Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 16

Vikan - 30.11.1967, Page 16
Við byrjun skólaársins, kom nýr líffræðikennari til skóla eins í Salt Lake City, Utah, borg mormónanna. Hann tók strax eftir því að þrír af nemendum hans, tvær stúlkur og einn piltur, höfðu sama ættarnafn, sem var nokkuð sérkennilegt. Hann reiknaði með að þau væru skyld, og hann spurði piltinn: — Er Marv frænka þín? — Nei, sagði pilturinn, — hún er systir mín. Kennarinn varð dálítið undrandi, og benti svo á hina stúlkuna. — En Agnes, er hún .... — Hún er líka systir mín, sagði pilturinn. Kennarinn gáði aftur í bekkjarkladdann, þar sem fæðingardagar voru líka skráðir. Því meir sem hann horfði varð hann furðu lostnari. Það sem hann sá, stríddi á móti öllum náttúrulögmálum. — Þetta getur ekki verið rétt, sagði hann við piltinn. — Þið eruð öll fjórtán ára, en fædd með tveggja mánaða millibili! En pilturinn var ákveðinn, og smám saman fékk kennarinn skýringu. Börnin voru í raun og veru systkin, og faðir þeirra, sem var vel stæður byggingameistari, lifði lífi sínu að hætti mormóna, eftir gömlum lögum, sem voru úrelt, en all.s ekki bönnuð. Iíann var fjölkvænismað- ur. Mæður barnanna voru þrjár konur hans. Og af þeim fjórtán börnum sem þau áttu saman, voru aðeins þessi piltur og stúlkurnar tvær, fædd með tveggja mánaða millibili, hvort af sinni móður, og eiginkonu föðurins. Það sem var reglulega einkenni- legt, var að börnin töluðu frjálslega um þetta, sem annars er vel varðveitt leyndarmál. Hjá flestu fólki í Ameríku er fjölkvæni aðeins sögu- legar minningar, sem hurfu með uxakerrunum og póstvögnunum. En þótt það þyki furðulegt, þá hefur fjölkvænið aldrei horfið að fullu og öllu. Og það er örugglega staðreynd að þeim fer fjölgandi, sem lifa í fjölkvæni. Leynilegar eiginkonur. Það er mjög erfitt að komast í samband við þá sem lifa eftir mormónalögum. Flestir nota gervinöfn, og hafa ekki allar konur sínar á sama stað. Einn, sem þó gerir það er Frank Tyler, eiginmaður þriggja kvenna: Susan, sem er tuttugu og tveggja ára, móðir t’jögra ára telpu og tveggja ára drengs, Barbara, tvítug, sem á tvær telpur, átján og tveggja mánaða, og Janet, sem er átján ára og á von á sínu fyrsta barni. Þessar konur eru aldar upp meðal fjölskyldna, sem hallast að fjölkvæni, og þegar þær sitja með bónda sínum við arinin á kvöldin, þá sitja þær ó- sjálfrátt í hefðbundinni röð, hægra megin við Frank; sú elzta næst honum og sú yngsta fjærst. Frank var nítján ára og var að Ijúka skólanámi, þegar hann hitti Susan: Þetta er nokkuð sérstæS frétt frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum, sem þekkt er sem höfuðborg mor- móna. Fjölkvæni virðist vera ennþá viS lýði þar, og er jafnvel ag aukast. En það verður að fara með leynd. — Þeir sem ekki eru mormónar hefðu eflaust sagt að þetta væri ást við fyrstu sýn, en það er bara rómantízkt rugl. Trú- arbrögð okkar kenna okkur að þetta sé persónulegur skyld- leiki. Eg vissi strax að við áttum saman. Hann vissi það svo vel, að honum datt ekki einu sinni í hug að biðja hennar, hélt það væri ekki nauðsynlegt. En það fannst, Susan. Hún beið i heilt ár, svo hóf hún sjálf bónorðið. — Það liggur í augum uppi, sagði Frank, — við giftum okkur. Svo fór hann til föður hennar, til að biðja um hönd hennar. — Þú hefur blessun mína, sagði faðirinn, — ef þú lofar því að fara eftir okkar lögum. Frank lofaði því, og viku síðar kvæntist hann Susan. Ári síðar fæddist þeim fyrsta barnið. Frank hafði þá lokið námi og hafði fengið atvinnu sem efnafræðingur. Þau Susan höfðu aldrei talað um fjölkvæni, þessvegna varð liann undrandi eitt kvöld, þegar þau hjónin voru á félagsfundi. Þá benti Susan honum á rauðhærða stúlku og sagði: — Eg held að þetta sé stúlkan, sem við höfum beðið eftir Stúlkan var Barbara. Frank kynnti sig fyrir henni, var hrifinn af henni, en frek- V 16 VIKAN 48- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.