Vikan


Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 15

Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 15
— Það er þó vænti ég ekki Frankie Collins? Þér ætlið þó ekki að segja mér að Frankie hafi heppnazt að véla einhverja til að trúlofast sér? — Nei. Ronnie Sainsbury. — Ekki þekki ég hann. Hann vék aðeins til hliðar, þegar Caroline Wyndham kom með öllum sínum glæsileik, og tróðst á milli hans og Adrienne. — Caro, þetta er Adrienne Blair. Caroline kinkaði ljósum kolli ofurlítið, til að gefa tli kynna, að hún hefði heyrt kynninguna, en gerði sig ekki líklega til að heilsa með handabandi. — Heyrði ég rétt að nafn Ronnie Sainsbury væri nefnt? spurði hún með ofurlítið hásri, djúpri rödd. — Já, reyndar, svaraði Adri- enne. Þekkið þér hann? — Einu sinni, í fjarlægri og þoku hulinni fortíð. Ef það er sá sami. Jadegræn augu Caro- line Wyndhams urðu hugsi. — Hár, myndarlegur, fyrsta flokks dansari og nógu ríkur til að þurfa ekki að gera handtak. — Það er rétt. — Sögðuð þér að hann hefði verið að trúlofast? Hún hefur snör eyru gyðjan okkar, hugsaði Adrienne. — Já. Hún ætlaði ekki að gefa fleiri upplýsingar, nema hún yrði spurð. Það var eitthvað við Caroline Wyndham, sem henni gazt ekki að. — Hvar býr hann nú? — Sem stendur hjá frænku sinni og frænda. Græn augun minnkuðu. — Hvar? — í Crompton Abbey. Dauft bros færðist um munn- inn. — Skrýtið. Það er afvikinn staður í Cotswolds. Segið mér ungfrú ....... Ungfrú Blair, hafið þér hitt nokkurn mann að nafni Westbury, í þessu drauma- þorpi yðar? Martin Westbury? — Já. Ég þekki herra West- bury mjög vel. Þekkið þér hann líka? Það var langt frá að mál- rómur Adrienne væri hjartan- legur. Caroline Wyndham hló lágt. — Já, töluvert mikið. Hann er meira en vinur minn. Hún lækkaði röddina og næstum hvíslaði: — Hann er maðurinn minn, ungfrú Blair. 12. Næsti klukkutími var sá lengsti sem Adrienne hafði nokkurn tíman lifað. Eins og í svefni lét hún sem hún skemmti sér, en hún hafði enga glögga hugmynd um þau orð sem varir hennar formuðu. Stíf og köld hið innra með sér, fannst henni sem hvert þvingað bros hlyti að vera eins og hræðileg gretta, þar sem hún reikaði hlýðin frá hópi til hóps. Eftir leiftursóknina, leiddi Paul Kinossis Caroline Wynd- ham burt, en Adrienne gat ekki gleymt, næstum illskulegum glampanum í köldum, grænum augunum. Hún veit það, hugsaði hún eins og lömuð. Adrienne barðist við ómeginið sem hótaði að gleypa hana. Lamandi upp- ljóstrun Caroline Wyndham hafði verið eins og högg fyrir bringspalirnar, og hún ætlaði varla að ná andanum. Það var eins og allar hennar tilfinning- ar þurrkuðust út, og hún gat að- eins staðið kyrr og beðið þess að sálarlíðan hennar stæði ekki skrifuð ljósu letri í andliti herm- ar, þótt hún væri viss um að það væri afmyndað og fölt. — Er allt í lagi með yður, ungfrú Blair? Hún lyfti höndinni veiklulega og strauk nokkur hár frá enn- inu. — Það er hræðilega heitt hérna inni — vantar sennilega súrefni. — Ég skal ná í eitthvað ferskt að drekka handa yður. Winters tók glasið af henni og var strax kominn aftur með ískalt