Vikan - 18.05.1967, Síða 34
Nýr ogi stærrl DAF
Einstakloga falleg, björt og rúmgóð fjölskyidubifreið með
stórri farangursgeymslu.
DAF - 44 DE LUXE
Fullkomlega sjólfskipt, kraftmikil, en sparneytin og sterkbyggð
bifreið.
Verðið ótrúlega lógt: Kr. 161.941,00.
Sýningarbifreið ó staðnum.
DRANGAR HF.
Sætúni 8 - Sími 24 000.
- og fflasan ffer
34 VIKAN 20- tbl-
LILiJU
LlL'JU
LIUU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búS
ast til botns í þessum atburðum.
Deild flughersins, sem hefur með
þessi mál að gera er kölluð „Bláu
bókar áætlun", og hefur aðeins
eitt herbergi til umráða á
Wright-Patterson flugstöðinni, og
þar hefur einn flugstjóri haft
völdin. Þetta sýnir nokkuð hvern
áhuga menn hafa haft á þessum
fljúgandi diskum í Bandaríkjun-
um. Starfsemnn þessarar skrif-
stofu, sem eru tveir liðsforingj-
ar og einn liðþjálfi, hafa haft það
hlutverk að reyna að finna skýr-
ingar á þeim tilfellum, sem hafa
verið tilkynnt til flughersins. Frá
og með árinu 1947 til 1965 hafði
þessi skrifstofa fengið tilkynning-
ar um 10.147 tilfelli til athugun-
ar; 9.501 voru „útskýrð" en 600
voru skráð „óskýranleg".
EKKI NÆGILEG RANNSÓKN
Þegar ég fór að kynnast þess-
um málum, hafði ég það á til-
finningunni að þessu hefði ekki
verið sinnt sem skyldi, og ég
skrifaði bréf þess efnis til flug-
hersins, á árinu 1952. Árið eftir
var aukið starfið við rannsókn
þessara mála, en samt ekki nógu
mikið, að minu áliti. Það var
skipuð nefnd, undir stjórn þekkts
vísindamanns, Howard P. Ro-
bertsons. f henni voru nokkrir af
þekktustu vísindamönnum
Bandaríkianna. Á fjórum dögum
rannsakaði þessi nefnd fimmtán
skýrslur um fljúgandi diska. Ég
var í nefndinni, en ég hafði það
á tilfinningunni að ég væri að-
eins áheyrandi. Það var skrifuð
álitsgerð og niðurstöðurnar voru
samhljóða henni, enda hefur það
verið sjónarmið flughersins f
þessum málum fram á þennan
dag, sem sagt: „frásagnir af
fljúgandi diskum eru ekki þess
virði að sinna þeim frekar“.
Ég var ekki beöinn um að
skrifa nafnið mitt undir þetta
skjal, enda hefði ég ekki gert
það, því að skoðun mín var sú að
þetta væri alvarlegra rannsókn-
arefni en svo, að hægt væri að
afgreiða það á þennan hátt, og
að í framtíðinni kæmi það í Ijós
að nefndin hefði verið nokkuð
fljótfær. Á fjórum dögum leystu
þeir þær gátur, sem ég hafði ver-
ið í fimm ár að fást við, án þess
að finna skynsamlega lausn.
Þetta ár komu tilkynningar um
atburði, sem mér finnst að séu
þeir dularfyllstu sem ég hef kom-
izt í kynni við á þessu sviði.
Það var nóttina 5. ágúst og morg-
uninn eftir. Þessar tilkynningar
komu frá Black Hawk, S.-Dakota
og Bismarck, N.-Dakota. Fjöldi
manns í Black Hawk hafði séð
röð af lýsandi hlutum á nætur-
himninum. Það sem gerði þessar
tilkynningar svo sennilegar var
það að allir sem höfðu sent þess-
ar tilkynningar voru þjálfaðir í
athugun á himingeimnum, þ.e.a.s.
venjulegir borgarar, sem höfðu
það starf að vera á höttunum
eftir óþekktum flugvélum og öðru
sem ef tii víll væri grunsamlegt.
FLJÚGANDI DISKAR Á
RADARSKERMI.
Á nákvæmlega sama tíma
komu einhverjir óþekktir hlutir
fram á radarskermi á flugher-
stöðinni í Ellsworth, nálægt
Black Hawk. Orrustuþota af
gerðinni F84, sem var á flugi í
grenndinni, var strax send á
staðinn þar sem þessi furðulegu
fyrirbrigði höfðu sézt, og það leið
ekki á löngu þar til tilkynning
kom frá flugmanninum um að
hann hefði líka komið auga á
þetta og að einn hluturinn hefði
verið yfir Piedmont, S.-Dakota,
og að hann hefði tvöfalt meiri
hraða en þotan. Ennfremur til-
kynnti hann að þessi hlutur lýsti
sterkar en nokkur stjarna sem
hann hafði séð. En svo hvarf
þetta jafnskjótt. Fimm áhorfend-
ur sem höfðu fylgzt með elting-
arleik þotunnar, staðfestu þetta.
Önnur F84 þota var send af stað
eftir furðuhlutnum, sem ennþá
var sjáanlegur á radarskermin-
um, og sá flugmaður tilkynnti að
hann sæi lýsandi hlut, sem ýmist
væri hvítur eða grænn, og væri
rétt fyrir framan hann, en í
nokkuð meiri hæð en þotan. En
svo steig þessi hlutur með ofsa-
hraða og flugmaðurinn sá strax
að það var tilgangslaust að elta
hann. Radarþjónustan kallaði
þotuna heim og hluturinn var
innan skamms kominn út af
skerminum.
Ellsworth flugherstöðin, sem
hafði séð að hluturinn hvarf í
norðurátt, hafði samband við eft-
irlitsstöðina í Bismarck, 350 km.
norðar. Liðþjálfi sem var á þaki
byggingarinnar, kom auga á hlut-
inn. En flugherinn hafði enga
þotu í Bismarck, sem hægt var
að senda á stúfana, svo að hann
varð að láta sér það lynda, að
missa sjónar af þessum furðu-
lega hlut.
Það var um þetta leyti að
nokkrir áhangendur þeirrar
stefnu, sem trúðu á fljúgandi
diska ,ákváðu að taka málin í
sínar hendur. Það var mikil
óánægja ríkjandi yfir því að
„bláa bókin“ hafði látið undir
höfuð leggjast að sinna þessu sem
skildi. Það var stofnað félag til
rannsókna á þessum fyTÍrbærum,
og var það kallað APRO (Aerial
Phenomena Research Organ-
isation), og er það ennþá starf-
andi. Það er líka til annað félag,
með sama tilgangi, NICAP
(National Investigations Commi-
tee of Aerial Phenomena), sem
var stofnað löngu senna.
ALÞJÓÐLEGT FYRIRBRIGÐI.
Með tímanum varð mér það
ljóst að „fljúgandi diskar“ voru
ekki eingöngu amerískt fyrir-
brigði Ég fékk fljótlega tilkynn-
ingar frá 70 löndum í hendurnar,
og sem vísindamaður hafði ég
mikinn áhuga á að bera saman