Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 46

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 46
 VIKAN OG HEIMILfD ritstjóri: Gudrídur Gisladöttir. Gengið í búðir / dag förum viff affeins í eina verzlun og lítum þar á lamya, en þaff er RAFBÚÐ í Domus Medica á Egilsgötu 3. Margar liafa áreiðanlega séff suma þessa lampa áffur « myndum, án þess að vita, aö þar vær um nokkurs konar listmuni aff ræöa. Paul Henningsen heitir danskur maöur og má eflaust telja hann brautryöjenda í nútíma lampagerö, og á heimssýningu, sem haldin var í Barcelona 1929 fékk liann gullverölaun fyrir frábæra lampa. Síöan má eiginlega telja alla hans lartvpa sígilda, og varla er sú húsgagna- eöa innréttingasýning í Danmörku og víöar un heim, aö ekki sé PH lampa þar aö finna. Sumir þessara lampa fást núna i RAFBÚÐ, en þeir þykja sérstaklega formfallegir og svo haganlega geröir, aö sama er hvernig þeim er snúiö, IjósiÖ fellur aldrei óþcegilega í augu manns. FltJiri lampa eftir þékkta listamenn er hér aó finna, t. d. Alvar Aalto, finnska arkitektinn, sem teiknaöi Norræna húsiö hér á Háskólalóöinni. Svo er þarna líka lampinn góöi, sem íslendingurnir Jón Ólafsson og P.B. Lúthersson fengu verölaun fyrir, eins og margir muna. Ehi cr sú nýjung í þessari búö (a. m. k. hef ég ekki oröiö vör viö hana annars staðarJ, aö verzlunin lánar fólki nokkra lampa heim og sendir rafvirkja meö til aö tengju þá lauslega, svo aö fólk sjái betur, hvaö fellur vel inn í stofuna heima hjá því. Sú þjónusta kostar ekkert aukalega annaö en tímakaup rafvirkj- ans, en er aö mínu áliti aldeílis ágæt og til fyrirmyndar. Eigandi RAFBÚÐAR- INNAR, Gunnur Guðmundsson, virffist stefna í rétta átt, bæffi hvaö lampaval og þjónustu snertir. Hér sjáið þið Paul Henningsen sjálfan með nokkra af lömpum sínum. Sá tsóri í miðið verður ekki til sölu fyrst um sinn, hann er það dýr, en hægt er að panta hann og fleiri lampa eftir myndum í búðinni. Þetta eru' tvær tegundir PH lampa, báðir ætlaðir fyrir lágt ljós. Sá stærri, t. v., kostar 3 219,00 kr., en minni lampinn, t. h., sem einnig er mjög fallegur, kostar 1.300,00 kr. í gráum eða hvítum lit, en mislitir kosta þeir 1.340,00 kr. Þetta eru nýstárlegir lampar að mörgu leyti. Stærðina sjáið þið á myndinni mið- að við eldspýtustokk. Lampinn er það litill, að auðvelt er að taka hann með sér hvert sem farið er, jafnvel í löng ferða- lög, því að hægt er að fá hann í ferða- hylki og tekur hann þá sáralítið rúm. Hann getur hvort sem er staðið eða hang- ið á vegg, en það bezta við hann er þó, að hann hefur tvenns konar Ijósstyrk, hægt er að stilla hann á sterkt, hvítt ljós og svo aftur á daufara og mildara ljós. Fæst í rauðu, svörtu og gráu og kostar 1.378,00 kr. Sérstaklega fallegur lampi, ætlaður yfir borðstofuborð, eða annars staðar, þar sem lágt ljós er æskilegt. Hann er frá Fog & Mörup í Danmörku og teiknaður af Andreas Hansen. Hann var ekki til, þegar ég kom í búðina, en var þá væntanlegur bráðlega. Verðið á honum er 1.350,00 kr. Lampinri teikncður af íslendingunum Jóni Olafssyni og P. B. Lút- berssyni. Hann er nokkuð dýr, eða 4.900,00 kr., en nokkur stykki verða til sölu til að byrja með í búðinni. Lampar teiknaðir af finnska arkitekt- inum Alvar Aalto, sá hvíti kostar 3.000,00 kr,, en sá dökki 1.750,00 kr. 4(j VIKAN 46’tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.