Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 39
KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 höfuðverkjartöflur fyrir matinn, hringdi svo til fröken Erikson og afpantaði hárþvottinn. Eftir hádeg- ið fundu þau gamalt Matadorspil uppi í skáp og röðuðu upp á hliðar- borðinu. Úti fyrir var muggan þétt og vælið ( þokulúðrunum var l(k- ast angistarveini. Kikka hringdi tvisvar til Korshamn, til að segja að hún vonaðist til að komast þang- að fyrir kvöldmat. Sveinn fór úr peysunni og hneppti skyrtunni frá í hálsinn. — Mia stokkaði spil og gaf. En þeg- ar þau fóru að spila, var Sveinn utan við sig, og spilaði af sér, aft- ur og aftur. Kikka vann, en Mia varð gjaldþrota eftir skamma stund. Hún stóð upp og gekk fram ( forstofuna. Hún náði í gamla úlpu, og henni fannst sem hún væri að koma heim, þegar hún fór ( ermarnar. Svo læddist hún hljóðlega út. Hún gekk fyrir stofuhornið og settist á hækjur sér, með bakið upp að veggnum. Grasið við fætur hennar var rennvott. En henni var vel hlýtt í úlpunni. Hún boraði nefinu niður ( krag- ann, spennti greipar um hnén og starði út f þokuna. Hversvegna hafði hún ekki farið til borgarinnar í gær? Hún var eig- inlega búin að ákveða það. Þá hefði hún losnað við óþægindin af þv( að hitta Svein, einmitt núna, þegar hún var að jafna sig á þessu. Og svo lét hann eins og þetta væri allt henni að kenna. Hann ætti að vita hve hún tók það sér nærri að svara ekki bréfum hans og síma- hringingum. Hún hefði ekki getað það, nema vegna þess, að hún var svo hrædd um að það yrði ekki neitt úr því í framtíðinni. Ekki gat hún flúið til mömmu sinnar. Þótt mamma hennar væri ( alla staði yndisleg, þá var hún ekki sálfræð- ingur. Sveinn þurfti ekki annað en skrúfa frá sjarmanum andtartak, þá var mamma hennar glötuð. — Eins og ég. . . . Þegar hún ætlaði að rísa á fæt- ur, skauzt hann fram úr muggunni, rétt hjá henni. Hann settist og and- varpaði, um leið og hann settist við hlið hennar: — Hér varstu vön að sitja, þegar þú afhýddir kartöflur. — Það geri ég ekki lengur. V(ta- mínin eru mest við hýðið. — Gulrætur þá. — Rósakál, græn- ar baunir. Ég tapaði. Kikka varð milljónamæringur. Hún situr nú þarna inni og reiknar út hve mikið hún vann. — Hver er hún? — Hún er flugfreyja. Talar fjög- ur mál reiprennandi. Það er meira en þú getur, sem varla getur talað móðurmálið. Hún leit ekki við. — Það þýðir ekkert fyrir þig, að reyna að reita mig til reiði. Ég þekki á þig. — Vertu ekki of viss. Það getur verið, að ég hafi lært eitthvað nýtt. Heilt ár. . . . Hún þoldi ekki að hugsa um það. — Láttu mig í friði, sagði hún æst. — Ertu ekki farinn að skilja, að ég vil ekkert hafa með þig að gera? Þú kemur æðandi hingað í fylgd með stúlku, og svo byrjarðu á þessum kúhstum þtnum á nýjan leik. Ég hélt þú vissir - Hvað? — Að ég elskaði þig. Já, ég gerði það. Það var ekkert f heim- inum, sem ég hefði ekki viljað gera fyrir þig. — Og þetta leyfir þú þér að segja, þú, sem ekki einu sinni vild- ir brjóta odd af oflæti þínu, og hlusta á mig ( fimm mfnútur, eins og ég bað þig um. Þegar ég Þau heyrðu að gluggi var opn- aður. — Sveinn, ertu þarna? Eruð þið eitthvað verri, að sitja úti í þess- ari svartaþoku? Elsku góði, ég meiddi mig, þegar ég var að opna kókflösku. Ég veit, að þú ert með plástur í vasanum. — Það er gott að það er læknir við höndina. Stattu