Vikan - 16.05.1968, Síða 4
FRAMHALDSSAGAN 22.HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON -
ATHYGLIN HAFÐI BEINZT FRÁ FANGANUM SEM STÖKK FRAM FIMUR OG ÞÖGULL EINS OG
TÍGUR. DAUFT GUTLANDI HLJÖÐ BARST FRÁ FRANSKA SJÖMANNINUM, SEM STÖÐ Á VERÐI
FRAMMI FYRIR KÁETU RESCATORS, UM LEIÐ OG HANN FÉLL TIL JARÐAR, SKORINN Á HÁLS
MEÐ RÝTINGNUM SEM RESCATOR HAFÐI DREGIÐ MEÐ ELDINGARHRAÐA ÚR STÍGVÉLINU.
— Sjáið nú til, herrar minir. Þið megið ekki gleyma því að héðan
til Vestur-Indía er að minnsta kosti hálfs mánaðar sigling og Þar
að auki ekki auðveld leið.
— Við erum ekki svo heimskir að reyna að komast þangað, án þess
að koma einhversstaðar við á leiðinni, svaraði Manigault, sem þoldi
ekki þennan valdsmannslega tón Rescators og gat ekki varizt því að
skýra nánar frá fyrirætlun þeirra. — Við stefnum nú til strandar
og eftir nokkra daga verðum við í Sacho eða Boston ........
— Ef golístraumurinn leyfir ykkur .......
— Golfstraumurinn?
Þegar hér var komið sögu hvarflaði Angelique augum fram á
skipið og missti af samræðuþræðinum, því þar kom hún auga á
áhyggjuefni. Þokan var eins og þykkari um mitt skipið og nú gat
ekki leikið á þvi neinn vafi lengur; þetta var ekki þoka heldur
reykur. Hún gat ekki sagt til um hvaðan hann kom, því hann reis
i þykkum ílókum, dreifðist yfir allt þilfarið og huldi óreiðuna. Þá
rak hún skyndilega upp óp, lyfti handleggnum og benti á milliþilfarið,
þar sem konurnar og börnin lágu enn sofandi. Hvítur reykur lið-
aðist hægt út um rifurnar í þiljunum og samskonar reykjarlopar lið-
uðust ógnandi upp í loftið milli plankanna i þilfarinu. Eldurinn hlaut
að vera einhversstaðar neðanþilja, þar undir, sem reykurinn kom
upp.
— Eldur! Eldur!
Loks heyrðu þeir til hennar og litu í áttina þangað sem hún benti.
— Það er eldur á milliþilfarinu. Hafið þið bjargað konunum út?
— Nei, svaraði Manigault. -— Við sögðum þeim aðeins að halda
kyrru fyrir meðan á bardaganum stæði, en ef það er eldur hversvegna
koma þær þá ekki út.
Og hann öskraði af öllum mætti. — Komið út! Komið út! Það logar
i skipinu.
— Kannske að þær séu þegar kafnaðar, sagði Berne og þaut af
stað og Mercelot á hælum hans.
Athyglin haíði beinzt frá fanganum sem stökk fram fimur og þög-
ull eins og tígur. Dauft gutlandi hljóð barst frá franska sjómanninum,
sem stóð á verði frammi fyrir káetu Rescators, um leið og hann féll
til jarðar, skorinn á háls með rýtingnum sem Rescator hafði dregið
með eldingarhraða upp úr öðru stigvélinu.
Þegar hinir snéru sér við sáu þeir ekki annað en lík mannsins
liggjandi á þilfarsplönkunum. Rescator' hafði leitað skjóls í káetu
sinni, þar sem þeir náðu ekki lengur til hans. Nú myndi hann þegar
hafa gripið til vopna og það yrði ekki barnaleikur að ná honum út
aftur.
Manigault kreppti hnefana, þegar hann gerði sér ljóst, að leikið
hafði verið á hann.
— Djöfullinn hirði hann! En hann græðir ekkert á þessu nema ef
til vill tíma. Tveir af ykkur verða hér eftir á verði, sagði hann og
sér að nokkrum vopnuðum sjómönnum og svo getum við átt við
hann á eftir. Hann getur ekki flúið. Haldið vörð um þessar dyr og
hleypið honum ekki lifandi út.
