum koma leikararnir fram í
hópum, en ekki sem einstaklingar.
Carl Billicli fer yfir eitt söngatriðið ásamt höfundum verksins.
20. tbi. VIKAN 5
k