Vikan - 30.11.1967, Page 17
ar vur hann óstyrkur.
Daginn eftir hringdi Susan til Barböru og bað hana um að
dvelja svolítið lengur í Salt Lake City, en fara ekki strax til
Idaho, eins og hún hafði hugsað sér.
— Okkur Frank langar svo til að hitta þig, sagði Susan.
Barbara, sem sjálf var alin upp við fjölkvæni, skildi strax
hvað um var að ræða, og gekk strax inn á það að kynnast
þeim betur.
Frúin með sem skálkaskjól.
Og svo var farið að undirbúa jarðveginn. Susan fór með
Frank, sem skálkaskjól, þegar hann bauð Barböru í bíó eða
á dansstað. A kvöldin töluðu þau svo um Barböru, sín á milli.
— Ef Barbara vill búa með mér og manninum mínum, þá
er ]>að ég sem hefi ráðstöfunarréttinn, eftir trúarreglum okk-
ar ....
Susan ákvað að Bnrbara væri rétta konan, og Frank varð
að fara á biðilsbuxur aftur. Faðir Barböru samþykkti með
ánægju, en Barbara var sjálf hálf hikandi. — Mér líkar vel
við þig, og sömuleiðis við Susan, en ég er ekki viss um að
ég geti fellt mig við að lifa eftir gömlum mormónalögum.
Ég held ég þurfi meiri sálarstyrk til að geta búið við
þetta skipulag.
— Það eina sem þú þarft á að halda, er að kynn-
ast mér betur, sagði Frank.
Mánuði síðar voru þau gift.
Samkvæmt brúðkaupssiðum, stóð Susan mitt á
milli Barböru og Franks, og beið eftir þeim orðum sem
töluð voru til hennar. Presturinn leit á hana og sagði:
— Villt þú gefa manni þínum þessa konu, og sjá
til þess að hún lifi með honum sem eiginkona, í gleði
og sorg?
— Já, það vil ég, sagði Susan, tók um hendur
þeirra beggja og lagði þær saman.
Ári síðar eignuðust bæði Barbara og Susan hvor
sitt barn. Um sama leyti fór Frank að tala um að nú
væri tímabært að fara að skvggnast um eftir þriðju
eiginkonunni. Þetta skipti var um stúlku, sem hét
Jane, að ræða. Frank spurði eiginkonur sínar ráða.
Susan hafði ekkert við það að athuga, en Barbara
sagði nei, meðal annars vegna þess að Jane var ekki
búin að ljúka skólagöngu. Tíminn leið, og að lokum
skipti Barbara um skoðun. Þegar hún gekk rneð annað
barn sitt, fór hún til Franks, og sagðist nú vera reiðu-
búin lil að samþykkja þriðju konuna. Og Janet var
fljótlega innlimuð í fjölkvænishúshald Franks.
Það eina sem erfitt var við fjölkvænið, er að maður
þarf að halda því leyndu. Á efnarannsóknastofunni,
þar sem Frank vinnur, veit enginn að hann býr við
fjölkvæni.
— Ég er oft boðinn út með konu minni, en skilj-
anlega verð ég alltaf að segja nei takk ....
Konurnar sín í hverju ríki.
Það er mörg vandamál samfara því að búa í fjöl-
kvæni í Bandaríkjunum. Fjörtíu og finun ára gamall
læknir, mjög vel látinn í starfi sínu, bjó í fínu ein-
býlishúsahverfi, þar sem hann var vel þekktur og
virtur, þrátt fyrir það að hann bjó þar með þrem
eiginkonum. Börnin léku sér saman, frúnum kom
prýðilega saman, og allt gekk Ijómandi vel, þar til
einn daginn að ln-ingt var í símann:
— Það hefur einhver kært þig fyrir ríkissaksókn-
aranum, þeir eru á leiðinni með handtökuskilríki,
fyrir það að þú býrð í ólöglegu samneyti við þrjár
konur. Þú veizt hvað það getur kostað þig ....
Læknirinn vissi það. Hann yfirgaf heimili sitt í
snatri, og kom hinum þrem eiginkonumun fyrir, sinni
í hverju ríki. Hann þurfti svo að aka milli Idaho,
Wyoming og Colorado, vikulega, til þess að heimsækja
konur sínar.
Annar mormóni, sem hefur frúr sínar sína á hverj-
um stað, lieitir Philip Denton. Hann býr sjálfur í
skrautlegu einbýlishúsi, í þeim hluta Salt Lake City,
sem ekki samþykkir fjölkvænislögin, með Pamelu
Framhald á bls. 33.
48. tbi. VIKAN 17