Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 31
Umvefjið húð yðar með hinu dásamlega AVON ilmkremi
Yndislegt — mjallhvítt, hverfur inn í húOina og skilur eftir Ijúfan ilm — dularfullan
og töfrandi.
Veljið úr hinum 7 heimsfrægu ilmkremum frá AVON
AYOn COSmETICS LTD
NEW YORK • LONDON • PARIS
sent til Baldvins á heimili hans
á Flókagötu og látið þar inn um
bréfrifu. Til þess að skera úr
því, hvort samningnum hefði ver-
ið löglega sagt upp eða ekki, var
skipuð sérstök nefnd. Þegar
nefndarmenn fóru að rannsaka
málið, gerðu þeir sér lítið fyrir
og fóru heim til Baldvins að
skoða bréfrifuna. Þeim brá held-
ur betur í brún, þegar þeir
komu að dyrunum. Þar var
nefnilega engin bréfrifa og hafði
aldrei verið!
Olsen hlær, en bætir síðan við:
— Svona getur pólitíkin stund-
um verið á íslandi. Fyrir bragð-
ið gilti samningurinn í fimm ár
í viðbót, en þá var stofnað nýtt
fyrirtæki, Húsatryggingar
Reykjavíkur, sem hefur séð um
tryggingarnar síðan.
— Hvar voru Almennar trygg-
ingar fyrst til húsa?
— Við höfðum fyrst aðsetur
þar sem kjörbúð Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga er nú í
Austurstræti. En fyrir fáum árum
kom Baldvin Einarsson til mín
einn laugardagsmorgun og sagði
mér, að við gætum fengið keypt
hús Nora Magazin við Austur-
völl, ef við greiddum verðið út
í hönd strax fyrir klukkan eitt
sama daginn. Við höfðum lengi
verið að svipast um eftir góðum
stað í miðbænum, og þarna var
gullið tækifæri. Ég boðaði til
stjórnarfundar þegar í stað, og
gengið var frá kaupunum í tæka
tíð.
Síðan rifum við gamla Nora
Magazin-húsið og byggðum nýtt
stórhýsi á lóðinni eins og kunnugt
er. Enginn hefur sennilega fagn-
að því meir en ég, að einmitt
þessi lóð skyldi fást. Þarna var ég
aftur kominn á fornar slóðir ...
Okkur verður litið á klukku,
sem stendur á hillu í veglegri
stofu Olsens og sjáum hvort
tveggja í senn: að tíminn hefur
eins og fyrri daginn liðið allt-
of fljótt og að þessi klukka er
eitthvað óvenjuleg.
— Þetta er merkileg klukka,
segir Olsen. Hún á að ganga í
400 ár, án þess að vera dreginn
upp. Það eru breytingar á loft-
þrýstingi sem halda henni gang-
andi. Ég fékk hana að gjöf frá
Nathan og Olsen á 75 ára afmæl-
inu mínu. Ætli menn hafi komizt
nær því að búa til eilífðarvél en
þetta?
Hann tekur út úr sér vindilinn
og hlær. Við kveðjum og þökkum
kærlega fyrir spjallið og biðj-
umst afsökunar á öllu því ónæði,
sem við höfum gert.
— Þetta hefði getað orðið
betra, segir Olsen að lokum. Það
er svo margt, sem gaman hefði
verið að rifja upp, en það er svo
erfitt að muna allt í einu. Ef við
hefðum minnzt á allt, hefðum við
sennilega fengið að sjá klukk-
una þá arna stöðvast ....
Hvað gagnar honum
hugsjónin....
Framhald af bls. 5.
heyrir leiktextanum eða sprett-
ur spontant fram af flugliprum
tungum leikaranna. Róbert Arn-
finnsson, sem leikur djöfulinn,
situr á stól og bíður þess að tínt
sé til hans eitthvað fatakyns:
hann kemur upp ber greyið,
segir Oddur, og verður að byrja
á því að fá eitthvað utan á sig.
Raunar verður fyrst að kæla
hann með því að hvolfa yfir
hann úr fáeinum vatnsfötum;
hann er nefnilega rauðglóandi
þegar hann stingur sér upp úr
gólfinu, eins og eðlilegt má
kalla ef við höfum í huga hita-
stigið í hans heimkynnum. —
En það fáum við því miður ekki
að sjá, því það er ekki ennþá
farið að æfa í búningum.
Auðvitað eru svo blaðamenn
kallaðir á vettvang, eins og alltaf
er gert þegar virðulega erlenda
gesti ber að garði. Þeir tínast inn
einn af öðrum: frá Góðviljanum,
Dagblaði alþýðunnar, Samtím-
anum, Árdegisblaðinu, Sjón- og
blindvarpinu. Síðan kemur Loft-
ur okkar blessaður — leikinn af
Erlingi Gíslasyni — þreytulegur
og utan við sig eins og eftir raf-
magnssjokk, enda tekur það
sjálfsagt eitthvað á taugarnar að
vekja upp djöfla, svo vel nú sem
fyrr. Hann kynnir gestinn fyrir
blaðamönnum, segist hafa staðið
fyrir um komu hans sökum þess,
að fyrst „dyggðirnar hafa leitt
okkur á barm Helvítis, er eina von
okkar að lestirnir leiði okkur að
hliði Himnaríkis.“ Síðan láta
blaðamenn — sem eru einskonar
kór í gegnum allan leikinn —
spurningunum rigna yfir höfð-
ingjann, og hann svarár öllu
af húmor og lítillæti, eins og
hans hefur jafnan verið vandi,
móðgast þó næstum þegar hann
er spurður hvaða skónúmer
hann noti. Hann slettir erlend-
um tungum á báða bóga að
hætti hoffmanna, lýsir áhuga
sínum á þjóðinni að uppteknum
hætti erlendra gesta, og glettist
við aumingja Dísu, sem Sigríður
Þorvaldsdóttir leikur. Fleiri per-
sónur úr fyrri verkum um Galdra-
Loft koma hér ekki við sögu.
Loks stilla þeir, kölski og upp-
vaki hans, sér upp til mynda-
töku. Sá fyrrnefndi horfir gleið-
gosalegur framan í flassið og
kiprar augun eins og Ronald
Reagan, en Loftur er áfram eins
og með hálfan hugann utan við
það, sem er að gerast. Svo að
skjólstæðingur hans sér sig til-
neyddan að minna hann á þá
ófrávíkjanlegu skyldu að brosa
framan í blaðamenn. — Segðu
SÍS, segir kölski.
— SÍS, segir Loftur broslaust.
Svo skiljum við við þá félaga
að sinni, en fáum um leið að
heyra að ríkisstjórnin hafi boðið
20. tbi. VIKAN 31