Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 51

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 51
TÍ6RISTÖNN Framhald af bls. 15. mann urðu köld og eitthvað grimmd- arlegt bærðist hið innra með þeim. — Þú hefðir ótt að vekja athygli mína ó þessum tveimur fyrr. Þetta var alvarleg vanræksla. Liebmann stóð grafkyrr og naut óttans sem hann fann með sjálfum sér. Hann beið í nokkrar sekúndur og sagði svo: — Hve fljótt verða þau komin hingað? — Eftir átta daga eða minna. Það var fullvissa í rödd Karz. Kol- svört augun urðu allt í einu tóm. Liebmann vissi að Karz hafði varp- að frá sér umhugsunarefninu, ger- samlega ýtt því til hliðar. í huga hans voru nú einhver önnur atriði þessarar fyrirferðamiklu og flóknu áætlunar. Hann myndi sitja svona hvort heldur væri fimm mínútur eða fimm klukkustundir, þar til hugur hans hefði krufið vandamálið til mergjar. Liebman uppgötvaði að hann hélt enn á skeytinu f höndunum. Hann las það aftur, setti það svo á borðið og fór hljóðlega út úr herberginu. 13. AAyntuilmur kryddaði hlýtt loftið yfir hæðunum í Tangier. Vestan við borgina úti við ströndina, þar sem sjá mátti yfir sundið til spönsku strandarinnar var svæðið sem kall- að er Fjallið, þar sem glæsileg ein- býlishús og litlar hallir stóðu í sinni þöglu einangrun í skógi vöxnum hlíðunum. Fraser fikraði sig hægt um milli trjánna. Hann var ( ódýrum, krumpnum, rjómagulum jakka og gráum flannelsbuxux, bláum sokk- um með nýja, gula sandala. Hann var sólbrenndur á nefinu og enn- inu. Sæmilega góð myndavél dingl- aði um öxl hans. Undir jakkanum var hann í linri, rjómagulri skyrtu, með þverröndótt bindi og læpulegu ermalausu peysuvesti. Nú sá hann glampa á sundlaug- ina milli trjánna og húsið fyrir handan. Sundlaugin var tuttugu metra löng og fimm metra breið. Umhverfis allan garðinn var gerði úr dvergfuru. Innan við dvergfuru- ferningin glitti í skærlit blóm í vel hirtum blómabeðum. Þegar hann kom nær sá hann að blómabeðin voru stór, steinsteypt trog sem graf- in höfðu verið niður í jörðina og fyllt með frórri mold. Á breiðri, flísalagaðri stéttinni umhverfis sundlaugina stóð sólbekkur undir yfirbreiðslu, nokkrir garðstólar og tvö borð með stórum, marglitum sólhlffum yfir. Framhald f næsta blaði. 23“ TEAK-TÆKI KRÓMUR 19.890.- 10% AFSLÁTTUR GEGN STAÐGREIÐSLU. EINKAUMBÓÐ Á ÍSLANDI: Hafnarstræfi 23 Söiuumboð: KAUPFÉLÖG UM LAND ALLT. Stiilingar og viðgerSir: RADIOSTOFAN, ÖÐINSGÖTU 2. 46. tbi. VIKAN 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.