Vikan


Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 15

Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 15
Herbergið mitt sneri út að ver- öndinni, og lágvasrar raddir vöktu athygli mína. Tveir gestanna höfðu gengið út, eftir matinn, og nutu þess nú að reykja vindla, á bekk undir glugganum mínum. Eg var ekki lengi að komast að því að þeir voru að tala um hina látnu ömmu mína. — .... Ég hefi stundum undrazt það með sjálfum mér .... þessi Ameríkani .... — O, hann var aðeins sá fyrsti. Drottinn minn! Hversvegna held- urðu að hún hafi flutt hingað upp- eftir? Til að gráta hinn látna eigin- mann sinn? Hún vildi bara vera fr|áls, vildi hafa gesti, sem henni líkaði við og þegar henni hent- aði .... Þarna töluðu þeir frönsk- una svo hratt að ég gat ekki fylgzt með. Svo hlógu þeir og ég heyrði annan segja með áherzlu: — Smánarlegt .... heiður f jöl- skyldunnar .... Og sama er að segja um peningana. Maðurinn hennar var þó ríkur! Það voru nú einhver vafasöm viðskipti. Emil sagði mér, hann ætti að vita það, hann er þó lögfræðingur þeirra . . . það er ekki eyrir eftir, og börnin hennar hafa aldrei fengið neitt. Pilturinn sem fór til Ameríku svalt næstum .... Það verður víst ekki mikið handa þessari fölleitu stúlku, barnabarninu .... Þegar ég hallaði mér betur út um gluggann, sá ég að þetta voru gamlir herramenn, sem höfðu kom- ið fyrstir allra. Þeir voru búnir að vera allan tímann, með sorgarsvip á andlitunum. Ef að þessir tveir karlar vissu allt um ömmu hennar, þá vissi hitt fólkið það líka, — fólkið í forsaln- um .... prestarnir . . .. allt var þetta fólk að þykjast. ,,Hún fyrir- mynd okkar allra". Ég var eina manneskjan, sem ekki hafði vitað neitt. Ein af stúlkunum kom að mér, par sem ég lá á grúfu í rúminu mínu. — Farðu burt, ég er veik, sagði ég og sneri mér undan. — Ég finn svo til í brjóstinu, sagði ég, þegar Gertrud frænka kom. Þessi "etning hafði alltaf fengið mömmu t:l að fölna af hræðslu. — Þú ótt að sitja með mér niðri, sagði Gertrud, — en ég býst við að það sé bezt að þú hvílir þig um stund. Nú er þessu lokið, sagði ég við sjálfa mig, þar sem ég lá í dimmu herberginu. — Ég ætla ekki að syrgja gamla konu, sem tók pen- ingana frá börnum sfnum, til að gefa þá einskisvirðum élskhugum (við vorum nýlega búin að lesa Romeo og Júliu í skólanum), og sem flekaði mig til að láta mér þykja vænt um hana .... Allt f einu opnaðist hurðin, og Dr. Jean- qon æddi inn til mín. Ég var ekkert hrædd, ég vissi hvar verkurinn átti að vera, og ég var viss um að geta farið á bak við hann. En hann sýndi engin merki til að rannsaka mig. Þess í stað stóð hann kyrr og horfði á mig, og svipurinn bar ekki vott um meðaumkun, heldur fyrirl itningu. — Þú ert of gömul, ungfrú góð, fyrir svona leikaraskap, sagði hann loksins. — Farðu á fætur og vertu hjá frænku þinni. Hann var næstum kominn út að dyrum, þegar ég gat kallað til hans: — En ég er lasin .... ég er með verk .... — Þú ert fullkomlega heilbrigð, sagði hann, hryssingslega og sneri sér við. — Þú ert bara i fýlu. Farðu strax á fætur. Þú smánar minningu föður þíns. Ég reyndi að andmæla, en hélt áfram. — Hversvegna held- urðu að þú hafir verið látin sitja við hlið frænku þinnar, þessa sfð- ustu daga, og gengið við hlið hennar við jarðarförina. Hversvega heldurðu að það hafir verið þú, en ekki hin frænka þfn? Ég horfði á hann og skildi ekki hvað hann var að