Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 23
hann fyrirlitlega. — Hafðirðu annars ekki ákveðið að flytjast frá London, áður en þú varst svo mikið sem sást húsið? Nei, það liggur eitthvað meira á bak við þetta. — Sé svo get ég ekki gert mér grein fyrir því að það sé nokk- uð sem þér .... — Jú, auðvitað. Allt sem þér viðemur kemur mér í hæsta máta við. Við erum þó alltént vinir, er það ekki? Hann mætti hikandi augnaráði hennar, án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna. — Þú hefðir getað leigt út eignina og haldið áfram þínu starfi í London. — Hefðir þú gert það — und- ir sömu kringumstæðum? — Þú átt við með árstekjum upp á nærri áttatíu þúsund? Nei, sennilega ekki. Með lágum hlátri lagði Martin annan öklann yfir hnéð á hinum fætinum og hisj- aði upp um sig sokkinn. — Gamli maðurinn sýndi þér mik- inn heiður og traust. Hann var slunginn um öll sín mál. — Mér hefur skilizt það. Adrienne lyfti handleggnum og benti niður til kastalans. — Bjó ekki Catherine Parr á Sudly einu sinni? Hann svaraði, án þess að snúa til höfðinu. — Jú .... Anne Anne Boylen naut heilsusam- legs loftsins þar og Katharina af Aragon dvaldi þar líka, nógu lengi til að sauma út skjaldar- merkið sitt í hökul sem nú er í kirkjunni í Winchombe. Það er athyglisvert að skjaldarmerki hennar voru granateplið og stjúpmóðurblómið og . hann hallaði sér áfram og sló blómið úr hönd hennar, — annað nafn á þessu vesalings blómi er „brostin ást“ -— sem aftur bein- ir athyglinni að hvarfi þínu úr auglýsingastarfinu. Hann krsos- lagði handleggina og horfi vin- gjarnlega á hana. — Segðu mér hvernig hann var. Adrienne kipptist við og leit á hann. — Geoffrey Challoner, bætti hann við, áður en hún gat nokkuð sagt. — Það hjálpar kannske að tala um hann. Vin- álta — gleymdu því ekki. Bros hans var ótrúlega opið og frjáls- legt, þegar hann lagði hönd sína yfir hennar. — Ég er búinn að segja þér að augu þín koma fyllilega upp um þig, og þú hefur andlit sem á ekki auðvelt með að gera sér upp svip. Hún dró að sér höndina og bæði litu á blómið sem fallið hafði til jarðar og lá eins og litaðir flauelsblettir á grasinu. — Sir John og ég vorum góð- ir vinir, hélt hann áfram. — Hann talaði oft um þig. — Hann þekkti mig ekki einu sinni. Við hittumst aldrei, sagði Adrienne vantrúuð. — Jú, hann þekkti þig vel. Hann byrjaði að fylgjast með þér fyrir mörgum árum, mjög laumulega og að sjálfsögðu. Það var ekki margt sem gerðist í þínu lífi sem hann vissi ekki um. Hann fylgdist af miklum áhuga með framgangi þínum í starfi og var meira að segja rogginn yfir því að þú myndir sennilega enda sem stjórnarmeðlimur fyrirtæk- isins. Hún fann að hún roðnaði af hneykslun. — Hversvegna ræddi Sir John um mig við þig? Hann hafði engan rétt til þess. — Hann hafði allan rétt til þess. Mér finnst ekki að þú getir með nokkrum gildum rökum haft á móti því að hann hafi sýnt þér ríkulegan áhuga, og hann hefur borgað vel fyrir þau forréttindi. Hann tók upp síga- retturnar, kveikti í einni og rétti henni. Hann hélt áfram að tala, án þess að virðast taka eftir því að hún horfði eins og himin- fallin á hann. — Þegar þú fórst að vera með þessum Challoner varð Sir John rauverulega