Vikan - 16.05.1968, Page 5
köfinu var nu ögn að Iétta eíns og árdegísmistúr hverfur fyrír geisl-
um risandi sólar. Þær greindu nú umhverfið, en sáu ekki nein merki
um eld né sviðinn við.
— Ég hélt að þú hlytir að vera drukknuð Angelique, að Þér hefði
skolað fyrir borð í þessum hræðilega stormi. Þegar smiðirnir komu í
gærkvöldi, leið yfir Maitre Mercelot. Við hjálpuðumst öll við að halda
uppi þilfarinu og koma i veg fyrir að það hryndi ofan yfir okkur. Hér
var allt á kafi í sjó. Við hefðum ekki getað haldið þetta út lengur.
Smiðirnir voru stórkostlegir!
— Og með morgninum myrtuð þið þá alla, sagði Angelique beisk-
lega.
— Nákvæmlega hvað gerðist? spurði Abigail skelfingu lostin.
— Við vorum allar steinsofandi af hreinni örmögnun og þegar við
vöknuðum voru allir karlmennirnir vopnaðir. Faðir minn lenti í ofsa-
fenginni deiiu við Mansieur Manigault. Hann bjóst við að þeir hefðu
eitthvað ótrúlega heimskulegt I hyggju.
— Já, þeir hafa lagt undir sig skipið. Drepið alla þá sem voru uppi
á þiljum og skotið þá sem hvíldu sig í lestunum. Það er allt á öðrum
endanum.
Angelique lét hendur falla niður með hliðunum I örvæntingu. Hún
hafði ekki lengur þrótt til að hugsa um hvað komið hafði fyrir Joffrey
né Honorine, né heldur hver myndi verða endirinn á þessu hræði-
lega slysi.
Atvikin höfðu komið svo þétt hvert á eftir öðru að henni fannst
þau hafa leikið hana enn verr en stormurinn.
— Hvað getum við gert móti mannlegri heimsku? spurði hún og
horfði eins og dösuð á Abigail. — Ég veit það einfaldlega ekki. Hvað
getum við gert?
— Ég held ekki að þú hafir neina ástæðu til að óttast vegna dóttur
þinnar, sagði vinkona hennar i von um að róa hana. — Rescator gaf
Sikileyingnum sérstök fyrirmæli, þegar hann kom hingað i gærkvöldi,
maður gat látið sér detta í hug að það væri hans eigin dóttir sem
hann var að trúa honum fyrir. Ef til vill hefur hann taugar til henn-
ar Þín vegna. Rescator er ástfanginn af þér, er ekki svo?
— Þetta er þá aldeilis tími til að tala um ást! hrópaði Angelique
og fól andlitið i höndum sér.
En þessi veiklundartilfinning hennar varði aðeins stutta stund.
— Segirðu að hann hafi komið hingað í gærkvöldi?
— Já. Við fylktumst allar um hann, og kölluðum: — Bjargið okk-
ifr! Og svo Angelique, ég get varla útskýrt Það sem gerðist næst.
Ég heid að hann hafi hlegið og við vorum ekki lengur hræddar og
við vorum vissar um að við myndum sleppa úr klóm dauðans:
— Stormurinn mun ekki gleypa ykkur, dömur mínar. Þetta er aðeins
pínulítill stormur og hann er ekki svangur. Við skömmuðumst okkar
fyrir óttann, hann sagði fyrir og fylgdist með smiðunum meðan
þeir unnu og siðan ......
— Og síðan kom hann aftur til mín .... hugsaði Angelique, — og
tók mig í fang sér. Nei, ég má ekki missa kjarkinn. Enginn má geta
sagt að örlögin hafi leitt mig þetta langt, beint upp í fangið á hon-
um og ég hafi þá gefizt upp af einskærri þreytu.
— Þetta er lokaátakið, sagði einhver rödd lengst innra með henni.
