Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 15
Fyrstu misklíð milli ungra hjóna getur alltaf borið að, en venjulega er það
þó þegar dagsins .önn byrjar, að afstöðnu brúðkaupi og hveitibrauðsdögum.
Maður og kona hafa oft ólík sjónarmið, þau verða að læra að virða hvort
annað, aðlagast hvort öðru og vinna að sameiginlegri heill.
EFTIR EVELYN HOIVIE
alltaf að vera á einu máli, en mig langar
til að segja, að eftir atvikið með lampann,
leið æ lengra á milli að við hjónin yrðum
ósátt.
Við hjónin rökræðum oft og látum skoð-
anir okkar í ljós, þótt við séum ekki sam-
mála, en það kemur mjög sjaldan fyrir að
við beinlínis rífumst út af hlutunum.
Þegar hjón rökræða um fjárhaginn, er
það mjög áríðandi að þau komi sér niður
á skynsamlegar ráðstafanir; og þá ríður á
að góður vilji sé fyrir hendi hjá báðum að-
ilum.
Skynsamar manneskjur gera oftast ein-
hverjar áætlanir fyrir brúðkaupið, og það
er ekki nema gott eitt að segja um það.
En eitt er k.ennisetning og annað fram-
kvæmd. Mig langar til að minna á að það
er fátt sem skapar meiri úlfúð en peninga-
málin.
Venjulega er það konan, sem verður að
haga sér að óskum húsbóndans. Hafi hún
eigin tekjur, eru þær venjulega lægri en
laun mannsins, og það er hann sem verður
að annast aðalútgjöldin.
Fyrr eða síðar er það maðurinn einn,
sem verður að vinna fyrir daglegu brauði,
að minnsta kosti meðan börnin eru ung.
Það er í sjálfu sér eðlilegt að laun manns-
ins fari fyrir daglegum þörfum, en laun
konunnar, ef einhver eru, séu þá lögð til
hliðar, jafnvel sett á bEmkabók, til að nota
þá í sérstökum tilgangi, t.d. til ferðalaga,
eða til að eignast eitthvað nýtt til heim-
ilisins.
Piparsveinar hafa sjaldan nokkra hug-
mynd um hvað hlutirnir kosta. Þeir borða
lcannski úti, heima hjá foreldrum, eða þá
að þeir kaupa heimskulega inn.
Það getur komið ungum eiginmanni mjög
á óvart að t.d. þvottaefni kosti nokkra pen-
inga, og mánaðarafborganir af þvottavél-
inni eru peningar, sem verða að borgast
mánaðarlega.
Það má líka vel vera að unga konan viti
ekkert um verðlag daglegra nauðsynja, hafi
búið hjá foreldrum sínum og móðir hennar
stjanaði við hana. Hún hefir kannski borg-
að eitthvað smávegis heim, en ekkert í lík-
ingu við það sem uppihald hennar raun-
verulega kostaði.
Ef unga konan er ekki því meiri fjár-
málaspekingur, er það ekki nema sjálfsagt
að hún hagi útgjöldunum eftir samkomu-
lagi við manninn. Séu þau sammála, er allt
í lagi.
En aðalatriðið er að komast að samkomu-
lagi, taka tillit hvort til annars og að temja
sér óeigingirni.
Hjón, sem eru sammála í peningamálun-
um, en komast samt í skuldir, eru áhyggju-
full vegna þess, en elskast samt af öllu
hjarla. Svo eru önnur, sem rífast um pen-
ingamálin, já, jafnvel skilja vegna þeirra,
þótt þau skuldi ekki einn einasta eyri.
Venjulega er það konan sem verður að
slétta úr daglegum misfellum á heimilinu.
Þetta á líka við í samskiptum við ættingj-
ana. Það er venjulega á hennar valdi að
foreldrar beggja séu ánægðir, það er hún
sem heimsækir þá, eða býður þeim heim
og sér til þess að þeim sé gert jafnt undir
höfði. Og það er líka hún sem verður að
vernda einkalíf sitt og eiginmannsins, fylla
ekki heimilið stöðugt með gestum, það gæti
orðið til þess að ungu hjónin gætu ekki
notið samvistanna eins og skyldi.
