Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 43
nwood
aðra í þessum efnum og urðum því
að vera gott fordæmi hvað þetta
snerti, og tókst það oftast.
Einu sinni að loknum erfiðum
vinnudegi fannst okkur tilhlýðilegt
að fá okkur eina. Þetta var á púrt-
vínsöldinni. En allir voru blankir og
ég sagði:
Ég skal sjá hvort það er ekki
hægt að slá út eina flösku.
Það var maður sem við skulum
kalla Kalla á Hóli. Ég man, að það
var slydda og leiðindaveður þetta
kvöld. Ég fór til hans og sagði:
Ég ætla að fá hjá þér, Kalli minn,
tvær flöskur af púrtvíni.
Já-já, segir hann.
Svo tók ég flöskurnar, stakk þeim
inn á mig og sagði:
Ég skal borga þér þetta á morg-
un. Þú sækir aurana til mín niður
( Edinborg.
Jú-jú, hann sagði að það væri í
lagi.
Næsta dag kallar pabbi minn á
mig og segir:
Heyrðu, vinur minn. Þekkir þú
nokkuð Kalla á Hóli?
Já-já, segi ég. Ég þekki hann.
Hvað gerir hann?
Hann er heilsulaus og lifir á því
að selja flösku og flösku.
Ert þú einhver kúnni hjá honum?
Nei-nei, segi ég. Af hverju held-
urðu það?
Það kom hérna einhver maður
eða piltur. Hann spurði eftir mér,
og þegar hann kom inn, lokaði
hann öllum hurðum, gekk að mér
og sagði:
Heyrðu, Geiri! Ég á að ná í tutt-
ugu kall hjá þér fyrir tvo hnaila,
sem þú fékkst hjá Kalla á Hóli í
gærkveldi.
Strákurinn hafði ruglað þarna
saman okkur feðgunum og náð í
pabba ! staðinn fyrir mig. Kalli var
voðalega leiður,. þegar ég sagði
honum, að hann hefði komið' mér
í bölvun með þessu.
HARALDUR BJÖRNSSON
OG HIMNARÍKI.
Við ferðuðumst oft um landið á
vegum stjórnmálaflokkanna. Venju-
lega var okkur fagnað innilega, en
hins vegar geispaði fólkið stundum
yfir ræðum pólitíkusanna eins og
gengur. Einu sinni var ég í slíkum
leiðangri með Brynjólfi Jóhannes-
syni. Ég segi alltaf, að Brynjólfur
sé bezti leikari sem við eigum. —
Hann getur leikið alvarleg hlutverk,
og þá tekur fólk hann alvarlega.
Og hann getur leikið í gamanleikj-
um, og þá vekur hann gleði. Nú,
við vorum að skemmta eitt sinn
sem oftar. Salurinn var hálftómur,
en það var fullt af fólki fyrir utan,
því að það átti að vera ball á eft-
ir. Fyrst töluðu pólitíkusarnir, en
síðan skemmtum við, en salurinn
var hálftómur allan tímann. Þegar
við vorum búnir og komnir á bak
við tjaldið, heyrðum við að einhver
kallaði:
Þeir eru farnir!
Og þá þusti fólkið inn í salinn,
því að ballið átti senn að byrja.
Brynjólfur var ægilega reiður yf-
ir þessum móttökum.
I einni af þessum ferðum sagði
ég oft sögu af Haraldi Björnssyni,
sem vakti mikla kátínu. Þetta var
draumur. Mér fannst ég væri dauð-
ur og væri á leiðinni til himnaríkis.
Ég sá hvar Haraldur Björnsson
skálmaði á undan mér í áttina að
hinu gullna hliði.
Pétur kom til dyra og hleypti
Haraldi inn. Mér varð strax rórra
og sagði við sjálfan mig:
Fyrst Haraldur Björnsson fær að
fara, þá er ekki mikil hætta á að
mér verði úthýst.
Svo kom ég að hliðinu. Ég bank-
aði og Lykla-Pétur kom til dyra. Ég
sagði honum hvað ég héti, og hann
kannaðist strax við mig. Ég var hel-
víti montinn yfir því, að hann skyldi
þekkja mig og spurði hvort ég fengi
ekki að fara inn.
Nei,' ekki aldeilis, sagði Lykla-
Pétur. Leikarar fá ekki inngöngu !
himnaríki.
Nú, það var skrýtið, sagði ég.
Varstu ekki rétt í þessu að hleypa
honum Haraldi Björnssyni inn?
Jú, honum, svaraði Lykla-Pétur
og hló. Flann er sko enginn and-
skotans leikari.
Haraldur heyrði þessa sögu og
hafði mjög gaman af henni.
HALLI, VILTU SNAPS?
— Þurftuð þið ekki oft að bjarga
ykkur út úr klípum á sviðinu?
— Jú-jú. En það kom venjulega
af sjálfu sér. Þegar maðúr var kom-
inn inn á sviðið, reyndi maður aS
vera svolítið kaldur, og þetta bjarg-
aðist alltaf.
Ég man eftir einum ágætum
manni í Þorláki þreytta. Hann lék
smáhlutverk og við töluðumst við
í fyrsta þætti. Hann kunni aldrei.
En ég rabbaði við hann svona um
daginn og veginn og lét þetta halda
AUKIN ÞÆGINDI
AUKIN HIBYLAPRYDI
Við erurn
sammála
UPPÞVOTTAVÉLIN
ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK.
H PÆRIVÉLI N
ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN
VENJULEG HRÆRIVÉL.
KENWOOD hrærivélin býð-
upp á fleiri hjálpartæki en
nokkur önnur hrærivél, til
þess að létta störf húsmóð-
urinnar. KENWOOD hræri-
vélin er auðveld og þægileg
í notkun.
Kynnið yður Kenwood og þér
kaupið Kenwood hrærivélina.
Verð kr. 5.900.—
KENWOOD uppþvotta-
vélin er með 2000 w.
suðuel.ementi. Tekur í
einu fullkominn borð-
búnað fyrir 6 og hana er
hægt að staðsetja hvar
sem er í eldhúsinu. Inn-
byggð. Frístandandi eða
ijest upp á vegg.
Verð kr. 14.400,-
— Viðger&a og varahlutaþjónusta — i
Simi
11687
21240
Mekla
iééi /i
LILUU
LILUU
LILUU
LILl
LELJll BINDI ERU BETRI Fást í næstu búS
46. tw. VIKAN 43