— Örlögin vilja ekki viðurkenna ást okkar, sagði hún upphátt. Ef
til vill er það vegna þess að hún er of fögur, of mikil og of sterk.
En það er möguleiki að breyta örlögunum, sagði Osman Faraji svo
oft.
Hún herti sig upp og reis á fætur, ákveðin í bragði.
— Komdu, fljót, sagði hún við Abigail.
Þær klöngruðust yfir skranið sem lá eins og hráviði um allt þil-
farið. Nú var reykjarmökkurinn að mestu horfinn. Hann loddi aöeins
eftir í skotum og kverkum, með ofurlítið súrum þef.
— Hvaðan úr ósköpunum kom þessi reykur? spurði Angelique.
— Það var eins og hann kæmi allsstaðar frá I einu. Fyrst hélt ég
að ég væri að sofna eða að það væri að líða yfir mig. Ójú, nú man
ég. Ég man ekki betur en ég sæi gamla, arabiska lækninn á kreiki
hér. Hann var með griðarstóra svarta glerflösku, svo þunga að hann
rogaði henni varla. Ég hélt að þetta væri draumur, en kannske það
hafi- verið þannig i raun og veru.
— Ég sá hann líka, tóku fleiri í sama streng.
Uppi á þiljum var konum og börnum farið að líða betur. Allir voru
enn undrandi og kvíðnir, en enginn var illa haldinn. Fjölmargir
höfðu séð Abd-el Mechrat rísa upp úr reykjarflókanum um leið og hann
tók að umlykja þau.
— En hvernig í ósköpunum komst hann inn og út aftur? Þetta eru
galdrar!
Að mæltum þessum orðum litu þau hvert á annað með skelfingu.
Óttinn, sem hafði leynzt með þeim, siðan þau komu um borð I
Gouldsboro fór nú að taka á sig skýra mynd.
Manigault skók hnefana að glerrúðunum, sem glampaði á uppi á
afturþiljunum. Hann er galdramaður! Hann vogaði sér að ráðast á
börnin okkar til að beina reiði okkar frá honum, svo hann gæti
flúið.
Angelique gat ekki afborið þetta og þaut inn í hóp þeirra.
— B’íflin ykkar! í fimmtán ár hefur fólk núið honum því sama um
nasir. Töframaður, galdrakarl! Alltaf sama þvælan. Hálfvitarnir ykk-
ar! Hvaða gagn hafið þið haft af trúnni ykkar eða öllum prédikun-
um prestanna, ef þið eruð jafn þröngsýn og hinir fáfróðu, pápisku
bændur, sem þið fyrirlítið svo mikið? Hve lengi ætlið þið, hinir ein-
földu, að halda fast við einfeldnina? Og þeir sem fyrirlíta að njóta
fyrirlitningarinnar, hinir fávisu að njóta vanþekkingarinnar? Þið sem
lesið biblíuna, hafið þið nokkurntiman velt fyrir ykkur þessum
orðum? Hve lengi ætlar maðurinn að hata þá sem hann ekki skilur,
hata hvern þann mann, sem nýtur þeirrar guðs gjafar að sjá lengra
en félagar hans, manninn, sem ekkert getur haldið aftur af í leit
hans að þekkingu á alheminum? Hvaða gagn er af því að vera á leið
til nýs lands ef þið berið með ykkur allan leir heimskunnar á skósól-
unum; allan hinn ófrjóa aur gamla heimsins?
Hún lét sig engu varða um andúð þeirra. Hún var hafin yfir
óttann. Hún var það eina sem gat orðið milligöngumaður milli þess-
ara tveggja andstæðu hópa um borð, sem aldagamall misskilningur
stóð á milli.
