Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 29
Þeir komast ekki af án kvenna Framhald af bls. 19. menn, — það getur ef til vill verið vegna þess að karlmenn gorta frekar af aldri sínum, kon- urnar tala minna um það hve gamlar þær eru. Elzti Rússi sem vitað er um hét Sjirili Muslimov, og bjó í Azerbajzjan héraði í Kákasus. Hann varð 161 árs. Fyrir nokkr- um árum var hann rannsakaður af lækni, og þá var hann með 70—72 slægæðarslög á mínútu. Hann hafði aldrei verið veikur á allri sinni löngu ævi. Kona Sjirilis, sem var þriðja kona hans, varð 87 ára gömul og þau höfðu verið gift í 60 ár. Það er til málsháttur sem segir: — Fjöllin ala upp gamalt fólk og sterkar eikur. Svartahafsströndin og Káka- sus eru alveg sérstaklega vel úr garði gerð frá náttúrunnar hendi. Loftslagið á þessum slóð- um er alveg einstakt og gróður- inn eftir því. Þetta eru t. d. einustu héruð í Evrópu, þar sem hægt er að rækta te. Meðalhiti á vetrum er 6 gráður, loftið tært og heilnæmt. Það er því ekki einhlítt að lifa á heilsusamlegri fæðu, maður verður líka að búa á réttum stað, til að ná háum aldri. Það eru bæir í þessum fjallahéruðum, þar sem bæjarráðsmenn eru all- ir yfir 100 ára. í fyrra voru bæj- arráðsmenn í Lyxny átta tals- ins, allir yfir 100 ára. Bæjar- ráðsformaður var lengi Anton Pilva, sem var 135 ára, þegar hann kvæntist 27 ára gamalli stúlku, en hann lézt úr hjarta- slagi, aðeins fimm mánuðum síðar. Elzti bæjarbúinn þar er nú Senat Dzenyie, sem er 120 ára. f Georgiu, gósenlandi öldung- anna, er einn furðulegasti söng- kór í heimi. Kórinn var stofnað- ur árið 1947, af 19 körlum, sem aliir voru 100 ára og eldri. Tvisv- ar á ári fer kórinn til að syngja á útihljómleikum í Suchumi, og þeir eru geysilega vinsælir. f nýútkominni bók, sem heitir: „Listin að lifa lengi“, er sagt frá einum hljómleikum kórsins. Þulur tilkynnti að hlé yrði gert á söngnum, og að Tatrakan, sem var 90 ára, ætlaði að dansa. Tatrakan dansaði kákasiska dansa, eins og unglingur. — Ég hefi aldrei þekkt annan eins gleðimann og Tatrakan, segir höfundur bókarinnar, Gregori Gulia. — Þar er ekki ofsagt að hann hafi setið við veizluborð mikinn hluta ævinn- ar. Hann át og drakk eins og hann gat innbyrt; og stundum, eins og t. d. við brúðkaup, át hann og drakk í 2-3 sólarhringa, þá var hann oftast veizlustjóri („tolumbasj “). ÓDÝRARI EN ÁÐUR Hjólaborð Gólftæki Barock stíll Tæki ó snúningsfæti Nýjar gerSir af sjónvarpstækjum frá GRUNDIG Raliostofa Viiberos h Þorstoios Laugavegi 72 - Símar 10259 og 15388 Þessar lífsvenjur Tatrakans koma ekki vel heim við rann- sóknir dr. Pitskelauris, og ráð- leggingar hans um að halda í við sig í mat og drykk. Þegar maður hefur verið með- al Grúsíumanna, eins og hinir glöðu íbúar Georgiu kalla sig sjálfir, þá kemst maður að því að þeir vilja sterkasta vodka og bezta tóbakið, svo ekki sé talað um a? þeir kunna að meta fall- egustu stúlkurnar. Það er ekki víst að rússnesk- ar hagskýrslur séu allskostar réttar, þegar um aldur er að ræða. Dr. N. Sachuk, við líf- fræðistofnunina í Moskvu bend- ir á nokkur atriði. — Það er yfirleitt lítið um skrásetta fæðingardaga þessa fólks. Það eru heldur engin vitni á lífi. Að miklu leyti verðum við að styðjast við líkur. Við hagskýrslurnar 1959 afskrifuð- um við 6000 manns, sem alls ekki gat verið svona aldrað sem það sagðist vera. Þegar nöfn í kirkjubókum eða einhver önnur skilríki eru fyrir hendi, verðum við að tala við fólkið, sem svo fær langan lista af spurningum, eins og: — Hve gamall voruð þér þegar rússnesk-japanska stríðið brauzt út, hve gamall við byltinguna, eða þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, og þar fram eftir götunum. Hjá fjölskyldum sem eru mú- hameðstrúar, og af þeim er mik- ið í landamærahéruðunum milli Tyrklands og gömlu Persíu, skrifuðu menn oft niður fæðing- ardaga í fjölskyldukóraninn. En þótt einn og einn af öld- ungunum í Georgia, Armeniu og Azerbajdzjan hafi haldið upp á 100 ára afmæli sitt, án þess að hafa staðfestingu á aldri sínum, þá er það rétt og satt að það er óvenjulega mikið um háaldrað fólk á þessum slóðum. Og fólk hefur æ meiri áhuga á því mat- aræði sem þetta fólk hefur, í von um lengra og betra líf. Sömuleiðis hefur athygli fólks beinzt að því, að hollt sé að lifa rólegra lífi, en almennt gerist nú á dögum. Vísindamenn í Sovétríkjunum halda því fram að það sé enginn vandi að hækka meðalaldur fólks, með hollari lífsvenjum; það sé ekkert fjarstæðukennt að fólk geti orðið 115—120 ára gamalt, og verið í fullu fjöri. Hinn frægi rússneski vísinda- maður, prófessor D. Zjdanov hefur orðað það þannig: — Hver sá sem andast, áður en hann nær 100 ára aldri, deyr óeðlilegum dauða . . ..! 46. tbi. VIICAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.