Vikan


Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 13

Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 13
/■ ' ' Þetta er saga um dramb, ættar- dramb, — en það er líka saga um óst, — óeigingjarna ást. Þetta er saga sem mér var sögð fyrir mörgum árum, þegar ég kom í fyrsta sinn í þetta hús — húsið hennar ömmu minnar, og allt sem skeður í þessu húsi, jafnvel nú, kemur mér til að hugsa um hana. I dag, þegar ég kom inn úr misk- unnarlausu sólskininu um miðjan daginn, biðu mín tvær svartklædd- ar konur í forsalnum. Þær höfðu tyllt sér vandræðalega á brúnina á silkifóðruðum legubekk, og fyrsta hugsun mín var, að það hefði ein- hver dáið og enginn þorað að segja mér það. En svo stóðu þær upp til að heilsa mér, og þá þekkti ég þær. Þetta voru gömlu saumakon- urnar, sem höfðu saumað fyrir ömmu, og voru nú komnar til að kveðja mig. Þær voru að fara frá borginni og flytja heim til æsku- stöðvanna. En seinna, þegar gömlu konurnar voru farnar og sólin geng- in til viðar, komu minningarnar fram í huga minn, minningar sem þessar tvær svartklæddu verur köll- uðu fram, og allt kvöldið hefi ég verið að rifja upp atburði frá löngu liðnum dögum. Nú á ég þetta hús. Einkabarn og eftirlæti móður minnar, sem var ekkja, var ég fyrsta sinn send frá Ameríku til Libanon til að heim- sækja ættingja föður míns. Amma mín bjó þá í þessu húsi, amma mín sem var „kaldlynd", og „sjálfselsk" og „lokaði sig inni með auðæfi sín", eftir að afi dó fyrir fimmtíu árum. Eg nota þessa lýsingu af henni, vegna þess að þannig leit nóðir mín á hana. í raun og veru var amma mín ivorki „kaldlynd" eða „sjálfselsk" og þetta hús var sannarlega ekki ,lokað". Það er opið til allra átta. dér sést til himins, yfir trjátoppana og til allra hliða. Jafnvel þótt 'imlahlífar séu fyrir gluggunum, til tlífðar fyrir brennandi sólinni, cemst birtan alltaf inn, bláir, grænir sg gullnir geislar og húsið ómar jf fuglasöng. Það var á slíkum degi að ég sá jetta hús f fyrsta sinn. Móðir mín, ;em er amerísk og ákaflega Ijúf í jmgengni, er ennþá gröm yfir þeim culda og afskiptaleysi sem fjöl- kylda föður míns sýndi okkur, og íún hafði alltaf neitað að leyfa nér að heimsækja ömmu. En einu sinni hafði ég verið veik i m langan tíma og læknarnir héldu >ví fram að ég þyldi ekki vetrar- :uldann í Mið-Ameríku, þá lét hún indan. Það varð úr að ég fékk að ylgjast með trúboðahjónum og við órum með skipi frá New York til teirut. Ég var leið yfir að yfirgefa inóður mína, en ég varð að fara. JAér fannst ég eiga ýmislegt óupp- gert við ömmu mína. ímyndanir móður minnar höfðu l omið inn hjá mér hugmyndum um hrollvekjandi villimennsku, ég sá í Huganum ættingja mína, búandi ( tjöldum og ríðandi á úlföldum .... Svo mikið er víst að glæsileiki Beirut og yfirleitt lifnaðarhættir í Libanon komu mér þægilega á óvart. En samt hafði móðir mín að einu leyti á réttu að standa: ævi- saga ömmu finnst mér nú ennþá fjarstæðukenndari og villimannlegri, en þótt hún hefðu þurft að búa í tjaldi og ríða á úlfalda. Fyrsta undrunarefni mitt var Ger- trud frænka, sem kom til að taka á móti mér við skipið á þess- um sólbjarta morgni. Hún var kát og hressileg, snyrtilega klædd sams- konar fötum og ég hafði vanizt að móðir mín notaði, hárið var nokkuð litlaust en fallega sett upp. — Gertrud frænka? spurði ég hikandi. Mér til undrunar breiddist töfrandi bros yfir hrukkótt andlit hennar. — Gertrud frænka, sagði hún og gretti sig