— Monsieur Manigault, trúir þú í raun og veru að þú hafir orðið
vitni að göldrum? Nei, auðvitað gerirðu það ekki. Hversvegna ertu
þá að reyna að fylla þetta einfalda og hræðslugjarnafólk af lygi og
svikum. Sjáið þér prestur! hún snéri sér að gamla manninum sem
sat þarna þegjandi. — Sjáðu hve mikið er eftir af réttlætiskennd og
sannleiksást hjarðar þinnar, sem var svo roggin með sig heima i La
Rochelle .umkringd auði sinum og þægindum! Nú stjórnaist gerðir
þeirra af græði, afbrýðissemi og illgirni i sinni auvirðulegustu mynd.
Þú gerðir þetta ekki einungis aí því að Þú óttaðist að tapa peningun-
um þínum, Monsieur Manigault, heldur vegna Þess að i Vestur-Xndíum
óttaðist þú að eiga ekki nóg. Þetta fallega skip var afar freistandi og
til þess að haia afsökun hefurðu sannfært sjálfan þig um að þú sért
að gera guðs vilja með því að hrifsa það sem þú getur af þessum
útlögum.
— Og ég held íast við þá skoðun, svaraði Manigault. Og það sem
meira er, útlagar eru til alls vísir og við vitum ekki hvernig þeir
hala í hyggju að meðhöndla okkur. Ég veit aö þú ert á móti okkur,
prestur. Þú hvattir okkur til að biða. En bíða eftir hverju? Þegar við
erum komin á óbyggða strönd, eigum við ekkert og erum vopnlaus,
hvernig getum við þá varið okkur? Ég hef heyrt mikið af sögum um
ógæfusamt fólk, sem lagði af stað til nýja heimsins og var þar selt
af ósvífnum skipstjórum, fyrirtækjum sem áttu landið, sem ætlaði að
gera það að nýlendum. Við berjumst á móti þeim örlögum. Og það sem
meira er, við berjumst við villutrúarmann, guðlausan mann, án minnstu
siðgæðisvitundar eða trúar. Ég hef heyrt að hann hafi verið leyni-
legur ráðgjafi sambandsins í Konstantinópel og hann er rétt eins og
þeir trúleysíngjar, grimmur og sviksEimur. Reyndi hann ekki rétt í
þessu að bana konum okkar og saklausum börnum?
— Hann reyndi einfaldlega að dreifa athygli ykkar meðan þið
ógnuðuð lífi hans og ég álit að það sé fullkomlega réttlætanlegt.
— Veslingurinn! Álitur þú ekki að sá maður sem vílar ekki fyrir
sér að svæla út fjölskyldur okkar eins og rottuhóp sé svo grimmur
að honum sé til alls trúandi?
— En þetta var allt saman mjög meinlaust, ef dæma skal eftir
núverandi útliti fórnarlambEinna.
— En hvernig gat hann kveikt þennan eld með augnaráðinu einu
saman? spurði einn af bændunum frá þorpinu St.-Maurice. Hann ræddi
við okkur af kappi, þegar reykurinn kom allt i einu í Ijós. Það eru
galdrar eða er það ekki?
Manigault yppti öxlum. — Fíflið þitt, tautaði hann. — Það þarf ekki
miklar gáfur til að skilja það. Hann hafði samsærismann, sem við
fylgdumst ekki nægilega vel með — þennan gamla, arabiska lækni, sem
'virtist of veikur til að hægt væri að færa hann tiL Við létum hann
éiga sig i bólinu — og sikileyingurinn hefur sennilega verið i vitorði
með honum. Ég ímynda mér að Rescator hafi sent hann hingað í
ákveðnum tilgangi, vegna þess að hann hafi fundið á sér að eitthvað
gæti gerzt. Hann reyndi að vara húsbónda sinn við, en sem betur fór
sáurn við við honum. En hann hlýtur að hafa lagt á ráðin fyrirfram
við arabalækninn, ef eitthvað skyldi ganga úrskeiðis. Sögðuðu þið að
þessir þrir af bölvuðu sonum Múhameðs hafi rogazt með stóra, svarta
glerflösku ?
— Já, já, við sáum hana! En við héldum að það væri bara draumur.
— Mér þætti gaman að vita hverskonar eitur hefur verið i þeirri
flösku.