hræddur. Já, hann sór að ef þú tækir að búa með Challoner myndi hann svipta þig arfinum, þegar í stað, en eins og öll góð og falleg ævintýr, endaði það vel. Challoner var ekki þín týpa, sagði hann við mig. Þar með urðu það örlög mín að verða vitni að því að þú ákveðst að segja vini þínum upp og halda áfram að vera á þínum stað í erfðaskránni. Rólegur og vin- gjarnlegur hreimurinn kom illa við Adrienne. — Ætlarðu að segja mér að þú hefðir hlotið arfinn ef við Geoffrey hefðum haldið áfram að vera vinir? — Vinir. Nei. Hann hristi höf- uðið. — En þú verður að viður- kenna að það var möguleiki fyr- ir sterkara sambandi sem ef til vill hefði fengið á sig löglegri blæ, þar til þú Hm . opnaðir augun. Það hefur þá sennilega verið þú sem réðst hinum gamla vini þínum til að grennslast einnig fyrir um Geoffrey, eða hvað? Martin kveinkaði sér við kald- hæðnislegan raddblæ hennar og tók eftir áherzlunni sem hún lagði á „gamla vini þínum.“ — Nei, það var ekki mitt uppátæki. Ég hefði bara verið fenginn ef þú hefðir stungið af með hinum óstöðuglynda Geoffrey. Hann hallaði sér aftur á bak, spennti greipar um hné og starði í gegn- um sígarettureykinn, yfir í hina dalshlíðina. — En um leið og ég las skýrsluna um Challoner vissi ég að ég gat hvatt hverja þá von, sem ég hafði áður. Menn eins og hann vilja eiga bæði í poka og sekk, afsala sér ekki einum gæð- um fyrir önnur. Það var augljóst frá upphafi, og fyrra líferni hans staðfesti það, að hann hafði alls ekki í hyggju að segja skil- ið við það, sem hann átti á sínu góða heimili. Þar að auki átti hann alltfyrirgefandi og undir- gefna konu, sem tilbað rykið sem hann gekk á. Adrienne reis á fætur og lagði af stað sömu leið og þau höfðu komið. Hann fór á eftir henni, tók um handlegginn á henni og stöðvaði hana. — Hvert ertu nú að fara? Hún sneri sér við og augu hennar skutu gneistum. — Ef þú heldur að ég ætli bara að sitja þarna og hlusta á lítillækkandi endurminningar þínar um nán- ustu fortíð mína, ferðu hrapa- lega villur vegar. Þetta er senni- lega kært umræðuefni í þorps- slúðrinu líka. — Nei, að Sophiu March und- anskilinni, get ég fullvissað þig um að hann trúði engum fyrir því sem hann hugsaði eða gerði og hún veit fjarska lítið. Hann sá tortryggnina í dimmbláum augunum. — Ég hef heldur aldrei rætt um þig eða þín málefni við Sophiu, svo mikið sem einu sinni. Þar að auki er ég viss um að Sir John hefði heldur ekki sagt neitt. um þetta við mig, ef þú hefðir ekki farið til Rómar með Challoner. Það olli honum miklum áhyggjum. Hann leiddi hana aftur að trjástofninum og fann að hún var reiðubúin að hlusta á það, sem hann hafði að segja, því hún gerði ekki at- hugasemd við að hann hélt um handlegginn á henni. Þegar þau voru sezt aftur sneri hann sér að henni með opnum, alvarleg- um svip: — Ég held að þú getir aldrei skilið til fulls hve vænt Sir John þótti um þig. Ég veit að þið hittust aldrei, en hann leit bókstaflega talað á þig sem sínu einustu dóttur, og hvort sem þú trúir því eða ekki, held ég í alvöru að hann hafi að verulegu leyti flutt ást sína á móður þinni yfir á þig. Allar manneskjur, meira að segja þær sem virðast harðar og tiifinningalausar, eins og John