Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 31
Hvernig Kína
fékk bombuna
Framhald af bls. 11.
um kommúnista meSan hinir
örvæntingarfullu dagar krepp-
unnar miklu stóðu yfir. Og hann
lét skýrslurnar ganga sam-
vizkulega til yfirmanns síns. í
Suður-Kaliforníu logaði allt á
þessum tímum í bardögum milli
lögreglunnar og kommúnista,
verkföllum, óeirðum, fjölda-
fundum og fýlusprengjuárásum á
kvikmyndahús.
Við engan voru kommúnistar
jafnhræddir og Rauð Hynes.
„Ef hann fengi að ráða, myndi
hann gera út af við kommúnista-
flokkinn í Kaliforníu", sagði
Kimple. „Rauður brauzt ixm á
fundina hjá þeim, hleypti þeim
upp gerði upptæk skjöl þeirra
og fangelsaði þá á grundvelli
hvaða ástæðu sem var — jafnvel
fyrir að hrækja á gangstéttirnar.
Þegar Rauður Hynes brauzt inn
á fundinn, fölnuðu kommúnist-
arnir.“
Margir litu svo á, að enginn
væri jafn duglegur að leysa upp
verkföll og flokkur hans. 1938
lagði borgarstjórinn í Los Ang-
eles sveit þeirra opinberlega
niður. Hynes og tveir félaga hans
fengu lítilfjörlegar stöður hjá
gagnnj ósnaþj ónustunni. En
Hynes taldi sig geta treyst að
minnsta kosti einum áhrifa-
miklum aðila. Hvenær sem J.
Edgar Hoover, yfirmaður FBI,
kom til Los Angeles, gerði Rauð-
ur allt hvað hann gat til að ná
fundi hans.
Kimple átti líka í erfiðleikum.
Kommúnistarnir voru farnir að
tortryggja hann og hindruðu
hann í að sækja suma fundi
þeirra. Þótt undarlegt kunni að
virðast, höfðu þeir Hynes og
Kimple þá þegar leikið sitt hlut-
verk í sögunni, hlutverk, sem
mundi í fyllingu tímans aðstoða
geysistórt, vanþróað kommún-
ískt stórveldi til að komast inn
í kjarnorkueldflaugaklúbbinn.
Áður en lögreglusveit Rauðs var
leyst upp, hafði gildru verið
komið fyrir. Tólf ár áttu eftir að
líða áður en verðmætasta veið-
in lenti í henni.
Kyrrlátar kvöldsamkomur í
Pasadena — eða voru það
kommúnískir sellufundir?
1963 dó maður að nafni
Theodore von Mármán, áttatíu
og eins árs að aldri. í flestra
augum var hann menntaður,
ungverskur Gyðingur, en burt-
séð frá því höfðu menn almennt
óljósar hugmyndir um hann. En
meðal vísindamanna var hann
þekktur sem snillingur, er kann-
að hafði leyndardóma vinds og
geims og látið eftir sig arf af
sigrum, sem gera myndu mönn-
um kleift að skjóta eldflaugum
lengra en nokkurn hafði áður
dreymt um. í augum Tsíen Hsúe-
sén var dr. von Kármán nánast
guðlegur. Þegar Tsíen kom til
Bandaríkjanna 1935 — hann
hafði fengið námsstyrk úr sjóðn-
um, sem Bandaríkin höfðu
myndað úr sínum hlut af skaða-
bótunum, sem Kína greiddi eft-
ir Boxarauppreisnina — var vís-
indadeild von Kármáns í Caltech
— Aeronautics Department —
þegar í miklum hávegum höfð,
og aðeins þeir, sem vildu gang-
ast undir hinn strangasta aga,
gátu gert sér vonir um að fá þar
inngöngu til vinnu og náms.
Tsíen skorti hvorki hæfileka eða
sjálfsaga. Eftir að hafa tekið
magisterpróf við Massachusetts
Insitute of Technoloy 1936, flýtti
hann sér að stefna þangað sem
hugur hans stóð til, ákveðinn í
að verða Ph. D. í loftaflsfræði
(aerodynamer), þessari ungu
vísindagrein, sem gripið hafði
athygli hans meðan hann nam
í Nýja Englandi. í Caltech var
honum fagnað meira en flest-
um stúdentum öðrum, sem feng-
ið höfðu inngöngu í skólann í
sjötíu og fimm ára sögu hans.
Tsíen var þá aðeins tuttugu og
sex ára að aldri, sonur skóla-
manns í Sjanghaí. Hann var svo
altekinn af verki sínu að mörg-
um fannst hann óháttvís. Hann
hafði andstyggð á að ræða um
smámuni. Ef hann var í sam-
kvæmi, þar sem gestirnir gátu
ekki talað mál vísindanna, hætti
hann sjálfur fljótlega öllum
orðræðum.
Þegar Tsíen kom til Caltech,
hafði annar bráðsnjall Kínverji
þegar verið þar í tíu ár og getið
sér írægðarorð sem eðlisfræð-
ingur af fyrstu gráðu. Eins og
Tsíen var Sjaó Sjung-jaó frá
Sjanghaí. Hann drakk hvorki né
reykti, tók starf sitt grafalvar-
lega og dáði klassíska tónlist.
