Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 10
SAGAN QTRULEGA Tsíen Hsúe-sén. Hann var talinn einn af fremstu vísindamönnum Bandaríkjanna í eldflaugatækni, og honum var þakkað hve fljótt Kínverjum tókst að smíða eldflaugar með kjarnorkuhleðslu. Það vakti mikla furðu, hve fljótt Kínverjum tókst að smíða sér kjarnorku- og vetnis- sprengjur og eldflaug- ar til að bera þær. En skýringarinnar þarf ekki lengi að leita. Þeir tveir vísindamenn, sem öðrum fremur eiga heiðurinn af þessum afrekum, námu fræði sín við beztu skóla Bandaríkjanna í sér- greinum sínum og voru sjálfir árum saman í röð fremstu eldflauga- og kjarnorkufræðinga Ameríku. Þarværu þeir líklega ennþá, ef Mc- Carthy og fleiri ólukku- fuglar hefðu ekki kom- ið til sögunnar. Þann sextánda október 1964, klukkan nákvæmlega þrjú sam- kvæmt Pekingtíma, sveið eld- hnöttur hausthimininn yfir Lop Nor og eyðimörkinni Takla Makan í fylkinu Sinkíang, sem Rauða-Kína ræður yfir. Ógn- vekjandi, purpuralitum bjarma sló á ófrjóa flatneskjuna. Til- finninganæmar „nasaholurnar" á bandarísku flugvélunum af þeirri frægu gerð U-2, sem ristu rákir í geyminn í háloftunum yfir Kina, drógu að sér geisla- virkt ryk. Hinum megin á hnettinum, í heils heims fjarlægð frá Lop Nor, höfðu fá Ijós enn verið kveikt í Washington. Flestir Bandaríkjamenn sváfu svefni hinna réttlátu er símahringing- ar rufu kyrrðina í Pentagon og Hvita húsinu. Þegar kom fram á daginn, fullvissuðu leiðtogar Bandaríkjanna þjóð sína um að fyrsta kínverska kjarnorku- sprengjan væri klaufalega gerð og frumstæð, eftir því sem gerist um slík vopn. Johnson forseti sagði: „Hern- aðarleg þýðing þessa atburðar skyldi ekki ofmetin. Frá fyrstu tilraun með kjarnorkusprengju hljóta að líða mörg ár, uns til verða birgðir af öruggum kjarn- orkuvopnum og nothæf tæki til að beita þeim.“ í Moskvu var Rússum aðeins sagt frá atburðinum með ólund- arlegri einnar línu tilkynningu í blöðunum. Þar í landi voru menn allir í uppnámi vegna falls Níkíta Krúsjeffs, sem steypt hafði verið af stóli daginn áður. En gagnstætt Bandaríkjamönn- um, er voru grónir við þá hug- mynd að Kínverjar væru svo langt aftur úr hinum stórveld- unum á tæknilega sviðinu, að svo til vonlaust væri alð þeir næðu þeim nokkurn tíma, þá gerðu Rússarnir sér engar gyllivonir varðandi getu eða vangetu Kína. Það var meinlegt bragð af sög- unnar hálfu að Bandaríkin og Rússland, sem bæði höfðu eitt sinn litið á Kína sem áreiðan- legan bandamann og bæði veitt því talsverðan stuðning til að komast inn í kjarnorkuklúbbinn, skyldu nú vera allra ríkja skelfdust yfir líkunum á þátt- töku Kínverja í þeim hinum sama klúbbi. Áhyggjur þeirra færðust allar í aukana tæpum þremur árum síðar, þegar Kína sprengdi sína fyrstu vetnis- sprengju. Rússar höfðu hjálpað Kínverj- um af stjórnmálaástæðum. Hjálp Bandaríkjanna til sömu aðila var á þann veg, að margir aðilar í ábyrgðarstöðum kölluðu þá framkvæmd óviðjafnanlegan aulaskap. Móðursýkilegur ótti við að „rauðliðar“ lægju í leyni undir hverju rúmi kom Banda- ríkjamönnum til að láta frá sér fara þýðingarmikla menn — tvo sérstaklega — sem breyttu Rauða-Kína fljótlega úr nem- anda í kjarnorkuklúbbnum í fullgildan meðlim, með því að koma kjarnorkusprengju fyrir í oddi eldflaugar. Það var því ef til vill tími til þess kominn fyrir Tsíen Hsúe- sén og Sjaó Sjung-jaó, tvo að- almennina í kjarnorkuáætlun Kína, og aðra kínverska vísinda- menn, sem þjálfaðir höfðu verið á Vesturlöndum, að kjamsa á sætbeisku bragði hefndarinnar. Eldflaugasnillingurinn Tsíen og kjarnorkusprengjusmiðurinn Sjaó, útskrifaðir úr California Institute of Technology, mundu báðir vel Bandaríkin, þegar galdraofsóknir McCarthy-tím- ans gerðu þá þar óvelkomna gesti. Einhverjir í Bandaríkjunum minntust nú orða eins þarlends embættismanns um dr. Tsíen: „Ég mæli með því að hann sé fremur skotinn en látinn yfir- gefa landið. Hann veit of mik- ið.“ En Tsíen fór. Það gerði Sjaó líka. Það gerðu líka um átta- tíu aðrir efnilegir kínverskir vís- indamenn, sem á tímabilinu milli 1930 og ‘50 höfðu gelið sér gott orð við suma fremstu há- skóla Bandaríkjanna. Þeir tóku með sér ósköpin öll af beiskju og dýra sjóði af upplýsingum, sem þeir höfðu aflað sér meðan leiðtogar Bandaríkjanna litu á þá sem vini og bandamenn. Eðl- isfi-æðingurinn Sjaó hafði áður góðfúslega fengið að fylgjast með kjarnorkuáætlun Banda- ríkjanna, en síðan var tekið að sýna honum tortryggni, og sú skuggalega saga endaði með því að hann slapp frá Bandaríkjun- um, þrátt fyrir örvæntingarfull- ar tilraunir yfirvaldanna þar til að stöðva hann. Kvalræðasaga Tsíens, hins ljúfmannlega snill- ings í eldflaugatækni, varð lengri. Hinum bandaríska heimi H. S. Tsien, eins og hann kallaði sig meðan hann var í Kaliforníu,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.