sítrón. Hún brosti til þakklætis. Hann klóraði sér í hökunni með þumalfingrinum. — Hmm. Ég læzt ekki vita eða skilja hvað fram fór milli yðar og Caroline, en hún gelur ver- ið andstyggilegasta kvikindi jarðarinnar, þegar hún vill það við hafa. Ég geri ráð fyrir að þér þekkið þennan mann, sem hún segir að sé eiginmaður hennar, mjög vel? — Mjög vel, svaraði Adrienne og undraðist hvað hann var fljótur að gera sér grein fyrir málinu. — Jæja, en takið yður ekki nærri það sem Caroline kann að segja, því ég get fullvissað yður um það, að hún ber ekki minnsta hlýhug til nokkurs annars en Caroline Wyndham. Hún er hörkudugleg kona og þekkir sitt svið, út og inn, en ég gleðst yfir því af öllu hjarta að ég þarf ekki oft að vera nálægt henni, persónulega. Hann brosti ofur- lítið skakkt. — Meðan hún er í París og ég í New York semur okkur ágætlega. Adrienne tæmdi glasið sitt og rétti honum. — Þakka yður fyr- ir. Þetta var afar vingjarnlegt af yður. — Mér þykir gott að geta orð- ið að liði. Eruð þér viss um að það sé allt í lagi nú? — Já, alveg. Viljið þér hafa mig afsakaða? Ég sé að frú Flaxton er laus, og ég þarf að tala svolítið við hana. Hún rétti honum hendina, sem hvarf í stóran, sterkan hnefa. — Það var mjög skemmtilegt að hitta yður, herra Winters. — Takk sömuleiðis. Það leyndi sér ekki að hann var einlægur. — Mér þykir sannarlega verst að þér skulið ekki lengur starfa hjá Romillain. Ég hefði ekkert haft á móti því að kynnast yð- ur meira. Næst þegar ég kem hingað skrepp ég kannske nið- ur til Crompton Abbey, til að heilsa upp á gamla vini. Má ég telja yður meðal þeirra? — Já, auðvitað. Það væri mér sönn ánægja að taka á móti yð- ur sem gesti. Húsið mitt heitir Drumbeat. — Drumbeat. Ég skal minnast þess. Og ég tek yður á orðinu. Loks lauk þessu eilífðarlanga kvöldi og Adrienne flýtti sér að ná í fólksbíl. Á leiðinni til hót- elsins skiptust reiði og beiskja á í huga hennar. Hún hataði Mart- in Westbury, endurtók hún hvað eftir annað með sjálfri sér. Hún fyrirleit hann fyrir tvöfeldni hans. Fyrir þann heigulshátt að segja henni ekki að konan hans var enn á lífi. Hversvegna hafði hann látið alla álíta að hann væri ekkjumaður? Það varð að segja honum til varna að hann hafði yfirleitt aldrei minnzt á hana, en hann hlaut að vita að allir reiknuðu með að hún hefði dáið, rétt áður en hann settist að í Crompton Abbey. Og Jamie? Það var ótrúlegt að Caroline Wyndham væri móðir hans. Henni fannst jafn ótrúlegt að Martin Westbury og hin sjálfs- ánægða og roggna Caroline Wyndham liefði nokkurn tíman getað átt nokkuð sameiginlegt. Hægt og annars hugar háttaði hún sig og fór í bólið, sannfærð um að, henni kæmi ekki blundur á brá. En örmögnunin fékk yfir- höndina og hún steinsofnaði og svaf langt fram á næsta dag. Þegar hún vaknaði lá hún kyrr og starði upp í loftið. Fortíðin leið eins og á kvikmynd fyrir hugskotsjónum hennar, og heit tárin þrýstu svo á að hana sveið undan. Tilhugsunin um að fara aftur til Crompton Abbey fyllti hana skelfingu. Hvað átti hún að segja við Martin Westbury? Átti hún að dengja því á hann, sem hún