Gagnstætt því sem var um landa
hans, var Sjaó í engum vandr-
æðum með að afla sér kunningja
meðal Bandarikjamanna jafnt og
Kínverja og hafði gaman af að
leika tennis. Báðir lifðu þeir fyr-
ir starf sitt. Skólinn var allt
þeirra líf.
í Kaliforníu var heldur lítið
um vinsemd gagnvart Kínverj-
um. í Pasadena yggldu menn
sig, er þeir sáu menn gula á
húð — jafnvel enn meira en ef
þeir sáu Negra. Tsíen og Sjaó
áttu sér fátt vina utan skólans.
Kínverjarnir tveir hneigðust
eðlilega helzt til félagsskapar
við þá, sem mátu þá einungis
eftir hæfileikum þeirra.
Ef Tsíen hefði ekki kunnað að
aka bíl og átt bíl, hefði saga
hans — og sagan í heild — ef til
vill orðið önnur en hún varð.
Dr. Sidney Weinbaum, eðlis-
fræðingur í Caltech, kunni ekki
á bíl. Hinn kínverski vinur hans,
sem var ellefu árum yngri en
hann, kunni það hinsvegar. Þar
að auki líkaði þeim báðum vel
að hlusta á klassíska músík. Svo
að dr. Weinbaum bað hinn
feimna, unga starfsfélaga sinn
öðru hvoru að aka sér heim til
vina sinna víðsvegar í Pasadena,
að því er virtist til að eiga þar
róleg kvöld með góðri tónlist og
gáíulegum viðx’æðum.
í raun og veru, og ef til vill
óafvitandi og ekki af ásettu ráði,
var Tsíen þarna kominn í bland
við svokallaða „Professional
Unit 122, Pasadena Section,
Communist Party of the United
States.“
Árið 1938 úði og grúði af slík-
um einingum og sellum komm-
únista í Los Angeles. Þátttak-
endur í þeim voru af allskonar
sauðahúsum. Þar á meðal voru
læknar, lögfræðingar, rithöfund-
ar sem skrifuðu kvikmynda-
handrit, teiknarar, vísindamenn
og skólakennarar.
Eining 122 var einkennilega
saman sett, eins og kom fram
síðar við rannsóknir af hálfu yf-
irvaldanna. Allnokkrir eðlis-
fræðingar voru þar í hópi. Þeirra
á meðal var sérvitur prófessor,
Frank J. Malina að nafni, sem
lét sig dreyma um að skjóta
rakettum til tunglsins og hlaut
háð og spott fyrir, unz hann
sannaði að draumur hans gat
rætzt. Þarna var líka dr. Frank
Oppenheimer, vísindamaður og
bróðir hins fræga eðlisfræðings
dr. J. Robert Oppenheimer. í
hópnum var líka efnafræðingur,
nýútskrifaður stúdent og bún-
ingateiknari, sem vann hjá kvik-
myndafyrirtæki. Sjaldan komu
fleiri en fimmtán saman á fund.
Sú taug, sem hélt þeim saman,
var persónuleiki dr. Sidneys
Weinbaums.
Fundir í sellunni voru yfirleitt
haldnir vikulega. Dr. Weinbaum
naut félagsskapar hinna, sem
eins og hann voru með hugann
fullan af skuggalegum fyrirboð-
um og hlustuðu af samúð á sjón-
armið hans um möguleikana á
að bjarga heiminum, þótt þau
væru dálítið óljós. Dr. Wein-
baum var sannfærður um, að
atburðirnir í Evrópu 1938 væru
undanfari hræðilegra ófara.
Adolf Hitler hafði þegar hremmt
Austurríki. í ítalíu hafði Benito
Mussolini heitið nasíska for-
ingjanum fullum stuðningi sín-
um. Borgarastyrjöldin á Spáni
var orðin að tilraunastarfsemi
fyrir aðra heimsstyrjöld. í Kína
höfðu hinir keisaralegu herir
Japans ruplað Tíentsin og Nan-
king og hremmt Sjanghaí og
Peking. í Bandaríkjunum lágu
afleiðingar kreppunnar miklu
enn eins og mara á lífi manna.
Stundum komu vinir Wein-
baums saman heima hjá honum
í Pasadena, en stundum heima
hjá öðrum meðlimum klíkunnar.
Dr. Tsíen var fastagestur. Hann
svalg hinar hástemmdu, þung-
lyndislegu samræður, sem fram
fóru, og tónlistina, sem var
rjóminn á öllu saman. Sjálfur
lék Tsíen á blokkflautu í frí-
stundum. Weinbaum þótti gam-
Notið það bezta!
Þér munuð elska 9-V-A „hórspray".
9-V-A með B-vitamini hefur ekki
lakk í . . . Kristaltær úðun, sem
heldur hárinu miúku. — Auðvelt í
notkun, sama hve oft það er not-
að . . . því oftar, því betra. Það
! gerir B-vitaminið sem bætt er í það,
og hin dásamlega parfumeraða lykt.
Þér munuð elska 9-V-A „hárspray".
ÍSLENZK-
3/67
cJl'Meríólzci f
46. tbi. VIKAN 31