Bamber, þurfa að skrifta fyrir einhverjum, við og við á ævinni. Það vildi svo til að ég var við hendina og ég hef nógu mikið sjálfsálit til að telja mér trú um að hann hafði vitað að hann gat treyst því að ég færi ekki lengra með það. Eftir öllu að dæma hafði hann haldið sig út af fyrir sig alla sína ævi og ég efast um að nokkur hafi yf- irleitt vitað um tilfinningar hans, í garð móður þinnar, fyrr en hann á sínum efri árum fékk lögfræðinginn til að semja erfða- skrána. Hann lyfti hendinni og strauk varlega lokk frá enninu á henni. — Þú sérð Adrienne að við erum á sama báti. Bæði höf- um við verið skammarlega svik- in af þeim sem við elskuðum. Hann dró andann djúpt og það komu kaldhæðnislegir drættir við munnvikin: — eða réttara sagt, sem við héldum að við elskuðum. Jæja, nú er því lokið og það bezta sem við getum gert er að halda áfram lífum okkar, eins og við höfum ekki farið í gegnum kvörnina. — Þú lætur þetta hljóma svo andstyggilega. — Er hægt að skýra svona svip öðruvísi, sagði hann ofur- lítið ögrandi. — Ætlarðu að gera þig að dómara í slíkum málum? Þetta hrökk út úr henni, áður en hún hafði hugsað sig um, en vissan um að hann var svo kunnugur máli hennar og Challoners var henni enni í sáru sinni. Hún kipptist við, þegar hún sá hver áhrif þessi beiska spurning hafði. Sársaukadrættir fóru yfir and- lit Martins, næstum eins og hún hefði rekið honum utanundir og rétt í svip leið hún raunverulega sálarkvöl. Átakanlega nakta þjáningu, svo gersamlega hjálp- arvana að hún gat aldrei gleymt því síðan. Á þessari stundu gjör- breyttist samband þeirra inn- byrðis, en hvorugt gerði sér grein fyrir því, fyrr en löngu, löngu seinna. En þegar Adrienne síðar hugsaði til baka, gerði hún sér ljóst að á þessari stundu tók hún að unna og skilja Martin Westbury. Hann var fljótur að ná sér aftur og svipur hans lýstist, þeg- ar hann drúpti höfði með stríðn- islegri undirgefni. — Þetta átti ég skilið, takk fyrir það. Ég hefði átt að biðja fyrirgefningar á því að hafa tal- að við þig eins og ég gerði, en þú varst nógu lipur til að svara fyrir þig. — Nei, því ég ætlaði ekki að segja þetta. Ég var reið af því hvað þú vissir mikið um Geof- frey og mig. Jafnvel þótt það sé ef til vill auðvirðilegt og fyr- irlitlegt í þínum augum var það ekki þannig ekki fyrir mig. Ég elskaði Geffrey mikið og einlæglega og þótt mér fyndist ég hafa orðið fyrir auðmýkingu, þegar því var öllu lokið, iðr- aðist ég einskis. Ég skammaðist mín ekki fyrir neitt sem ég gerði. Hversvegna er ég að segja honum þetta, hugsaði hún. Hún hafði aldrei haft það fyrir sið að trúa öðrum fyrir einkamál- um sínum og upp á síðkastið var hún orðin enn innilokaðri en áður. Var hún að reyna að verja hlutverk sitt í málinu? Og ef svo færi, hversvegna? Hverju máli skipti það þótt Matrin Westbury áliti hana auðvirði- lega kvenpersónu sem væri á hlaupum eftir eiginmönnum annarra? Henni kom það eins og leiftur af himni að þetta þýddi mjög mikið fyrir hana. Hún fann að hendurnar á henni skulfu og hún stakk þeim djúpt niður í vasana, til að fela þessa uppljóstrun um innri sálarfró. — Ég hefði gifst Geoffrey, Framhald á bls. 49. 46. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.