Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 16
ÞaS var svo líkt honum aS
spretta svona upp, utan úr þok-
unni, og auSvitaS meS stúlku í
eftirdragi. En hverju gat hún
SMÁSAGA
EFTIR
ELISABETU JACAB
egar hún renndi upp gluggatiöldunum, var muggan eins og múrveggur fyrir utan.
Hún tók stormjárnið af og ýtti glugganum upp á gátt, stakk höfðinu út, fann fyrir þokunni eins og
ósýnilegu regni við andlitið. Hún sá aðeins skriðfuruna, sem stóð fast við húsið, sá móa fyrir hvítum
garðstólunum, og neðsta hlutann af flaggstönginni. Það var allt og sumt. Klettarnir, víkin og skerin
fyrir utaci voru algerlega ósjáanleg.
Hún lokaði glugganum, henni var hrollkalt. Þegar hún var búin að klæða sig ( síðbuxur og hlýja peysu, fór
hún fram í eldhús og setti yfir vatn ( kaffið. Klukkan var átta. Ef hún átti að ná morgunbátnum, varð hún að
fara af stað eftir hálftíma, en í þessari þoku gat hún aldrei komizt til Möja fyrir þann tíma.
Hún gretti sig og renndi fingrunum í gegnum Ijósa, þykka hárið. Og hún sem var búin að skipuleggja svo
skemmtilegan dag. Fyrst ætiaði hún að borða hádegisverð með Evu, á Operubarnum, því að þangað vildi
Eva alltaf fara, þegar hún kom til borgarinnar. Svo ætlaði hún að fara í hárgreiðslu og síðan borða kvöld-
verð með mömmu sinni. Henni veitti ekkert af að vera einn dag í borginni og hitta fólk, eftir þriggja vikna
einveru. Þannig hafði henni líka fundizt einveran nauðsynleg, þegar hún fór ( byrjun ágúst.
Kaffivatnið sauð, og meðan kaffið lagaðist, gekk hún inn í stofuna og tók upp sfmann. A slíkum dögum
gat maður verið þakklátur fyrir að hafa samband við umheiminn, jafnvel þótt það væri aðeins rödd í síma.
— Halló, mamma, þetta er ég, Mia. Ég kemst ekki héðan, það er blindþoka.
— Jæja, elskan, það er ekkert við þvf að gera. Það léttir kannski, svo þú getir tekið kvöldbátinn.
— Þá hringi ég aftur. En hringdu í Evu fyrir mig og segðu henni að það verði ekkert úr þessu með hádeg-
isverðinn. Ég kem strax þegar þokunni léttir.
Það var of snemmt að hringja til fröken Erikson og afþakka hárgreiðsluna. Hún fór fram í eldhús, hellti
kaffi í bolla, og skar sneið af brauðinu. Það var lítið annað eftir en skorpan. í (sskápnum átti hún fimm egg,
einn líter af mjólk, svolítinn enda af medisterpylsu og einn pakka af reyktu fleski. En hún átti nóg af niður-
suðuvöru í kjallaranum og fimm aborra í vatnsþrónni.
Hún setti frá sér kaffibollann í vaskinn, dustaði brauðmylsnu af borðdúknum og gekk út.
Muggan settist að henni, hún flýtti sér að loka hurðinni að baki sér. Skrýtið hvað muggan hafði sérkenni-
lega lykt, þunga og bitra. í gær skein sólin allan daginn, og hún hafði legið ( sólbaði við klappirnar, löt eins
og selur í fjöru. Það voru beztu stundirnar þessar vikur, þegar sólin skein og hún hafði legið klukkutímum
saman, án þess að hugsa og án þess að þurfa að tala við nokkurn mann. Það var yndislegt að vera hér á
Stórey .
Þá heyrði hún allt í einu fótatak á malarstígnum. Hún nam staðar. Það var skrýtið að heyra þetta og sjá
ekki neitt. Svo kom ein vera — nei tvær, — fram úr þokunni, rétt hjá henni.
— Sæl, Mia, sagði hann. — Það er svei mér gott, að þú ert hér. Það var meira en ég hafði þorað að vona.
Hún dó ekki alveg, þótt henni fyndist það eitt andartak. Rödd hennar var skrýtin, og ekki vel styrk.
— Sæll, Sveinn. — Þú — þið gerðuð mig hrædda.
Þarna stóð hann, svo ótrúlega raunverulegur, — svo nálægt henni, að hún hefði aðeins þurft að rétta fram
höndina til að snerta hann. Sama þykka, bláa sjómannapeysan undir regnkápunni, sami Ijósi hárlubbinn,
sömu heiðarlegu, bláu augun, sem gátu fengið hverja stúlku til að trúa öllu sem hann sagði, þangað til hún
kæmist að því einn góðan veðurdag, að hann var ekksrt annað en sótsvartur þorpari.
Fyrir aftan hann stóð stúlka, háfætt og skjálfandi, í alltof þunnum sjómannajakka, bláum síðbuxum, opin-
eygð og sakleysisleg, með Ijóst álfahár niður eftir bakinu.
— Þetta er Kikka. Við vorum á leiðinni til Korshamn, og vorum svo heppin að vera hér fyrir utan, þegar
1 Framhald á bls. 36.