hafði svo óvænt uppgötvað, eða átti hún að reyna að gleyma því að nokkru sinni hefði verið meira en vingjarnlegt nábýli þeirra í milli? En það hafði ver- ið meira, hrópaði innri rödd hennar. Jafnvel í ýtrustu ör- væntingu og vonbrigðum gat hún ekki neitaði því, að hún elsk- aði Martin Westbury ennþá. Það hlaut að vera önnur lausn. Hafði Caroline Wyndham hlegið í gær- kvöldi. Nei. Að vísu var hún haldin kvalalosta, stolt og ó- svífin, en hversvegna hefði hún átt að vera eiginkona hins fá- talaða Martins Westbury, ef það var ekki satt? Nei, hann hlaut að vera eins og vax í höndunum á henni. Þar að auki hlaut hann að hafa elskað hana mjög heitt til að vilja bindast henni. Þess- konar ást gat eyðilegt mann eins og Martin Westbury. Svo hafði hann skynjað það og ætlað að forðast það með því að taka drenginn með sér og búa fjarri henni, burtu frá skugganum af hennar allsráðandi persónuleika. Adrienne velti þessu fyrir sér langa stund, en var jafn nær. Að lokum reis hún á fætur, fór í bað og klæddi sig. Þegar hún var tilbúin að fara, hafði hún ákveðið að tala við Martin, áður en hún léti hann róa að fullu og öllu. Julie Hamilton tók á móti henni, þegar hún kom heim til Drumbeat. Julie var ekki að liggja á því sem henni fannst. — Þú lítur út eins og þú hefðir eytt nóttunni á hryll- ingsmyndasafninu! Út með það! Hvað hefur komið fyrir? Hún las örvæntinguna í andliti Adri- enne. — Elskan mín, hvað er það? Adrienne stóðst ekki með- aumkunina í augum Julie. — Ég hitti eiginkonu Martins í gær- kvöldi, hvíslaði hún svo varla heyrðist. — Eiginkona? Julie sé niður á stól. En ég hélt að hann væri — Ekkjumaður? Skaut Adri- enne inn í með ofurlitlu brosi. — Já, það hélt ég líka og allir í þoorpinu. — Ónei! Ó, Adrienne! Að þetta skyldi koma fyrir aftur og það meira að segja fyrir þig! Hefur hann aldrei sagt þér frá henni? Hversvegna ekki? Hann sýnist ekki vera neinn Geof- frey Challoner. Ég var viss um að þessu sinni væri það allt í lagi. — Það var ég líka. Julie reis á fætur og lagði handlegginn utan um axlir vin- konu sinnar. — Seztu, kæra vinkona. Þú lítur ekki út fyrir að geta staðið miklu lengur. Þegar Julie hafði komið Adri- enne fyrir í góðum stól og gefið henni glas af koníaki, bar hún fram spurninguna sem hafði brunnið henni á tungu. — Hvað ætlarðu nú að gera? — Tala við hann, hugsa ég. — Er það skynsamlegt? Hvaða gagn gerir það? Julie var hörð. — Til þess að gefa honum tæki- færi til að segja að konan hans hafi aldrei skilið hann og þau hafi ákveðið að búa sitt í hvoru lagi, en geti ekki skilið vegna sonarins. — Ég get ómögulega getið mér til af hverju hann hefur ekki sagt mér neitt, en ég held að ég ætti að gefa honum tækifæri til að útskýra það. Adrienne setti glasið frá sér án þess að hafa dreypt á því. Hún spennti greip- ar svo hnúarnir hvítnuðu. Julie getur ekki skilið þetta, hugsaði hún í örvæntingu. Örugg í sínu eigin, hamingjusama hjónabandi hefur hún engan skilning á því hvernig er að elska mann annar- ar konu. — Ég elska Martin, Framhald á bls. 48. 48. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.