Vikan


Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 18

Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 18
 amlega frjósemi og framleiðslu- hneigð. Fólk sem fætt er við þessar aðstæður fylgir gjarnan eðlislægum óskum sínum og iæt- ur engar þvinganir aftra sér frá í því efni. Kvenfólk fætt undir nauti og mána er talsvert gefið fyrir barneignir og yfir höfuð verður mánagyðjan í þessu til- felli kvenlegum eiginleikum þess til eflingar. Sænska skálddrottn- ingin Selma Lagerlöf er sögð gott dæmi um þetta; hún var að vísu ógift og barniaus ævina út, en tók sér að minnsta kosti eitt fóst- urbarn. Merkúr, þessi fláráði fulltrúi ferðalanga, kaupmanna, þjófa og annarra stétta, sem Forn-Grikkir töldu svipaðs eðlis, var hinsvegar droltnandi í nautmerkinu þegar í heiminn voru bornir auslurríski stjórnmálarefurinn Metternich, holdtekja evrópsks afturhalds á Napóleonstímunum og frægur úr Heljarslóðarorrustu Gröndals, og tónsnillingurinn Richard Wagn- er. (Hann er að vísu fæddur í tvíburamerkinu, en nærri mörk- um þess og nautsmerkisins, sem talið er hafa haft meiri áhrif á skapgerð hans). Eins og annars- staðar þar sem Merkúr hefur af- skipti af málunum, skerpir hann JARÐRÆNT ÞRÍEYKI. Hrúturinn er tengdur upphafi vorsins, hinu vaknandi lífi. Nautið — tímabil þess nær frá tuttugasta og fyrsla apríl til tutt- ugasta maí, að báðum dögunum meðtöldum — drottnar hinsvegar yfir þeim hluta ársins er vorið er í sem mestum blóma. Jurtir og tré standa í fullum skrúða og jörðin er í sínu fegursta pússi. NautmepnÍ hafa verið talin öllu fjölbreytilegri í eðli sínu en hrútmenni, og liggja til þess þær ástæður er nú skal greina. í dýrahringnum táknar nautið sem sé ekki einungis bolann ólma sem heyr sinn dauðadans við matadora og píkadora Spánverj- um og túristum þeirra til gamans eða hnoðar smaladrengjum niður á milli þúfna bölvandi, heldur og mjólkurkúna, þessa blessuðu friðsemdarskepnu sem bjargað hefur fleiri bamslífum en nokk- ur fái tölu á komið, og arðurux- ann, sjálfa holdtekju hins þolin- móða stritþræls sem aldrei mögl- ar. Þessu merki fylgja því auk sterklegra ofsafullra viðbragða stirðbusaskapur, aðgætni, sein- læti, þrautseigja, silaháttur, orka, úthald, ró. Tveir himinhnettir hafa öðrum fremur áhrif á nautið, tunglið og Venus; sá fyrrnefndi yfirleitt til góðs. Venus, stjarna ástargyðj- unnar, er þó hinn fyrsti og æðsti drottnari nautsins. Leggur hún nautmennum gjarnan til líkam- lega fegurð og holdlegan þokka. — Á sama hátt og hrúturinn er eldsættar, þá er nautið ásamt jómfrúnni og steinbukknum jarð- neskrar náttúru og er aukheldur í enn nánara sambandi við móð- ur jörð en hin tvö í þessu þrí- eyki. Megineinkenni nautmenna er hið mikla þol og þrái, sem er aðall búpenings þess er þau eru við kennd, en hreyfiaflið sem merkinu fylgir einnig, breytir þessum eiginleikum í hagnýta orku. Hreinræktuðust verða naut- mennin þegar bæði máni og Ven- us skína hátt í merkinu við fæð- ingu þeirra. Hér verða nú rakin þau ýmislegu áhrif, sem himin- tunglin hafa á nautið. Þess skal getið hugsanlegum misskilningi til fyrirbyggingar, að ekki ein- ungis geta fleiri en ein stjarna haft áhrif á gerð einnar mann- eskju, heldur og fleiri en eitt af merkjum dýrahringsins. Til þess liggja margvíslegar og flóknar stjarnspekilegar ástæður, sem hér er ekki rúm að rekja. ÁHRIF ÝMISSA HIMINTUNGLA Á NAUTIÐ. Þegar tunglið drottnar í nauts- merkinu, eflir það hið skapandi ímyndunarafl, andlega sem lík- 18 VIKAN 19 tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.