Þetta er kannski ekki réttlátt, en ég held
að það sé samt staðreynd.
Það er örugglega líka. heppilegt fyrir
ungu konuna að viðhalda kunningsskap við
vini og ættingja manns síns, eftir því sem
hann óskar. Það getur skeð að unga konan
sé hálf smeyk við að bjóða fólki heim, en
það er nú einu sinni svo að maðurinn er
félagsvera, og fyrr eða síðar verður maður
að hafa samneyti við annað fólk, enda get-
ur það orðið leiðigjarnt að einangra sig um
of, hve mikið sem hjónin elska hvort ann-
að.
Þess vegna vil ég gefa ungum hjónum
það ráð, að hika ekki við að þiggja vináttu
og halda sambandi sínu við vini sína.
Þegar börnin koma, kynnist móðirin
venjulega betur nágrönnum sínum gegnum
þau. En á fyrstu hjúskaparárunum er það
skynsamlegast fyrir hana að amast ekki við
vinum mannsins, þótt henni kunni að Hka
misjafnlega vel við þá. Það er nú einu sinni
þannig að venjulega eru það frekar vinir
mannsins, sem hjónin umgangast mest, þótt
það sé ekki algild regla.
Hvað æskuvinkonum þínum viðvíkur,
verðurðu að vona hið bezta. Ef manninum
þínum likar ekki allskostar við þær, er skyn-
samlegt að viðhalda sambandinu við þær á
þeim tíma, sem maðurinn er upptekinn af
vinnu sinni, ef þú getur komið því við.
Mér er það ljóst að ég hefi aðallega hald-
ið fram þeim sjónarmiðum að konan eigi
að laga sig eftir manni sínum. En það er
á einu sviði sem ég álít að það eigi að vera
maðurinn, sem leggur sig fram til að við-
halda hamingju hjónabandsins, og þar á ég
við kynferðislegu hliðina. Hann verður þá
oft að temja sér þolinmæði.
Það er hann sem venjulegast hefir frum-
kvæði í þeim málum, hann sem hefir meiri
reynslu og verður að sýna þá ástúð sem
skapar öryggi frá upphafi.
Auðvitað tala ég um þetta á breiðum
grundvelli. Það eru auðvitað margar konur
sem eru öruggar og ófeimnar og njóta ásta-
lífgsins frá fyrstu stundu. Svo eru líka til
karlmenn sem bókstaflega vilja að konan
hafi frumkvæðið, eða þurfa þess, vegna
meðfæddrar feimni.
Nú langar mig til að segja nokkuð, sem
ég veit að vekur bæði andmæli og gremju,
en ég ætla að segja það samt:
Yfirleitt held ég að það sé hollast í hjóna-
bandinu að það sé maðurinn sem ræður,
að hann hafi forustuna.
Mér finnst ég heyra raddir reiðra kvenna:
— Því í ósköpunum á hann að hafa rétt
til að ráða yfir mér?
Sjálfstæðar og viljasterkar konur vilja
ekki viðurkenna yfirráð mannsins ..........
Það skyldi þó ekki vera?
Sjálfsvirðing konunnar byggist að miklu
leyti upp af sambandi hennar við börnin.
Ef það er gott og börnin eru hænd að
henni, þá er hún ánægð.
Manngildi karlmannsins er oftast metið
utan heimilisins, þ.e. hvernig hann stendur
í stöðu sinni í þjóðfélaginu. Honum er það
nauðsyn að samstarfsfólk treysti honum,
sjálfsvirðing hans fer að miklu leyti eftir
því. Þetta hljómar ef til viil undarlega í eyr-
um konunnar, sem finnst það ekki skipta
máli hvað umheimurinn álítur um hana, ef
ástvinir hennar eru ánægðir með hana. En
Framhald á bls. 44.
19. tbi. VIKAN 15