Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 15
ómetanlega hæfileika til slíkra verka. Og vegna þess aS þetta var hæfileiki, hafði hann engan skiln- ing ó fólki sem ekki bjó yfir hon- um. — Ég held varla að Lissabon skipti máli, úr því sem komið er, sagði Tarrant. — Hún heldur áfram til Tangier með Willie. Það var upprunalegalega hugmyndin. — Nema talað hafi verið við þau nú þegar. Fraser sogaði reyk- inn úr sígarettunni og leit svo illskulega á hana. — Fjórtán mála- liðar í viðbót hafa horfið úr um- ferð síðastliðnar tvær vikur — og það er bara af okkar lista. Þeir geta verið fimm sinnum fleiri. — Hún varð að komast í rétta aðstöðu til að hægt væri að nálg- ast hana, sagði Tarrant. — Það hefði verið of fljótt í Lissabon — minna en tuttugu og fjórum klukku- stundum eftir að henni misheppn- aðist Watteau málverkið. Misheppn- aðist samkvæmt sviðsetningu, bætti hann við grafalvariega. — Ég veit ekki alveg fyrir víst hvað er þitt áhyggjuefni, sagði Fraser. — Hún var að gefa kost á sér. Við getum aðeins beðið og vonað að eitthvað gerist og guð veit að við erum vanir að bíða og vona. Tarrant reis á fætur og gekk út að glugganum. Hann stóð með hendur í vösum og horfði niður á White Hall. — Ég hef áhyggjur út af fjarskiptunum, sagði hann að lokum. — Við gengum út frá þvf að ef einhver reyndi að nálgast, gæti hún látið okkur vita og við fyndum einhverja aðferð til að fylgjast með henni og Wiltie. En það getur farið á annan veg. Og við höfum ekkert að grfpa til, ef í nauðirnar rekur. — Ég er ekki viss um, að henni geðjist að þessari hugmynd, sagði Fraser efins. — En ef hún er á sín- um stað f Tangier, geturðu hringt til hennar og gengið frá einhverju. — Nei. Tarrant hristi höfuðið. — Ég vil að þú farir þangað, Jack. — Ég? Fraser varð undrandi en það vottaði fyrir ákefð f röddinni. — Það væri ekki opinbert. Tarr- ant sneri frá glugganum. — Ekkert af þessu er hvort sem er opinbert ennþá. Þú tekur þriggja vikna or- lof frá og með deginum á morgun að telja og gerir við það hvað sem þér sýnist. Fraser reis á fætur og slökkti f sígarettunni sinni í stóra öskubakk- anum á borðinu. Það var ný spenna í hreyfingum hans. — Ég hef setið f sama stólnum í fimm ár. — Finnst þér að þú hafir tapað einhverju hér? Fraser hugsaði sig vandlega um og sagði svo: — Nei. Heldur þú það? — Það er nokkuð sem enginn getur sagt um nema þú. Ég er ekki að segja þér fyrir verkum, þú skil- ur það. En ég man ekki eftir nein- um sem gæti gert þetta betur, eða jafnvel hálft eins vel. Fraser kinkaði kolli. Án þess að það ætti skylt við mont var hann á sama máli. Það færðist ofurlftið bros yfir mjóslegið andlit hans. — ■Modesty Blaise mun áreiðanlega ekki þakka þér fyrir að setja mig f þetta. — Ég veit það. Rödd Tarrants var þurrleg. — Það e' enginn vafi að hún lætur einhverjar eitraðar athugasemdir falla. Það bezta, sem þú getur gert, er að vera sammála henni, Jack, eða jafnvel að vera fyrri til að samþykkja það sem þú heldur að hún ætli að fara að segja. Kvartaðu þreytulega undan mér sem gömlu fífli, sem gerir sér fár- ánlegustu hugmyndir. — Hvað gerir það gott? — Ég held að hún muni segja þér að halda kjafti. Og gera svo eins og ég ætlast til. Tarrant brosti. — Hún er einstaklega trygg vinum sfnum. Liebmann stóð og horfði yfir lendingarbrautina nyrzt í dalnum, með skeiðklukku í hendinni. Þrjá- tfu