fara. — Þú ert staðgengill föður þíns, sagði hann með áherzlu. Hann var eini sonurinn. Faðir þinn hefði al- drei sýnt ömmu þinni slíka óvirð- ingu. Aldrei. Svo sneri hann aftur til dyranna. — Ja, ef hann hefði vitað . . . tautaði ég ruglingslega. — Hvað? Orðið brazt á vörum hans. —E — ekkert. En ég hafði komið upp um mig. Hægt og varlega fékk hann mig til að segja sér alla söguna. Að henni lokinni stóð hann lengi og sneri baki við mér, og þegar hann að lokum sneri sér við, sá ég að hann var ekki lengur reiður. En sorgin, sem hafði leynzt í augum hans, bak við reiðiglampann, kom nú greinilega f Ijós. — Ég verð að biðja þig fyrir- gefningar, mademoiselle, sagði hann hægt. — Ég hefi meðhöndlað þig eins og barn, en forlögin hafa farið um þig höndum, sem full- orðna manneskju. Þú verðskuldar skýringu. Ég er líklega eina veran sem get gefið þér þá skýringu .... Ég hefði óskað þess að ég hefði ekki þurft að gefa þér þá skýringu í mörg ár, ef til vill aldrei, en þú ert orðin nógu gömul til að skilja þetta, ef þú óskar þess sjálf. Það er kannski sannleikur í þvf sem þú heyrðir í dag, hélt hann áfram, og var nú fastmæltur, — vegna þess að það er oftast einhver sannleikur í kjaftasögum, hvernig svo sem þær eru brenglaðar. En ég fullvissa þig um, og legg heiður minn að veði, að amma þín var mikil og góð kona, en hún varð fyrir mikilli sorg og rógburði. Hann þagnaði um stund. — Ég hika við að biðja þig að treysta mér, Ellen, vegna þess að þú hefur orðið fyrir von- brigðum, en þetta er löng saga, og ég, að minnsta kosti hefi skyld- ur gagnvart frænku þinni . . . Ég var djúpt snortin, hvernig átti ég að vera annað? Og svo gerðum við samning, vegna þess að mig langaði til að trúa honum, mig langaði til þess að til væri einhver sennileg skýring. Ég ætlaði að sitja í forsalnum, eins lengi og til þess var ætlazt af mér, og hann ætlaði að segja mér ævisögu ömmu minn- ar. Og hún var þannig: — Amma þfn, Ellen mín litla, byrjaði hann, þegar stundin var komin, og við sátum á grænu ver- öndinni, fyrir ofan húsið, — hún hét líka Ellen, var, þegar hún fyrst kom til Beirut, einhver fegursta vera sem drottinn hafði nokkru sinni skapað. Ég hitti hana ekki fyrr en mörgum árum síðar, þegar lífið hafði sært hana, en jafnvel þá hafði hún meiri fegurð og virðu- leik til að bera, en nokkur önnur kona. Hún var mjög ung, þegar hún giftist afa þínum, en hún var aldrei neitt flón, og hún komst fljótlega að því, að ef hún átti að verða honum góð og ástrík eigin- kona, nægðu ekki þær hugmyndir sem hún hafði haft með sér að heiman, frá Nýja-Englandi. í fyrstu var þetta ekki svo erfitt, því að þau höfðu sömu skoðanir á svo mörgu. Hann var af gamalli fjöl- skyldu, sem tók heiður sinn framar öllu, og það gerði hann líka, en amma þín var líka af góðu fólki komin, svo hún skildi manna bezt að f jölskylduheiðurinn varð að ganga fyrir öllu. En hvað afa þínum viðkom var þetta svolítið meira. Orðið heiður er ekki svo mikið notað á okkar tímum, en þá var heiðurinn tekinn umfram allt, það verðurðu að muna. Amma þín giftist um 1870, og þá var afi þinn rúmlega fertugur. Þrátt fyrir það að fólkið sem þau höfðu samneyti við hér, var sið- menntað fólk og samdi sig að háttum Evrópubúa, voru þó rætur þessara Libanonbúa fastar í austur- lenzkum jarðvegi. Og þegar ég nú er að reyna að skýra fyrir þér, hvað átt var við með orðinu ,,heið- ur", þá getum við sagt