Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 2
ECiGEIlT l4HISTJA\SSO\ A CO. III . SÍMI 11400 í BORGARSJÚKRAHÚSIÐ VAR EINGÚNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER ÞÉR FAlÐ EKKI ANNAÐ BETRA I? Öðru hverju gerist það, að hug- myndaríkur maður stofnar fyr- irtæki, sem reynist hið gagnleg- asta, gengur vel og skilar drjúg- um hagnaði. En venjulega fær Adam ekki að vera lengi í paradís sinni. Kollegar hans horfa öf- undaraugum til hans og ímynda sér, að peningar hljóti að vaxa á trjánum hjá honum. Fyrr en varir sprettur upp hvert fyrir- tækið á fætur öðru og leggja stund á nákvæmlega sams konar rekstur og sá, sem fékk hug- myndina góðu. Afleiðingin verð- ur auðvitað sú, að öll fyrirtækin koðna niður hægt og hægt. Ég líka, segja litlu krakkarn- ir.... Svipað gerist á öðrum svið- um. Ef eitt blað hleypir af stokk- unum nýjum þætti, sem öðlast vinsældir þegar í stað, líður ekki á löngu þar til sams konar þátt- ur er kominn í öll blöð. Annað dæmi úr blaðaheiminum: Fyrir nokkrum árum stækkaði eitt blaðið fyrirsagnir sínar um helm- ing. Þetta vakti athygli, og fyrr en varði höfðu öll hin blöðin gert hið sama, — rétt eins og stórar fyrirsagnir væru eitt alls- herjar lausnarorð í blaða- mennsku! Nærtækasta dæmið í þessum efnum er úr heimi leiklistarinn- ar. Þjóðleikhúsinu gekk erfiðlega að reka litla leiksviðið í Lindar- bæ. Þess vegna hefur leiknem- um verið gefinn kostur á að ann- ast reksturinn í velur. Hugmynd- in cr eflaust nokkuð góð. En nú herma fregnir, að leiknemar Leikfélagsins ætli líka að hefja opinberar leiksýningar í Tjarn- arbæ! Þar starfar jafnframt leik- félagið Gríma, sem rekið er af ungum leikurum. Það verða með öðrum orðum starfrækt þrjú til- raunaleikhús hér í bæ í vetur. Hlýtur að teljast kraftaverk, ef þeim tekst öllum að draga til sín nógu marga áhorfendur á þess- um síðustu og verstu sjónvarps- tímum. Ég líka, segja litlu krakkarnir, — og mörgum reynist erfitt að slíta barnsskónum. G.Gr. 2 VIKAX 46 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.