Vikan - 16.05.1968, Side 11
frétt@menn
SendiBaluriin góii með rauðu hifuna
Eins og háfiskavaða steypti sveit
franskra Thunderstreak-sprengju-
flugvéla sér drynjandi niður að
glitrandi haffleti Miðjarðarhafsins,
og beindu fluginu [ átt til reykjar-
mökksins, sem lá yfir Port Fuad.
Blaðamaðurinn Jean Roy var stadd-
ur á skipi, sem var að sigla í höfn
og aðgætti hvernig þær þutu yfir
hafnarmannvirkin. Að eyrum hans
bárust hvellirnir af sprengikúlu-
byssum þeirra, þar sem þær gerðu
usla í fallbyssuhreiðrum Egypta.
Roy renndi augunum forvitnilega
um hóp liðsforingja, sem stóðu um-
hverfis hann á þilfari skipsins.
Þessi maður hafði ekki lengur
tölu á því hve oft honum hafði ver-
ið teflt fram í orrustu.
Það var ekki aðeins að honum
væri orðið eiginlegt að leggja sig
í hættu, heldur var hættan orðin líf
hans og yndi, og hann var farinn
að geta fundið á sér bardagahit-
ann sem kemur í þá sem eiga að
steypast út ( hringiðu orrustunnar.
En þennan nóvember árið 1956
var öðru máli að gegna. Bardaga-
hugurinn var enginn, og liðsfor-
ingjarnir hlógu og gerðu að gamni
sínu. Sumir þessara manna höfðu
verið vottar að áköfum bardögum
við drápgjarnan og óbilgjarnan
óvin austur í Indó-Kína, þeir hinir
sömu höfðu ótakmarkaða fyrirlitn-
ingu á hermennsku Egypta, og það
var álit flestra að viðureignin sem
nú var fyrir höndum yrði ekki ann-
að en fyrirhafnarlítil herganga.
En hvað Jean Roy snerti, þá voru
endalok ævi hans skammt undan,
þó slíkt væri ekki á færi hans að
vita. Fréttaskýrslan sem hann var
að semja átti eftir að verða hans
sfðasta.
Frá því að skipið sem flutti hann
bar að landi í Port Fuad og til þess
að kúlnahrota úr vélbyssu gerði
enda á líf hans, liðu aðeins þrír
dagar. Það voru hinir þrfr afdrifa-
ríku dagar þegar Bretar, Frakkar
og (sraelsliðar unnu hinn fræga
sigur en töpuðu striðinu, á þeim
sömu dögum var það sem snöggur
endir varð á ævisögu Jeans Roy.
Það var ævisaga sem hófst í
Dusseldorf í Þýzkalandi árið 1921.
Ekki var Jean Roy hið rétta nafn
hans, heldur hét hann Yves Leleu
de Bourbiere og var sonur Roberts
Leleu ofursta, sem var frakkneskur
hermálafulltrúi. Yves litli ólst upp
í Þýzkalandi þangað til foreldrar
hans fluttust til Perstu, Tyrklands
og síðast Libanon. Þegar síðari
heimsstyrjöldin var hafin var faðir
hans kallaður heim, en þegar Þjóð-
verjar höfðu lagt undir sig land
hans, gekk öll fjölskyldan í and-
spyrnuhreyfinguna.
En hinum nítján ára gamla Yves
nægði ekki það starf sem and-
spyrnuhreyfingamenn inntu af
hendi. Hann tók saman föggur sín-
ar, kvaddi foreldra sína og systur,
Christiane, og hélt yfir landamæri
Frakklands og suður yfir Pýrenea-
fjöll.
Eftir að hann hafði gist um tíma
í nokkrum spænskum fangelsum,
komst hann á flutningaskip á leið
til Southampton.
Þegar hann kom til Englands
gekk hann [ her Frjálsra Frakka og
fékk þá stöðu liðsforingja fallhlíf-
arhermanna. Þá var það að hann
tók sér nafnið Jean Roy — bæði til
þess að leyna uppruna sínum og
sambandinu við fjölskyldu sína, og
eins vegna þess að „Jón konung-
ur' (Jean Roi) hefur ( frönskunni
herskáan, þjóðlegan hljóm. Menn
voru nefnilega farnir að kannast
við það af afspurn hvernig Jean
Roy ætti að vera: þrekvaxinn og
brosleitur, ungur maður ( bardaga-
jakka með dulariitum, og með
rauða baskahúfu kæruleysislega
setta á höfuðið, en með hálfa síga-
rettu lafandi í öðru munnvikinu,
og helzt ókveikta eða slokknaða.
Það var þessi hugmynd sem átti
eftir að gera hann frægan allt frá
Framhald á bls. 39.
V
J
w.tw. yiKAN 11