að það sé það sem austurlandabúar kalla ,,andlitið". Fyrir afa þínum og hans líkum var það umfram öllu, að komast aldrei ( þá aðstöðu að það væri litið niður á hann, eða að hann yrði fyrir meðaumkun. Ég hélt að Ellen hafi í fyrstu fundizt þetta nokkuð fráleitt, og eitt átti hún erfiðast með að skilja, að þetta fólk, kaupmannaaðallinn, leit á peningaleysi sem smán, það var nokkuð sem aldrei var hægt að viðurkenna. En Ellen reyndi að að- lagast, eftir beztu getu, og í tvö ár, á þeim árum fæddist pabbi þinn, var hún mjög hamingjusöm og þau voru miðpunkturinn f óhóf- legu munaðarlífi hér í Beirut. Það bezta sem ég get sagt þér um afa þinn, var að hann var barn síns tíma, en ég get aldrei fyrirgefið honum þau mistök að honum var ekki Ijóst hvern dýrgrip hann hafði eignast. Og svo, vina mín, sneri hann smátt og smátt aftur til þeirra lifnaðarhátta, sem hann hafði tam- ið sér, áður en hann kvæntist. Hann spilaði fjárhættuspil, hann átti margar ástmeyjar og hann var að heiman, oft marga daga í röð. Og samt lét amma þín það líta út sem hún lifði i hamingjusömu hjóna- bandi. En þegar hann fór að hafa þessar geysilegu drykkjuveizlur heima hjá sér, bjóða þangað körl- um og konum til gleðilífs, þá gat hún ekki haldið það út, hún var neydd til að flýja.Hún hafði haft traust á lífinu, en þegar hún varð fyrir svona hræðilegum vonbrigð- um, lét hún það ekki á sér sjá, hún bað ekki um meðaumkun, það hefði verið á móti hennar skapi. Þess í stað lét hún það líta þannig út að hún væri hamingjusöm, en að hún þyldi ekki hitann í Beirut, og þessvegna neyddist hún til að flytja upp í fjöllin. Þá kom hún hingað, með son sinn með sér. að var þrem árum síðar, sem hún frétti að frændi hennar, sem var á sama aldri og hún, væri væntanlegur til Beirut. Hann var á hnattferðalagi að afloknu læknis- prófi, var að viðra sig áður en hann settist í helgan stein í Banda- ríkjunum. Vinur hans var með hon- um. Ellen sá að það myndi ómögu- lega að halda því leyndu fyrir honum hvernig hjónaband hennar væri komið, svo hún reyndi að fá afa þinn til að sýnast, á meðan þeir væru í Beirut, svo þetta ástand fréttist ekki heim til Bandaríkjanna. Hann hafði líka sínar ,,heiðurs" hugmyndir, svo hann féllzt á að flytja til hennar, og í nokkrar vikur bjuggu þau saman, sem hamingju- söm hjón. Ungu mennirnir voru mjög hrifnir af þessu glæsilega lífi í Libanon, hún gat blekkt þessa vini sína. En svo, um það bil sem þeir voru að fara, fékk annar æskufé- lagi hennar slæmt malaríukast. Afi þinn var þá orðinn leiður á lífinu í fjöllunum, hann afsakaði sig með því að hann þyrfti að fara í ferða- lag í verzlunarerindum, hann fór, en bað piltana um að líta á þetta hús sem sitt eigið heimili, svo lengi sem þeir vildu. Það sem svo skeði, var óhjá- kvæmilegt, og ég gizka á að þú, Ellen mín litla, hafir nú þegar gizkað rétt: amma þ(n og frændi hennar, við getum kallað hann David, urðu alvarlega og innilega ástfangin hvort af öðru. í fyrstu voru þau hrædd og fannst báðum að hann yrði að fara strax, en vin- ur hans, við getum kallað hann Edmund, var raunverulega svo mik- ið veikur, að það var ómögulegt að flytja hann, svo þau voru dæmd til að vera saman hér, — hér . . . . Dr. Jeanqon baðaði út höndunum, benti í kringum sig, á húsið og dásamlegt umhverfið. — Þú getur ásakað þau, sagði Framhald á bls. 39. 20. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.