Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 13
Þegar Siglingaklúbburinn hélt árshótíð sína, fékk hún auðvitað nasgilegt efni til
skreytingar, heilt vagnhlass af nellikum, liljum og rósum, enda breytti hún gamla,
hrörlega klúbbhúsinu í töfrandi vistarverur, það var eins og draumur á Jóns-
messunótt.
Þegar við Mark komum þangað um kvöldið, angaði blómailmur á móti okkur
og hliómsveitin var að spila heillandi vals. Ég hafði ekki komið ( klúbbinn ( tvö
ár. Það er ekki auðvelt að komast að heiman, þegar maður á tvlbura. Það var
alltaf eitthvað, ýmist voru tvíburarnir að taka tennur, þeir fengu mislinga og
kíghósta, svo það varð ekki mikill tími til að lyfta sér upp. En ( kvöld gat ég verið
róleg, enda var ég ákveðin ( að skemmta mér vel. Ég breytti gamla samkvæmis-
kjólnum mínum, breytti um hárgreiðslu og þegar ég var búin að skvetta á mig
síðasta ilmvatnsdropanum, fannst mér með sjálfri mér að ég
væri ómótstæðileg.
Mark varð eftir í anddyrinu til að tala við Lee Baines, for-
mann klúbbsins, en ég fór inn í snyrtiherbergið. Þegar ég var
að leggja frá mér kápuna, kom ég auga á Luellu. Kjóllinn henn-
ar var einfaldur og látlaus. Flestum hefði dottið í hug að hún
hefði saumað hann sjálf, en ég var viss um að þetta var fok-
dýr modelkjóll.
Hún virti mig fyrir sér, frá hvirfli til ilja> og. sagði:
— En hvað það er gaman að sjá þig aftur, Philippa! Það er
heil eilifð síðan ég sá þig síðast. Þú lítur stórkostlega vel út!
Ég hef grun um að Luella segi aldrei það sem hún í raun og
veru meinar. Ég er viss um að hún hugsaði sem svo: — Þessi
kjóll hefði passað þér ágætlega, áður en þú áttir tvíburana.
Passaðu þig á því að anda djúpt, kjóllinn getur rifnað!
Blóðið þaut upp í höfuðið á mér, af reiði og smán, og ég
varð fjúkandi með sjálfri mér yfir því að við áttum engan brúk-
legan spegil, svo ég hefði getað séð mig alla. Þegar ég mát-
aði kjólinn, gat ég ekki séð hvernig kjóllinn fór mér, svo að
ég varð að spyrja Mark. Hann lá uppi í rúmi og var að lesa
bók um apategundir (hann er nefnilega mannfræðingur). Hann
leit upp úr bókinni, andartak, og sagði, hálf utangarna, að
kjóllinn klæddi mig prýðilega.
Og ég trúði honum! Nú, þegar ég stóð andspænis Luellu,
fannst mér að ég hefði eins geta farið í gamlan kartöflupoka.
En ég var ákveðin ( því að láta hana ekki sjá, að hún hafði
svipt mig sjálfsálitinu.
— Mér líður líka Ijómandi vel, sagði ég glaðlega.
Luella brosti við, og ég var viss um' að hún trúði þessu rétt
mátulega.
— Heyrðu, veiztu annars hver er hér í kvöld? spurði hún. —
Það er gamall vinur þinn.
— Gamall vinur minn? Hver er það?
— Conrad Hiller. . . .
Ég fann til einhvers undarlegs tómleika. Þetta gat ekki verið
satt. Það mátti ekki vera satt, — ekki í kvöld, þegar ég var í
þessari gömlu kjóldruslu, og Luelia var búin að svipta mig
gjörsamlega öllu sjálfstrausti.
Það var ekkert réttlæti í því að þurfa að hitta þennan mann,
manninn sem ég hafði 'verið trþlofuð fyrir fimm árum síðan,
einmitt í kvöld, án þess að vita það fyrirfram.
— Eg hélt að það myndi gleðja þig að hitta hann aftur,
sagði Luella, og mér fannst rödd hennar vera eins og svipuól
á særða sál mína.
En ég kyngdi angistinni og sagði hressilega:
— Það er svei mér óvænt — Conrad! — Ég hafði ekki hug-
mynd um að hann væri kominn aftur til Englands. Það síð-
asta sem ég vissi um hann var það að hann væri á villidýra-
veiðum í Afríku.
— Eg hef heyrt að hann hafi gert mjög merkilega kvikmynd
í Afríku, sagði Luella og fór.
Eg var stundarkorn að jafna mig, svo fór ég á eftir henni.
Fætur mínir voru þungir sem blý, þegar ég hugsaði um sam-
band okkar Conrads fyrir fimm árum. Drottinn minn, hve ég
var þá ung og heimsk....
Við hittumst í Grikklandi, í smáþorpi við ströndina. Pabbi var
að skrifa bók um forna mosaik, og ég var eins konar einka-
ritari fyrir hann.
Við kynntumst á hótelinu, að kvöldlagi, og eftir viku vorum
við orðin ástfangin upp fyrir bæði eyru. Hann var fyrsti mað-
urinn sem ég varð ástfanginn (, og ég var ýmist uppi ( skýj-
unum, eða ég leið óbærilegar þjáningar.
Þegar hann kyssti mig ( fyrsta sinn, lá mér við yfirliði af
sælu. Þrem vikum síðar bað hann m(n.
Pabbi var utan við sig, þegar hann veitti okkur blessun
sína, og sagðist vona að hann gæti séð fyrir mér. Við fórum
til Aþenu, og Conrad keypti fallegan, gamlan hring handa mér.
Við drukkum létt vín á veitingastofu, og fórum svo út að sigla
á hafinu, sem glitraði í tunglskininu. Ailt var svo fagurt og
rómantískt, að mér fannst það líkast draumi. Við sórum þess
dýra eiða að elska hvort annað til æviloka, og að aldrei skyldi
neitt koma þar á milli.
Við fórum svo heim til Englands, hittumst daglega. Við vor-
um hamingjusöm og hlökkuðum til brúðkaupsins.
En svo fór eitthvað úrskeiðis, allt virtist ganga á tréfótum,
en við gátum ekki gert okkur það Ijóst, hverju það var að
kenna. Við urðum oft ósammála, og oftast endaði það með
Framhald á bls. 33.
19. tbi. VIKAN 13