og sjö menn á litlum, aflmikl- um mótorhjólum voru á leiðinni inn f flatlendan dalbotninn. Þeir voru með hjálma af ame- rískri gerð og mjög léttar brjóst- og bakverjur úr plasti. Undir ein- kennisbúningunum voru þeir svipað brynjaðir yfir kviðnum og hreðjun- um. Verjurnar myndu ekki standa fyrir beinu skoti, en það hafði þeg- ar sannað sig, að þær máttu sfn mikils, til að koma í veg fyrir smá- vægilegan skaða og gáfu mikla ör- yggistilfinningu sem hafði gífurleg áhrif á siðferðið. Hver um sig hafði Colt AR-15 riffil, loftkældan, magasínhlaðinn, hálf- eða al-sjálfvirkan. Á hverju mótorhjóli voru höldur fyrir fjöru- tíu millimetra fallbyssur og skot- færahöldur. Þegar hópurinn náði hinni hlið dalsins þrýsti Liebmann á hnappinn á skeiðklukkunni. Hann sneri sér að stóru standmyndinni af Kuwait, sem náði yfir fjórðung úr ekru og gekk þangað sem tvfburarnir stóðu yfir höfninni. — Ein mfnúta, fjörutfu og sex sekúndur, sagði hann með hárri og kuldalegri röddu. Lok krafsaði eitthvað f bók. Um leið og hann fletti, missti hann blý- antinn. Chu horfði útundan sér á hann með illskulegum augum og sagði: — Helvítis klunni ertul Það glitraði á hatur f augum Loks. Hann svaraði ekki, en ætlaði að beygja sig. Chu stóð réttur og ósveigjanlegur, leðurstöngin sem hélt þeim saman á öxlunum lét ekki undan. Lok lyfti höndunum eins og hann ætlaði að slá bróður sinn í andlitið. Hann lauk ekki við það. Hvorugur tvfburanna lauk nokkru sinni við slfka hreyfingu, þvf undlr beisku hatrinu milli þeirra bjó sú ömurlega vitneskja, að ef slæi f brýnu myndi það þýða dauðann fyrir annan þeirra. Og dauðinn fyrir annan þýddi brjálæði fyrir hinn. Liebmann horfði á Chu: — Lok, skrifaðu hjá þér að deild Hamits verði að bæta þetta um átta sek- únáur. Aftur beygði Lok sig til að ná í blýantinn og að þessu sinni fylgdi Chu honum fýlulega eftir. Á fyrstu dögunum hér hafði Lieb- man velt því fyrir sér hvort Karz hefði gert rétt í þvf að nota tví- burana. Svo hafði hann séð þá f æfingu. Tvíburarnir höfðu stýrt fall- hlffardeild sem átti að gera fyrstu árásina á flugvöllinn f Kuwait. Þeir notuðu tvöfalda fallhlíf og öll tygi. Þjálfunin undir fallhlffarstökkið hafði átt sér stað annarsstaðar, en hann vissi ekki hvar. En aðalhluti æfingarinnar hafði farið fram hér í dalnum. Þá hafði hann séð tví- burana eins og Karz sá þá. Þeir stýrðu sinni deild með ótrúlegri röggsemi, fimi og krafti og gerðu hana að ómótstæðilegum þrumu- fleyg, elds, hraða og eyðileggingar. í starfi voru tvíburarnir eins og einn maður eins og Liebmann hafði séð, þegar aftökurnar áttu sér stað. Meira en einn maður. Þeir voru eitt ofurmenni, þegar því var að skipta. Ef Liebmann hefði verið þess umkominn að vorkenna hefði hann vorkennt þeim þá hræðilegu byrði sem þeir urðu að dragnast með, undir öllum kringumstæðum. En eins og allt var í pottinn búið, veitti hann því aðeins athygli með áhuga. Liebmann horfði á úrið sitt. Eftir fimmtán mínútur myndi flugvélin lenda með tuttugu tonn af skotfær- um, sem sfðan yrði komið fyrir f stóra hellinum, undir klettinum við dalsendann. Handan við þann klett lá vatnið, sem átti sér um tuttugu feta breiða útrás við austurendann. Þar féll það f mjóum fossi ofan f hljóðláta á, sem rann hægt og rólega í djúpu gljúfrinu, meðfram dalnum, öðrum megin. Hellirinn var upplagður fyr- ir skotfærageymslur. Vatnið hélt