— Ég veit hvað það var, sagði Anna frænka. — Það var ammoníaks-
gufa, fullkomlega meinlaust salt, en dálítið óþægilegt. Það vekur fólki
ævinlega skelfingu, þegar gufunni er hleypt úr í loftið, því hún er
einkennilega lik þykkum reyk af eldi.
Hún hóstaði hægversklega og strauk sér um augun, sem enn voru
þrútin eftir þetta „meinlausa salt“.
—• Heyrið þið? Heyrið þið? hrópaði Angelique heiftúðug,
En uppreisnarmennirnir kærðu sig ekkert um að hlusta á mjóa rödd
þessarar gömlu, lærðu konu. 1 stað þess að þessi eðlilega skýring róaði
þá gerði hún þá aðeins enn reiðari. Þeir höfðu álitið sig hafa töglin og
hagldirnar, en Rescator hafði snúið á þá með tækni sem Þeir höfðu
ekki kallað annað en djöfullega. Hann hafði dreift huga þeirra með
tali sínu og þeir höfðu verið svo fávísir að taka að rökræða við hami.
Á meðan hafði hann unnið tíma. Samsærismenn hans höfðu haft tæki-
færi til að undirbúa þennan falska eld og Rescator hafði heppnazt að
sleppa frá þeim með því að nota sér þá ringulreið, sem ævinlega fylgir
eldi um borð í skipi á rúnisjó.
— Hversvegna í ósöpunum drápum við hann elcki þegar í stað?
þrumaði Berne, frávita af reiði.
—-Ef þið snertið eitt hár á höfði hans ,svaraði Angelique milli
samanbitinna tannanna .... E'f þið vogið að leggja hönd á hann....
— Hvað myndirðu þá gera, greip Manigault fram i og sneri sér að
henni. — Við höfum völdin núna, Dame Angelique og ef Þú sýnir óvinum
okkar of mikla velvild verður þú einnig sett þangað sem okkur stendur
ekki lengur hætta af þér.
— Leggið bara hönd á mig, svaraði hún herská. — Reynið það bara
og sjáið hvað setur.
Það var einmitt Það sem þeir þorðu ekki að gera. Þeir myndu halda
áfram að ógna henni; þeir vonuðu allir af einlægni að hún myndi
gefast upp og hætta að tala. Hvert orð hennar skall á þeim eins og
högg, en samt vogaði enginn að gera henni miska, þótt enginn þeirra
hefði getað útskýrt hversvegna.
Angelique hélt dauðahaldi í þetta vald sitt yfir þeim, þrátt fyrir allt.
Enn einu sinni horíði hún á þá með ákveðnu fasi og lét til skarar skríða.
— Komið aftur upp á skutpallinn. Við verðum að semja við hann,
hvað sem það kostar.
Þeir fylgdu henni næstum auðmjúkir. En þegar þeir gengu eftir
göngubrúnni, litu þeir út á hafið, þokunni hafði létt, en ammoníak-
svælan lá eins og brennisteinslitt ský, skammt frá skipinu, en hafið var
spegilslétt og kyrrt og Gouldsboro bærðist varla á öldunum. Það var
næstum eins og höfuðskepnurnar hefðu ákveðið að gefa öllum tækifæri
og tíma til að jafna deilurnar.
En setjum svo að aftur kæmi til átaka, hugsaði Manigault. — Hvað
í ósköpunum myndi ég gera á móti öllum þessum mönnum sem eru
lokaðir niðri í lestunum? Við verðum að ná þeim á okkEir band, eins
fljótt og hægt er.... Og til þess verðum við að ná Rescatori og láta
þá halda að hann sé dauður .... Það er það eina sem gæti bugað Þá.
Meðan þeir álíta hann á lifi gefa þeir ekki upp vonina um að hann
vinni einhverskonar kraftaverk .... hann er enn á lífi!
Framhald I næsta blaði.
19. tbi. VIKAN 5