Vikan


Vikan - 18.05.1967, Side 50

Vikan - 18.05.1967, Side 50
TBELHBDRE er vörumerki og heiti ó sænskri framleiðslu fró A.B. Trelleborg. Fró þessu firma höfum vér m.a. á lager hjá oss bæði í heild- sölu og smásö!u: Vatnsslöngur Gúmmimottur Loftslöngur Presenninga Sogbarka Hjólbarða fyrir: Dæluslöngur fólksbifreiðar lyftara Loftbarka tengivagna bifhjól Viftureimar Hjól fyrir alls konar Kilreimar tengi- og flutningavagna. Útvegum með stuttum fyrirvara, alls konar sérslöngur ósamt for- steyptum hlutum úr gúmmí. Ath. Trelleborg er í Suður-Sviþjóð og þvi góðar samgöngur um Kaupmannahöfn. Góðfúslega leitið upplýsinga. m/iai Sqbzeamn kfi Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver<c - Sími 35200 50 VIKAN »• tbl- Siufflé Á6ur fyir var álitið, að soufflé þyrfti að búa til um leið og það var bakað. Það hefur nú verið reynt að geyma soufflé-deig í ísskáp í allt að 4 klukkutíma og tekizt vel. Það þarf hinsvegar að bera það fram samstundis, eftir að það er tekið úr ofninum, svo að það falli ekki. Það gerir óneitanlega þennan ljúffenga rétt aðgengilegri, að ekki þarf að standa í því að þeyta eggin og búa hann til rétt áður en gestirnir koma, en þetta verður að kallazt gesta- eða hátíða- matur, þvi að eggin og annað í han'n er dýrt. Súkkulaði-soufflé. 8 eggjahvítur, 6 eggjarauður, smjör, sykur, % bolli hveiti, % bolll sykur, 'la tsk. salt, 2 bollar mjólk, y2 bolli ósætt súkkulaði, 2 matsk. smjör eða smjör- líki, y2 tsk. vanilluextrack, y4 tsk. cream of tartar. Smyrjið tveggja lítra ofnfast fat með beinum hliðum, stráið sykri jafnt inn í það, ca. 1 matsk. Vefjið smjörpappír utan um fatið, þannig að hann standi ca. 5 cm upp fyrir brúnirnar og bindið hann fastan, en smyrjið hann fyrst og stráið sykri á innri brúnina. Blandið hveiti, % bolla sykri og salti í stóran skaftpott, setjið yfir meðalhita og hrærið mjólkina smám saman í. Hitið þar til blandan er þykk og komin að suðu og hrærið stöðugt í þar til suðan er komin upp. Takið það þá af hitanum. Bætið súkkulaði í, 2 matsk. af smjöri og vanillunni, hrærið þar til það er jafnt, látið síðan kólna í ca. 10 mín. Setjið cream of tartar saman við eggjahvíturnar og stífþeytið þær. Bætið >/s þeirra í súkkulaðiblönduna og hrærið, en síðan afganginum af eggjahvítunum varlega. Hellið í ofnfasta fatið. Geymið í ísskápnum, en ekki lengur en 4 tima l>/4 klukkutíma áður en nota á souffléið á að hita ofninn upp í 130 gr. og bakið í u.þ b. klukkutima, eða þar til rétturinn titrar svolítið þegar fatið er hreyft varlega. Takið ptppírinn burt og berið sósu með þessu, t.d. súkkulaði sósu. Chantilly rjóma eða Sabayon sósu, en uppskrift af þeim er hér á eftir. Sé souffléið ekki geymt í ísskáp, heldur bakað strax, má reikna með 45—50 mín. bökunartíma. Skammturinn ætti að nægja handa átta manns. Súkkulaðisósa. y2 bolli sykur, % bolli rjómi, 1 bolli sætt suðusúkkulaði í bitum \'2 bolli ósætt súkkulaði í bitum. Setjið sykurinn og y2 bolla af rjómanum í tvöfaldan pott og sjóðið i vatns- baði þar til sykurinn er bráðnaður, bætið súkkulaðinu í og hrærið þar til það er jafnt og mjúkt. Takið af hitanum og þeytið afganginn af rjómanum saman við. Berið fram heita. Chantilly-rjómi. 1 bolli þykkur rjómi, 2 matsk. flórsykur. Blandið saman rjóma og sykri í hrærivélarskál, kælið vel og þeytið siðan, þar til rjóminn er stífur. Berið með súkkulaðisouffléinu, en sósan ætti að gera tvo bolla. Sabayon-sósa. 4 eggjarauður, 2 matsk. sykur, y4 bolli Grand Marnier '/s bolli þykkur rjómi, þeyttur. Setjið eggjarauðurnar í tvöfaldan pott og þeytið þar til þær eru þykkar. Bætið sykrinum 1 og haldið áfram að þeyta þar til blandan er ljós og létiti. Setjið vatn í neðri pottinn, þannig að vatnið nái ekki upp á botn efri pottarins og látið malla. Bætið Grand Marnier í og þeytið áfram ca. 5 mín. Takið af hit- anum og setjið í ískalt vatn og haldið áfram að þeyta þar til blandan er mjúk. Bætið þeytta rjómanum varlega í og kælið þar til á að nota sósuna. Gerið 114 bolla.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.