Vikan - 18.05.1967, Page 37
áhuga á því sem skeður hjá okk-
ur. Uppgötvun okkar á kjarn-
orkunni gæti verið full ástæða
fyrir því að þeim fyndist það
forvitnilegt að fara hingað í
rannsóknaferðir.
MUNDUM VIÐ VILJA HAFA
SAMBAND VIÐ KENGÚR-
URNAR?
En hversvegna reyna þeir ekki
að ná sambandi við okkur? spyrja
sumir. Svarið gæti verið eitt-
hvað á þessa leið: — Hversvegna
ættu þeir að gera það? Mundxun
við reyna að ná persónulegu
sambandi við nýja tegund af
kengúru, sem hefði séð dagsins
ljós, einhversstaðar í Ástralíu.
Nei, við myndum örugglega ekki
gera það, við myndum kynna
okkur málið, án þess að reyna
til að hitta kengúruna.
Er þá eitthvert samband milli
fljúgandi diska og lífvera ein-
hversstaðar á vetrarbraut okkar?
Ég veit það ekki, það eru ekki
til neinar sannanir fyrir því. En
ég afskrifa það ekki, eins og er.
Og svo er líka fjórða skýring-
in á „fljúgandi diskum“ mögu-
leg: Það gætu verið náttúruund-
ur, sem við höfum ekki möguleika
á að skilgreina enn sem komið
er. Hugsið um það hve þekking
okkar á alheimnum hefur auk-
ist, síðastliðin 100 ár. Árið 1867
vissum við ekkert um atomork-
una, við vissum ekki einu sinni
að atomið hefði kjarna. Hvern
dreymdi þá um sjónvarp? Hver
veit hvaða undur eru framundan?
Alla þessa möguleika verðum
við að rannsaka vandlega, enda
eru slíkar rannsóknir í fullum
gangi. í október, síðastliðið ár,
var tilkynnt frá flugmálastjórn-
inni, að víðtækar rannsóknir á
„fljúgandi diskum“ yrðu hafnar
við háskólann í Colorado, undir
stjórn Dr. Edwards Condon,
fyrrverandi forstöðumanns Nat-
ional Bureau of Standards.
Ég verð að viðurkenna, að per-
sónulega er ég svolítið sigur-
glaður. Daginn sem þetta var til-
kynnt bauð ég konunni minni út,
upp á kampavín.
Svalablóm
Framhald af bls. 47.
um mold l ]ieim árlega, eöa a.m.k.
endurnýja hana aö mestu leyti.
Fylliö eklci kassana alveg, svo aö
rœturnar fái nóg rými til aö
stækka án ]>ess aö moldin liækki
upp fyrir brúnirnar. Þaö þarf aö
vera borö á kassanum, þannig aö
auövelt sé aö vökva blómin. Sé til-
búnum áburöi blandaö í moldina,
er gott aö gera þaö nokkru áöur
en plönturnar eru settar í.....
.. Þegar plantaö er í kassana á
moldin aö vera rök en ékki blaut.
Gott er aö vökva moldina sólar-
hring áöur en plönturnar eru sett-
ar í. Þaö á aö nota til þess dága,
þegar ekki er of sterkt sólskin og
heldur ekki rok. Sé þaö gert á sól-
ardögum, er bezt aö þaö sé aö
kvöldi. PlantiÖ ekki of snemma
út og gætiö þess aö hafa ræturn-
ar í sömu hæö í moldinni og þær
höföu í sáökassanum, og reyniö
aö taka dálítinn moldarköggul
meö, svo aö ræturnar veröi ekki
fyrir hnjaski. Þrýstiö moldinni vel
aö þeim. Gott er aö hafa þunnt
lag af mómold eöa grasmold efst,
svo aö rakinn haldist jafnari meö-
an plönturnar eru aö koma til.
Vökviö alltaf aö kvöldi dags, en
hafi þurrkar staöiö rnjög lengi þarf
stundum aö vökva Uka snemma
morguns. Eftir aö blómin eru orö-
in mjög stór, getur stundum þurft
aö vökva þótt rigning sé, því aö
stór blöö geta varnaö því aö drop-
arnir komist niöur í mold'ina. Var-
izt samt aö vökva of mikiö, en hafi
þaö komi öfyrir, veröur moldin aö
þorna vel áöur en næst er vökvaö,
og séu afrennslisgöt er gott að
losa svolitiö frá þeim svo aö vætan
leiti hraöar út. Oll fölnuö blóm
á aö taka strax burtu. Nái blóm-
in aö mynda frœ, liætta plönturn-
ar aö blómstra.
Heklaðar húfur...
Framhald af bls. 47.
Heklið þar til 3 1. eru eftir af
umferðinni, heklið þá saman 2
1. og hekl. síðan 1 fastal. Tak-
ið þannig úr í annarri hv. umf.
þar til 5 — 4 — 5 — 4 fastal.
eru eftir. Hekl. þá.l umf. án úr-
taka. Takið síðan úr í næstu
umf., og heklið 2—1 — 2 — 1
fastal. Hekl. 1 fastal. til baka.
Hekl. í allt 6 stk. á þennan hátt,
3 af hvorum lit, og saumið þau
saman frá röngu með þynntum
garnþræðinum og aftursting, og
notið j aðarlykkj urnar í saum-
för.
Hekl. síðan í hring í kringum
kollinn frá réttu með heklunál
nr. 5 og grunnlitnum í allt 84 —
87 — 90 — 93 fastalykkjur. Hekl.
1 umf. án úrtaka, en takið síðan
úr 1 1. við hvern saum. Heklið
í allt 5 umf. með úrtökum, og
ath. að úrtökurnar standist á.
Húfa án skyggnis: Hekl. 3 —
3 — 3 — 4 umf. fastahekl, án
úrtaka, og að lokum 1 umf.
keðjuhekl.
Húfa með skyggni: Hekl. 4 —
4 — 4 — 5 umf. án úrtaka.
Skyggni: Heklið fastah. frem-
ur þétt með heklunál nr. 4y2 og
grunnlitnum. Hekl. aðeins yfir
28 — 30 — 30 — 32 miðlykkj-
urnar.
Aukið út í 1. umf. með því að
hekla tvisvar í 4. hv. lykkju.
Heklið umf. til baka án aukn-
inga. Takið síðan úr 1 1. báðum
megin á sama hátt og á kollin-
um, fyrir innan endalykkjurnar.
í næstu umf. er einnig tekið
úr á sama hátt, en jafnhliða auk-
ið út í 4. hv. 1. eins og í 1. umf.
Hekl. næstu umf. án aukninga,
en takið úr fyrir innan enda-
lykkjurnar eins og áður.
Klippið á þráðinn. Heklið síð-
an frá réttu 1 umf. fastahekl yf-
ir skyggnið, og keðjuhekl. áfram
umferðina að aftan.
DANISH
GOLF
Nýr stór! gódur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
SmávindilljSemánægja eradkynnast.DANISHGOLF
er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kauþid í dag DANISH GOLF íþægilega 3stk. pakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
20. tbi. VIKAN 37