klettinum köldum, und'ir öllum kringumstæðum og að innan hafði hann verið málaður með Synthasil, til að koma í veg fyrir að nokkur saggi eða raki myndaðist. Liebmann senri sér að litlu sendi- tæki sem stóð á kletti rétt hjá og lyfti hljóðnemanum. — Hamid. Flyttu nú deild þína af braut- inni og láttu hana vera reiðu- búna að afferma skotfærin, eftir fimmtán mfnútur. Liebmann lagði frá sér hljóðnemann. Um leið heyrði hann f móttökutækinu, sem var f laginu eins og sjálfblekingur og hann hafði klemmt í brjóstvasa sinn. Það suðaði þrisvar. Hann sagði við tvfburana: — Karz vill að ég komi til fundar við hann. Munið hvað ég sagði ykkur að segja Ham- id um tímann. Hann sneri sér frá þeim og gekk í áttina að jeppanum sem hjá stóð. Karz stóð við langa borðið f skrifstofunni, við hliðina á stjórnar- salnum. Hann lagði möppu til hliðar þegar Liebmann kom inn og tók upp þrjú skeytaeyðublöð, heft sam- an. — Hér eru nýjar upplýsingar frá ráðningarstjóranum, sagði hann. — Viss atriði hafa gerzt sem gera það að verkum að hægt verður að nálg- ast Blaise og Garvin. Liebmann lét eftir sér að yppta öxlum: — Það þýðir ekki mikið. Tíminn Ifður Karz. Tæknideildin og hreyfanlega varadeildin hafa verið skipaðar. Það verður að útnefna foringja, mjög bráðlega. — Ég er sammála. Karz lagði niður blöðin. — Sem betur fer skipt- ir fyrri undirbúningur ekki máli lengur. Það þarf ekki að fara var- færnislega að þeim. Ráðningar- stjórinn hefur fundið vogarstöng. Þess vegna verÖur ekki farinn að þeim bónarvegur, heldur þeim gefn- ar skipanir. — Þú krafðist þess að próf yrði lagt fyrir Blaise og Garvin. Það tekur sinn tfma. — Ráðningarstjórinn sá um það fyrirfram til að spara tíma. Það var lagt fyrir þau strangt próf. Þau stóðust það ótrúlega vel. Það var óvenjulegt ánægjublik f augum Karz, hann renndi skeytinu yfir borðið til Liebmanns. Það var þögn meðan Liebmann las þau vandlega. — Ég skil. Hann leit á Karz. — En ráðningarstjórinn lætur í Ijósi þá bjargföstu skoðun sína að Blaise og Garvin séu ef til vill á einhvern hátt tengd brezku leyniþjónustunni. — Já. — Það gerir þau Óheilbrigð. — Mér hefur aldrei dottið f hug að þau væru öðruvísi. Ef vogar- stöngin er nógu sterk, skiptir ekkert annað neinu máli. — Heldurðu að hún sé nógu sterk? Liebman kinkcði kolli í átt- ina að skeytunum. Aldrei þessu vant vottaði fyrir áhyagjum f til- finningasnauðri tenórrödd hans. Já. Karz lagði hönd, sem var eins og höggvin úr steini, ofan á möppuna, sem hann hefði við oln- bogann. — Þetta er skýrslan, sem ég laaði fyrir mína menn að út- vega. í henni eru allar uplýsingar um konuna Blaise og Garvin. Og þar er líka nákvæm skilgreining á þeim, eftir hóp sálfræðinga. Stóra höfuðið hreyfðist hægt upp og nið- ur. — Vogarstöngin er meira en nógu sterk. — Þau hafa andstyggð á þving- unum. — Auðvitað. En andstyggð án aðstöðu til að láta hana f Ijósi er ekkert áhyggjuefni. — Heldur þú að þau muni vinna vel? — Þau eiga engra kosta völ. Vogarstöngin verður í okkar hönd- um, þar til öllu lýkur. — Ég skil það. Ég var að spyrja hvort þú haldir að þau hafi hæfi- leika til að leiða deild. Kar7 lyfti höndinni ofurlítið og lét hana falla á möppuna aftur. — Það er allt hér, Liebmann. Nið- urstaðan er jákvæð. - Gott. Steinaugun sem störðu á Lieb- Framhald á bls. 51 46. tbi. VTTv AN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.