Vikan


Vikan - 18.05.1967, Page 6

Vikan - 18.05.1967, Page 6
IFERDAIMID SLÁTURFÉLAG X- \ SUÐURLANDS f Hinir landsþekktu greni- og mahogany bc'itar fró RANABÁTFABRIK A.S. í eftirtöldum stærðum: 9]/a' - 11%’ - 13' - 15' - 16%' 14%' - tlBlRUMBSBRAUT 16 • REVRJAVÍK - 8 í MI 3 52 Hraðbátar - Seglbátar - Gúmmíbátar AÐ ÞEGJA SAMAN . . . Kæra Vika! Mig hefur lengi langað til að skrifa þér, en aldrei orðið neitt úr því. Ég leita nú til þín í vand- ræðum mínum, af því að ég veit, að þú hefur hjálpað svo mörgum með vandamál sín. Þannig er mál með vexti, að ég er búin að vera mjög lengi með sama stráknum og við förum oft út ásamt kunningjum okkar. En það er eins og við getum aldrei talað saman. Við tölum bara við hina krakkana og svona er það oftast eða alltaf, þegar við förum út. Þess vegna bið ég þig nú um gott ráð til þess að leysa þetta vandamál. Ég er að verða 16 ára, en góða segðu nú ekki, að ég sé og ung til þess að hugsa um þetta eða að hætta við strák- inn, því að ég er mjög hrifin af honum. Ég er bara búin að fá leiða á þessari eilífu þögn. Það er ekki þar með sagt, að við þorum ekki að tala saman. Vð vitum bara ekki hvað við eigum að segja. Óska eftir góðu svari fljót- lega. Hvemig er skriftin? Með fyrirfram þökk. A.Þ. Það er einmitt merki þess hversu hrifin þið eruð hvort af öðru, að ykkur skuli ganga illa alð tala eðlilega saman, þegar aðrir eru viðstaddir. Ef þig lang- ar til þess að tala meira við hann og kynnast honum betur, þá skaltu stinga upp á, að þið farið ein út að skemmta ykkur. Þið skuluð sitja ein við borð og þá neyðist þið til þess að tala saman allt kvöldið. Þegar þið hafið þannig kynnzt betur, lærið þið líka að þegja saman, án þess að finnast þögnin óþægileg. Það er afskaplega ánægjuleg tilfinn- ing. TUNGUHAFT . .. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um að gefa mér upplýsingar. Ég er með málgalla og á erfitt með að segja stafinn R. Mér hefur verið sagt, að það sé tunguhaft, og að ég eigi að láta klippa það í burtu. Geturðu gefið mér upp- lýsingar um það, hvort eitthvað sé hæft í því, að það sé tungu- haft. Og ef svo er, verð ég þá að láta klippa þetta burtu, eða verð ég að fara í talkennslu og læra að nota þennan staf? Hvert á ég að fara til þess? Viltu gera svo1 vel að birta þetta fljótlega ef þú. getur. Svo þakka ég þér fyrir alla skemmtun, sem ég hef haft af því að lesa Vikuna. Kær kveðja. Ein í vandræðum. Það er mjög sennilegt að um tunguhaft sé að ræða. Að minnsta kosti er sjálfsagt fyrir þig að fara strax til heimilislæknis þíns og láta athuga það. Það er al- gengt að klippa þurfi burt tungu- haft á þeim, sem eiga erfitt með að bera fram vissa stafi eða hljóð. Þetta er lítilvæg aðgerð og tekur engan tíma og sjálf- sagt að láta gera hana til þess að menn fyllist ekki vanmáttar- kennd vegna málhelti sinnar. BARNASKÓLABALL . . . Kæri Póstur! Fyrst ætla ég að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Svo er mál með vexti, að við erum hér einn 12 ára árgangur í ein- um barnaskóla borgarinnar, sem vijum lokaball. Við erum búin að fá eitt ball og eina páska- skemmtun, sem svolítið var dans- á og svo hver bekkur bekkjar- kvöld. Hvað finnst þér um þetta? Á að leyfa okkur þetta eða banna? Viltu svara þessu sem fljótast. P.S. Hvemig er skriftin? Nemandi. Þegar við vorum í bamaskóla tíðkuðust alls engar skemmtanir nema kannski jólaskemmtun og þá var ekki dansað, heldur að- eins gengið í kringum jólatréð. En við erum náttúrlega orðnir hundgamlir fyrir löngu og fylgj- umst ekki Iengur með þróuninni. Það var einmitt púðrið við að komast úr barnaskóla og i gagn- fræðaskóla í gamla daga, að þá fékk maður að fara á dansæfing- ar. Og satt að segja erum við þeirrar skoðunar, að krakkar hafi bara gott af því að bíða svo- lítið eftir því að verða fullorðnir. Það sjá flestir eftir því síðar meir, ef þeir hafa af sjálfsdáðum gerzt fullorðnir fyrir tímann og farið á mis við baraæsku sína. Þið skuluð láta skólastjórann ykkar ráða þessu. Ef hann álítui, að þið hafið þegar fengið nóg af skemmtunum í vetur, þá skulið þið vera góð og hlýðin og láta Það gott heita. Næsta vetur verð- ið þið hvort sem er komin í gagn- fræðaskóla og getið sótt dans- æfingar lon og don. Skriftin er skemmtilega barnaskólaleg. 6 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.