Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 2
Westinghouse
10
ÞARFIR ÞJÓNAR í NÝTIZKU HUSHALDI
TILVALDAR TÆKIFÆRISGJAFIR
Vöfflujárn með laus-
um vöfflu- og „sand-
wich“-botnum. Ristar,
steikir og bakar. Hita-
stillir með rauðu Ijósi.
Tvær gerðir gufu-
straujárna með og án
sjálfvirks vatnsuðara.
Margir stillimöguleik-
ar eftir verkefnum.
Sjáifvirkar kaffikönn-
ur, sem hella sjálfar
upp á 2—10 bolla af
kaffi. . Kaffistyrkleiki
eftir vali.
• 1 Yr>V
Matarkvörnin, sem
malar, rífur, þeytir,
hrærir og blandar m.
a. „milkshake" eftir
óskum.
Fljótvirk matarpanna,
sem er handhæg og
auðveld i notkun og
þægilegt er að þrífa.
Steikarpanna með
„grill“-loki. Óvenjuleg
nýjung. Nú er hægt að
glóðarsteíkja máltíð-
ina á miðju matar-
borðinu.
Ryksuga, sem sam-
einar helztu kosti
Evrópu ryksugna með
kraftmiklum snúnings-
bursta ásamt miklum
sogkrafti. Mikið úrval
hjálpartækja fylgir.
Hárþurrkur með inn-
byggðri ilmúðun sam-
timis þvi að hárið
þornar. Ennfremur
sérstakur blástur til
að þurrka naglalakk.
Þurrkan er í fallegri
handhægri tösku.
ALLUR SAMANBURÐUR ER WESTINGHOUSE í VIL
VANDLÁTIR VELJA WESTINGHOUSE
og hafa gert það hér á landi sl. 20 ár.
Nánari upplýsingar, myndalistar og sýnishorn í
NÝJUM GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL
í öruggum höndum
Þótt vorið kæmi seint í ár
og væri lengstaf kalt og nap-
urt, kallaði sólskinið borgar-
börnin út til leikja. Eins og
endranær hafa börn á öllum
aldri verið í hópum að leik
að undanförnu í húsasundum
eða jafnvel á götum úti.
Gatan er eina athvarf alltof
margra barna. Garðar um-
hverfis íbúðarhús eru víða
litlir og ekki alltaf hentug
leiksvæði. Og þegar fer að
gróa eru börn illa séð í
skrautgörðum, sem vonir
standa kannski til að fegrun-
arfélagið verðlauni.
Allir foreldrar þekkja þá
ónotalegu kennd, sem fylgir
því að vita af fárra ára gömlu
barni sínu gæzlulausu að leik
einhvers staðar úti. Foreldrar
eiga annríkt nú á dögum, og
það getur verið erfitt að
hlaupa hvert fet á eftir litlum
fjörkálfi, sem vill vera frjáls
og skynjar ekki hætturnar,
sem steðja að úr öllum áttum.
Dagheimili eru nokkur í
borginni, en miklu færri for-
eldrar en vilja geta haft börn
sín þar í öruggum höndum.
Og gæzluvellir eru víða, en
ekki NÓGU víða. Auðvelt er
að nefna fjölmörg hverfi, þar
sem engir gæzluvellir eru.
Það er áreiðanlega kominn
tími til að gera í eitt skipti
fyrir öll stórátak til þess að
fjölga dagheimilum og gæzlu-
völlum, svo að hvert einasta
barn geti notið útivistar ein-
hvern hluta dagsins við góð
skilyrði, þar sem öryggi þess
er tryggt.
Einnig mundi ekki saka,
þótt leiktækin yrðu ögn fjöl-
breytilegri. Rólur, sölt og
sandkassar eru ágæt áhöld,
en fleiri tæki mætti hafa,
sem gætu leyst úr læðingi
frjótt ímyndunarafl og ævin-
týraþrá barnsins.
Borgarbúar mundu ekki
skirrast við að greiða ofurlítið
hærri útsvör til þess að koma
mætti þessu í kring.
G.Gr.
2 VIKAN 19 tbl-