svolítið, en án allrar ill- girni. Svo faðmaði hún mig að sér og sagði á frönsku: —• Elsku Ellen mín litla, en hvað það er dásam- legt að þú skulir loksins vera kom- inn. Og mikið ertu lík honum pabba þínum . . . Þú átt að kalla mig ma tante, bætti hún svo við, nokkuð hranalega og tók í hönd mína. Ég held að þá hafi fyrstu grunsemdir mínar vaknað um það að þótt móð- ir mín hafi alið mig upp í þeirri trú að ættingjar mínir væru villi- menn, þá hafi þeim fundizt að það væri ég sem var villimaðurinn. — Við hefðum gjarnan viljað lofa þér að vera hér í Beirut í eina eða tvær vikur, til að komast á baðströndina, sagði Gertrud frænka, þegar við vorum að ganga frá höfninni, — en amma þín hefur ekki verið vel frísk upp á síðkastið. Sannleikurinn er, vina mín, hún tók aftur í hönd mína, sneri mér við og horfði alvarlega á mig, — að við erum hrædd um að hún eigi ekki langt eftir ólifað. Við hefðum kom- ið í veg fyrir að þú kæmir núna, en skipið var farið frá New York. Með barnalegu blygðunarleysi spurði ég: — En hvar á ég þá að búa, ef amma deyr? — Hjá mér.... eða hjá Evu frænku þinni. Gertrud frænka hélt áfram að tala á frönsku, henni hefur kannski fundizt það skylda sín frá uppeldislegu sjónarmiði. Ég þagði og melti þetta með mér. Ég vissi auðvitað að þessar frænk- ur mínar voru til, en ég hafði aldrei hugsað um þær öðruvísi en sem óljósa skugga, einhversstaðar bak við ömmu. En nú benti allt til þess að amma væri ekki óbugandi, dauðinn virtist ætla að losa mig við reiknigsskilin, sem mér fannst ég eiga ógerð. En þetta var of fljótt. — Fæ ég að sjá hana? spurði ég. — Ég vona það, vina mín. Hún hlakkar mikið til að sjá þig. Bílstjórinn, sem var gamall mað- ur í snjáðum einkennisbúningi, var leikinn í því að þræða gegnum þröngina á mjóum strætunum. Þetta voru fyrstu kynni mín af Austur- löndum. Það voru ógurleg þrengsli á götunum. Fyrir utan bíla og hest- vagna voru stórir fjárhópar, reknir áfram af tötralegum mönnum, klæddum einhverskonar síðum skyrt- um og með höfuðbúnað að hætti Araba. Götusalar ruddust áfram með kerrur sínar hlaðnar marglit- um ávöxtum og grænmeti. Að lok- um komumst við í gegnum þetta iðandi mannhaf, út úr borginni og héldum í áttina til fjallanna. Fjall- anna, segir ég. íbúar Libanon kalla þetta alltaf „fjallið", þótt þetta sé í rauninni hundrað mílna fjallgarð- ur. Og þegar ég sá það í fyrsta sinn þar sem það reis upp frá þröngu undirlendinu og húsin héngu eins og svöluhreiður utan í hlíðum þess, fannst mér það óhugsandi að þessi gamli bílskrjóður gæti komizt leiðar sinnar. Hann gerði það nú samt, stynjandi og másandi og við hverja beygju á veginum varð út- sýnið fegurra, þangað til Beirut og skipin í höfninni voru eins og mál- verk, — mosaik milli skærgrænna hlíðanna og hafsins. Við fórum í gegnum nokkur smáþorp og að lokum stritaði bíll- inn upp svo bratta brekku að við köstuðumst aftur í sætunum og námum svo staðar fyrir utan járn- hlið. Fyrir innan var breiður stein- lagður stígur milli hvítra stein- veggja. Þungar greinar vafnings- runna héngu yfir annan vegginn en við hinn uxu bleikar og skarlats- rauðar geraniur. Blinduð af þess- um sterku litum og sólskininu staul- aðist ég upp marmaraþrep, gegn- um stórt anddyri og inn í svalan, stóran forsal. Það er ómögulegt að lýsa þeirri dásamlegu kyrrð sem hvíldi yfir þessu herbergi. Það fyrsta sem vekur eftirtekt manns er hve hátt er til lofts, augun leita ósjálfrátt upp á við, en