Vikan - 30.11.1967, Síða 32
Ronson
HARÞURRKA IIEIMILANNJ
•• '<é :
flNKAUMBOÐ:
I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK
$ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú hefur beðið eftir því undanfarið að ákveðinn at- burður gerist og nú er líklegt að svo verði. Vertu vel viðbúinn. Sunnudagurinn skiptir þig mestu, þú þarft að koma miklu í verk þá.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Reynt verður að bendla þig við mál, sem þú vilt alls ekki koma nálægt. Á vinnustað gerist nokkuð óvænt, að minnsta kosti áttir þú ekki von á þessum viðbrögðum úr þessari átt.
» Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Maður, sem vill þér vel kemur talsvert við sögu þína 1 vikunni, en þér mun þykja hann helzt til ráðríkur. Þú skuldar einhverjum bréf og ættir alls ekki að draga lengur að svara því.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Engin stórtíðindi gerast í vikunni, en þú færð þó uppfyllta eina ósk sem þú hefur lengi þráð. Einhver náskyldur þér hverfur af sjónarsviðinu um stundar- sakir. Þú saknar hans mikið.
m Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst): Allt bendir til þess að frístundirnar verði bezt not- aðar til heimavinnu. Komdu ýmsu í lag, sem þú hefur trassað undanfarið. Illur orðrómur verður til að koma vini þínum í klípu.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú ert mjög kröfuharður og eru kröfur þínar alls ekki sanngjarnar og óvíst hvort þú græðir nokkuð á þeim. Þú lendir í fjölmennu samkvæmi, en þú verður að gæta hófsemi.
m Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður mjög mislyndur næstu daga og muntu nokkrum sinnum eiga bágt með að halda aftur af þér. Föstudagurinn er varhugaverður, einkum ef þú átt stefnumót við ástvin þinn. Heillatala er fjórir.
¥ Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Vikan verður fremur sviplaus. Þú eyðir miklum tíma í að lagfæra verk sem hefur gengið úr skorð- um. Gættu þess að lofa ekki meiru en því, sem þú getur staðið við. Heilladagur laugardagur.
$L> Bogamanr.smerkið (23. nóvember — 21. des.): Kunningí þinn verður til að opna augu þín fyrir nýjungum, sem verða þér að miklum notum við áhugamál þín. Einhverjar mikilvægar breytingar gætu orðið á starfi þínu á næstunni.
» Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Því miður verðurðu fyrir vonbrigðum, sem þú tekur nærri þér. Helgin verður nokkuð óvenjuleg og mun hún draga nokkuð úr sviðanum. Líkur eru á kunn- ingjaheimsókn, sem flytur góð tíðindi.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar!: Vandaðu vel allt skrifað sem þú lætur frá þér fara í vikunni. Sérstaklega skaltu varast samningsgerðir. Þú kemur fram fyrir hönd einhvers annars og tekst mjög vel til. Heilladagur er föstudagur.
&% Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú heldur að þú getir annað miklu meira en raun er á og kemur það niður á þínum nánustu, vegna þess hve úrillur og uppstökkur þú ert. Gagnrýndu þetta atriði hjá þér, kannski finnurðu lausn sjálfur.
32 VIKAN
48. tbl.