upp, Mia. Já, ég sá að þú laukst prófi ( vor. — Flýttu þér, áður en sjúklingnum blæðir út. Hún stökk á fætur, hljóp með- fram húsinu og út í mugguna. Skyggnið var ekki nema arm- lengd, en hún þekkti hvert einasta þverfet af eynni. Gatan, sem var allt að þvf ósýnileg lá út að kletta- lengjunni, þar sem þau lágu svo oft í sólbaði, vegna þess að þar var sólargangurinn svo langur. — Vatnið hafði oftast verið kalt, en klettaveggirnir heitir af sólinni. f klettasprungum blómstraði gull- muran og itmaði svo yndislega. Henni fannst hún ennþá finna hlýjan klettavegginn við klnn sér, og hönd Sveins, sem hvíldi svo létt á öxl hennar ... Hún gekk, öruggum skrefum yfir klettana, þangað til hún kom að stað, þar sem hún gat setið með bakið við brúnina. Þar renndi hún sér niður. Já, hún hafði verið afbrýðisöm. Hún hafði kannski aldrei þorað að trúa þv( að hann hafði valið hana, hann, sem átti svo margra kosta völ. Hún hafði helzt viljað hafa hann alveg út af fyrir sig, dásam- legast að vera hér f eynni, þar sem þau gátu verið f friði og ró. En það var ekki hægt að búa á eyðiey allt sitt líf. Einu sinni, þegar þau höfðu rif- izt, hafði hann verið svo ergilegur og sagt að þetta gæti ekki gengið. — Mia, ef þú getur ekki mætt mér á miðri leið, þá er þetta vonlaust. Ég elska þig, en þú getur ekki ráð- ið algerlega yfir mér. Og það versta er, að þú tortryggir mig ekki. Þú ert tortryggin við sjálfa sig . . . Hún sat kyrr við klettinn, þegar fyrsta vindhviðan kom. Hún var snögg og létt, en óx hratt, og svo fór þokunni að létta. Stundarfjórð- ungi síðar var himinninn heiður og útsýnið skfrt yfir hólmana. Hún beið f hálftíma. Þá reis hún á fætur og fylgdi fjörunni, þar til hún kom auga á víkina og bryggj- una. Þar lá Mait við akkeri og bund- in við bryggjuna. Hún sá tvær ver- ur á hreyfingu um borð. Hún rétti úr sér, stakk höndunum í úlpuvas- ana, og gekk áleiðis að bryggj- unni. — Halló, kallaði Kikka. — Við vissum ekki hvert þú fórst. Sveinn sagði að það væri bezt að við flýttum okkur af stað, áður en myrkrið skellur á. Ég ætla að ganga frá draslinu á þilfarinu, svo kem ég í land til að kveðja þig. Vertu sæll, Sveinn. Næst þegar þú kemur verður lykillinn annað- hvort undir þakskegginu, eða á einhverjum öðrum stað, þar sem innrásarmenn geta fundið hann. En það verður aldrei neitt næsta sinn. Hún fór úr úlpunni og lagði hana á bryggjuna, og í stað þess að horfa á þegar þau losuðu bátinn, gekk hún inn ( bátaskýlið. Þar inni var hálfrökkur. Netin héngu snyrtilega á rám meðfram veggnum. Reipi, baujur, kastspæn- ir, árar og bátshakar voru þar í röð og reglu. Þegar hann opnaði dyrnar, féll sólargeisli á ská inn eftir timburgólfinu. Hún horfði beint í augu hans. Hún sneri baki að veggnum, svo hún átti ekki undankomu auðið. Hann gekk til hennar og tók hana ( faðm sér, eins og það hefði ver- ið það eina sem hann þráði alla ævi. Hann vafði hana að sér, og lokaði munni hennar með sínum, svo hún hafði ekki tækifæri til að segja eitt einasta styggðaryrði. Og svo gafst hún upp. Öll mót- staða þvarr, og ( hennar stað fann hún aðeins stjórnlausa gleði yfir því að vera búin að finna hann aftur. Hún vafði örmum um háls hans og endurgalt kossa hans. — Hjarta hennar var að springa af þrá, sem hún hafði innibyrgt ( meira en ár. 46. tbi. vncAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.