dragast fljótlega að gluggunum. Herbergið er aflangt, gríðarstórt, og á öðrum endaveggn- úm eru þrír stórir bogagluggar, fagurlega skreyttir fíngerðum stein- skurði, og út um þá sést aðeins í heiðan himininn. í hinum endan- um eru þrfr bogar, sömu tegundar og gluggabogarnir, sem stúkuðu af um það bil þriðja hluta herbergis- ins, og mynduðu nokkurs konar dagstofu eða afhýsi. Húsið var byggt í tyrkneskum stíl, og herbergi eins og þessi hafa örugglega verið ætluð ættarhöfðingjanum. Þarna er dásamlegt að liggja, þegar heitt er síðdegis, láta sig dreyma og njöta friðarins í svölum forsalnum, horfa gegnum súlurnar út í tómið í forsalnum, Húsið hang- ir utan f hlíðinni, eins og haukur yfir veiðilendum. Af svölunum sést yfir þorpin, stígana og aldingarð- ana fyrir neðan og borgin virðist í óraf jarlægð. I fyrsta sinn, sem ég stóð þögul fyrir innan dyrnar og fann hvernig húsið náði tökum á mér, opnuðust dyrnar, fyrir enda forsalarins, og hávaxinn maður kom inn. Þegar' hann gekk til móts við okkur sá ég, að þótt hann væri svona þráð- beinn og unglegur á fæti, var hann mjög gamall. Augun voru sljó og skegg og hár snjóhvítt. Hann var klæddur fötum, með mjög gömlu sniði og úrkeðja hékk yfir vestið hans. Þögulli spurningu Gertrud frænku, svaraði hann að hætti Austurlanda- búa, með því að líta upp og lyfta höndum. — Engin breyting, tautaði hann á frönsku. Svo tók hann með ann- arri hendinni undir höku mér og lyfti upp andlitinu, þannig að hann horfði beint í augu mér. Svo brosti hann, eins og hann væri feginn og sagði: — Vertu velkomin til Libanon. — Le docteur Jeaqon, sagði frænka mín, veifaði hendinni, eins og til að kynna okkur, svo snerist hún á hæl og fór. Læknirinn og ég vorum ein eftir. — S'il vous plait, byrjaði ég strax og brann í skinninu að vita hvort ég fengi að sjá ömmu mína; ég var hrædd um að hún myndi deyja, áður en ég hefði lokið erindi mínu við hana. Hann ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og hlustaði hæg- versklega. Hann var kíminn á svip (fyrst fannst mér að hann væri að gamna sér yfir lélegri frönsku minni), en ég hélt ótrauð áfram, og spurði aftur. — Þú færð að sjá hana, þegar hún er búin að ná sér eftir heim- sókn mína, sagði hann. Það var komið kvöld, þegar ég loksins sá ömmu. í herberginu henn- ar var ilmmvatnslykt og einhver veikindalykt. Geysistórt rúmið var fullt af koddum og allskonar pff- um. Sjálf var hún lítil og veikbyggð, allt þetta skraut f kringum hana var eins og hýði utan um silkiorm. Það eina sem virtist lifandi þarna inni, voru flöktandi kertaljósin og augu hennar sjálfrar, sem gneist- uðu fjörlega. Ég nálgaðist hana hægt, hikandi, nú þegar stundin var komin, og undrandi yfir útliti hennar. Amma mín var sjálf amerísk, afkomandi einnar auðugustu og þekktustu fjöl- skyldu í Boston. Hún hafði farið til Beirut, þegar hún var átján ára, afi minn var þá kominn yfir fertugt. Hann var af jafn heiðarlegri og auðugri fjölskyldu og hún sjálf. Þrátt fyrir mótmæli frá fjölskyldu sinni hafði hún gifzt honum, og hjónaband þeirra hafði verið mjög hamingjusamt, en eftir fimm ár dó afi minn af slysförum í veiðiferð. Þá flutti hún með börnin upp f húsið í fjöllunum og lokaði sig algerlega inni fyrir umheiminum. Hún gerðist mesti nirfill, sat þar á öllum auðæfunum sem hún hafði erft, eins og ormur á gulli. Þetta hafði móðir mín sagt mér. Framhald á næstu síðu 20. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.