Angelique heyrði ekki þessi siðustu orð. Tilhugsunin um að Honorine
væri í miðjum þessum darradansi hafði komið henni til að þjóta af
stað.
ÞaÖ var ógerlegt að sjá nokkuð. Beme og Mercelot stóðu fyrir fram-
an dymar, supu hveljur og hóstuðu og reyndu að brjóta þær niður.
— Það hefur verið settur slagbrandur fyrir, innan frá.
Þeir gripu axir og heppnaðist að brjóta hurðina.
Einhverjar mannverur skjögruðust á móti þeim og héldu um
augun. Gegnum þykka reykjarsvæluna heyrðu Þau hósta og hnerra,
óp og öskur. Angelique stakk sér inn í mökkinn, sá ekki handaskil
og rakst hvað eftir annað á ósýnilegar verur, sem börðust um í þessari
martröð. Hendur gripu um hana. Hún þreif þau af börnunum sem
urðu á vegi hennar og dró þau út. Næstum án þess að gera sér ljósa
þýðingu þess fann hún að það var engin reykjarlykt af þessum mekki.
Hana sveið í augun og hálsinn, en að öðru leyti fann hún ekki til
neinna óþæginda. Hún fór aftur inn í reykjarkófið að leita að Hono-
rine, en að þessu sinni óttaðist hún ekki að það liði yfir hana. Hún
heyrði deyfðar raddir allt í kringum sig.
— Sara! Jenný! Hvar eruð þið?
— Ert það þú?
— Ertu lasin?
— Nei, en við gátum ekki opnað dyrnar né kýraugun.
— Mér er hræðilega illt í hálsinum.
— Berne, Carrére, Darry, komið með mér. Við verðum að komast
að því hvar eldurinn er.
— Þaö er cnginn eldur!
Allt í einu sá Angelique sig í anda standa í mistrinu og horfa á
Candia leysast upp í eldi. Þrisiglu Rescators rak burtu í hjúp af gul-
leitum reyk og Savary hrópaði;
— Hvað i ösköpunum er þetta hvíta ský við sjávarborðið. HvaJB ei’
það?
Angelique kraflaði sig yfir þilfarið og þreifaði eftir Honorine. Henni
var rórra núna. Það var enginn eldur né logar. Hún hefði átt að gera
sér ljóst að þetta var aðeins ein brellan af hendi Rescators, því hinn
hámenntaði greifi hafði alltaf fengizt við visindalegar tilraunir, sem
ævinlega höfðu gert fólk tortryggið i hans garð og hrætt við hann
hvar sem hann fór.
— Opnið kýraugun, hrópaði einhver. Einhver sterkur varð við þess-
um óskum, en þrátt fyrir allt ferska loftið var þessi óvenjulegi reyk-
ur lengi að hverfa; hann loddi við allt á þiljunum og það var eins
og hann væri fastur við vxeggina.
Að lokum kom Angelique auga á fallbyssuna, sem hún hafði hafzt við
hjá á þessari ferð og hengikoju Honorine. Hún var tóm. Hún leitaði
áfram og rakst á konu, sem ráfaði um með andlitið falið í höndum
sér. Abigail! Veiztu hvar dóttir mín er?
I stað þess að svara tók Abigail að hósta ákaflega. Angelique greip
um hana og studdi hana að einu kýrauganu.
— Þetta er ekkert. Ég held að þetta sé ekkert hættulegt, aðeins
óþægilegt.
Þegar Abigail náði andanum aftur, sagði hún Angelique að hún
hefði einnig verið að leita að Honorine.
— Ég held að sikileyski sjómaðurinn sem gætti hennar hafi farið
með hana burtu skömmu áður en híbýli okkar fylltust af reyk. Ég
var nokkuð frá honum, en ég sá hann risa á fætur og fara út i hinn
endann og hann bar eitthvað, sem hefði getað verið barnið. Ég tók
ekki svo glöggt eftir því ...... við vorum öll að tala um það sem
fram fór um borð. Ég hafði svo miklar áhyggjur .... Fyrirgefðu
mér Angelique, að ég skyldi hugsa svona illa um hana. Ég vona að
ekkert hafi komið fyrir hana. Sikileyingurinn gætti hennar eins og
sjáaldur auga síns.
Hún hóstaði aftur og neri rauð, þrútin, társtorkin augun. Þykku
4 VIKAN 19-tw-