Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 19
Þeir sern deyja áður en þeir verða 100 ára deyja ekki eðli- legum dauða, segja vtsinds- menn 1 Sovjet- ríkjunum, þar sem 21.700 manns er*u yfir 100 ára. einn þeirra, á hásléttunni fyrir utan Tbilisi í Kákasus. Það var fyrir utan hvítan múrvegg í Mtskheta, sem er einn af elztu bæjum Evrópu, og stendur við gamlan lestarveg, sem liggur milli Evrópu og Asíu, að bílstjórinn nam staðar. Túlk- urinn frá Intourist, sem var stúdent frá háskólanum í Tbilisi, benti á múrinn og sagði: — Þarna inni er einn merki- legasti staður, sem við sýnum ferðamönnum, — dásamlegur trjágarður, sem gamall maður hefur ræktað upp úr eyðimerk- urauðninni. Hann er reyndar um 100 ára gamall. Hundrað ára fólk er ekkert óvenjulegt í Georgíu, lýðveldinu sem nær yfir kákasisku fjöllin, milli Svarta hafsins og Kaspia- hafsins. Það er álitið að yfir 2000 öldungar séu þar á lífi. Gamli maðurinn, sem leit út fyrir að vera um 80 ára gamall, sýndi okkur trjágarðinn sinn, sem hann er mjög hreykinn af, og hann byrjaði ekki að rækta fyrr en á efri árum, þegar hann gat ekki stundað atvinnugarð- yrkju lengur. Þarna var ótrúleg frjósemi; rósirnar blómstruðu í öllum regnbogans litum, og lit- skrúðug frumskógablóm stóðu meðfram gosbrunnum og tjörn- um, þar sem pálmar og ekalypt- ustré beygðu krónur sínar yfir vatnið. Hann sagði okkur að hann hefði verið venjulegur garð- yrkjumaður, að hann ætti dótt- ur, sem væri að verða læknir, og að honum fyndist stórborgin Tbilisi vera hreinasta Sódóma og Gómorra, eftir að menn hefðu fundið upp öll þau nýtízkulegu fyrirbrigði, sem þar væru á hverju strái. Þar verður ekkert fólk gamalt lengur, sagði hann, menn lifa of kæruleysislega. Það sem veitir mönnum langa og góða lífdaga er einfalt líf í sveit, mikið erfiði, mikið af á- vöxtum og grænmeti, og sopi af geitamjólk, við og við yfir daginn. Ég spurði dr. Pitskelaurl, sem starfar við líffræðideild háskól- ans í Tbilisi, hvort hann áliti að þessi matseðill væri það sem einhverju réði. Hann sagði: — Ég álít að það sem mestu ræður um þetta sé það að þetta háaldraða fólk lifir í friði og ró fyrir utan há- vaða og hraða heimsins, það lifir raunar sama lífi og forfeður þeirra hafa gert í fleiri aldir. Þessir bændur vinna mikið og hafa alltaf verið sjálfstæðir. Þeir skipta sólarhringnum niður á milli vinnu og hvíldar, fara snemma á fætur og snemma í rúmið. Það er margt af þessu 100 ára gamla fólki í Georgíu, sem enn- þá vinnur fulla vinnu. Sumir vinna á tóbaksplantekrum, aðrir eru fjárhirðar í fjöllunum. Um 400 manns, sem hafa náð hundrað ára aldri, hafa verið til rannsókna við líffræðideildina í Tblisi, og þeir hafa allir margt sameiginlegt. Þeir borða aldrei feitt kjöt. Súrmjólk, grænmeti og ávextir eru daglega á borðum þeirra .Flestir búa í fjallahéruð- um, þar sem loftið er létt og hreint. Flestir neita lítið áfengis og tóbaks, en þeir prédika ekki bindindi. Hér er ein góð saga frá Tblisi: Blaðamaður var að tala við einn öldunginn, sem var yfir 100 ára, og sagði að hann hefði aldrei reykt eða smakkað vodka. — Það er þá þessvegna, sem þér hafið náð svo háum aldri, sagði blaðamaðurinn. — En hvað gengur annars á í næsta her- bergi. — Það er bróðir minn, sem er 115 ára. Hann hefur fengið sér einum of mikið neðan í því, og nú er hann að skamma konuna sína fyrir það að hún hefur týnt pípunni hans .... Dr. Pitskelauri segir: — Við höfum rannsakað þessa 400 öldunga mjög nákvæmlega. Spurt þá um matarvenjur, vinnuhraða og afköst, svefnþörf, kynferðislíf og fleira þessháttar. Það er mjög merkilegt hve margir þeirra halda kynorku í hárri elli. Nýtízkulegt stórborg- arlíf lamar kynorkuna með alls konar taugaspennu, hjónaskiln- uðum og fleiru þessháttar. Yfir- leitt segjast öldungarnir hafa hfað í hamingjusömum hjóna- böndum. Þeir eiga líka mörg börn. Þeir sem missa maka sinn, giftast oftast aftur, þótt þeir séu háaldraðir. í bænum Merkula, nokkra kílómetra frá sumarparadísinni Suchumi við Svarta hafið, býr bóndinn Micha Amkuab. Þótt hann sé orðinn 106 ára, fer hann ríðandi á sumrin, 12 kílómetra veg, niður að sjónum til að synda. Honum þykir kjöt mjög gott, helzt teinsteikt, og hann drekkur þrúguvín með matnum. — En ég kemst ekki af án þess að hafa kvenmann, segir hann. Seinni kona hans er 70 ára og yngsti sonurinn 25 ára. Annar af þessum kjarnakörl- um, sem er yfir 100 ára, er Sjaangari Besjana, frá bænum Tamjs, sem er iíka í nágrenni Suchumi. Hann er 146 ára, kvæntist í fyrsta sinn 50 ára, átti 8 börn með fyrstu konunni, og hefur lifað þau öll, og síðar fleiri, ásamt tveim síðari konum sínum, sem líka eru látnar á undan honum. Annars eru það oftar konurn- ar, sem verða svo háaldraðar. Af 21.700 aldargömlum manneskj- um í Sovétríkjunum eru aðeins þriðjungur karlmenn. En þeir sem slá met hvað ald- ur snertir, eru venjulega karl- Framhald á bls. 29. 46. tbi. viICAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.