Vikan


Vikan - 16.05.1968, Síða 20

Vikan - 16.05.1968, Síða 20
um og gerði það sem af hans lík- um er vænzt við slík tækifæri. Bar þetta þann árangur að drottn- ing varð þunguð og fæddi ó- freskjuna Mínótáros, sem var í mannsmynd en með nautshaus. Var þessi kynblendingur heldur illa Iyntur og eirði engu lifandi sem hann náði til. Geymdi kon- ungur hann í völundarhúsi því hinu mikla, er Dedalos hafði einnig smíðað, og hafði mann- dýrið þar til að tortíma þeim mönnum, sem dirfðust að koma til eyjarinnar, en Mínos var víst heldur litið fyrir gestakomur. Þessi konungur á eyjunni sinni er tákn þess, sem gefur sig á vald takmarkalausri innilokun og um- hverfist ef reynt er að rjúfa þann hring. Slík tilhneiging á sér að jafnaði rætur í djúpri lífshræðslu. ÍKAROS. Endalok Mínótárosar urðu þau að ofurmennið Þeseifur, sem raunar var sagður sonur Pósí- dons, vann á kvikindinu með til- styrk Aríöðnu, dóttur Mínosar, sem lagt hafði á hann ástarhug. Ekki launaði Þeseifur stúlkunni liðveizluna betur en svo, að hann strauk frá henni sofandi á eynni Naxos, en sannaðist þar sem oftar sú þversögn, að menn reynast þeim jafnan verst, sem unna þeim mest. Aríaðna var þó svo stálheppin að Díonýsos kom að henni þarna á eynni og gekk að eiga hana. Hinsvegar fokreidd- ist Mínos við Dedalos, sem verið hafði í vitorði með Þeseifi um dráp Mínótárosar, og lokaði hann og son hans íkaros inni í völund- arhúsinu. En það var nú ekki Dedalosi líkt að deyja ráðalaus; hann smíðaði þeim feðgum vængi, er hann bræddi á þá með vaxi, og flugu þeir síðan burt frá Krít. En íkaros flaug full- nærri sólu, svo að vaxið bráðnaði og hann datt í sjóinn og dó; hafði faðir hans þó tekið honum vara fyrir þessu. (íkaros kom óbeint við sögu íslands í síðari heimsstyrjöld; Hitler hafðj þá látið gera áætlun um hugsan- lega innrás í landið og kallaði hana eftir þessum lukkulausa flugmanni. Bendir þetta til að þekking Foringjans á goðafræð- inni hafi verið eitthvað gloppótt). 20 VTTCAN 19-tw- Hér táknar íkaros metnaðinn og sjálfsálitið, sem ekkert hóf kann sér. Einnig felzt í sögn þessari hið jarðbundna eðli nautsins, sem stöðugt dregur það niður á við, hversu breiðir væng. ir sem á það kunna að verða bræddir endrum og eins. DÍONÝSOS OG BAKKYNJUR HANS. Díonýsos er ekki einungis guð drykkjuskapar og veraldlegra nautna, heldur og upphafinnar leiðslu af því tagi, sem býr yfir skapandi krafti. Hinar túlkandi listgreinar, dans, hljóðfæraleik- ur, söngur og leiklist, eiga upp- runa sinn í dýrkun þessa guðs. Við þekkjum hann fyrir tilstilli Grikkja, en raunar var hann ekki upprunalega tilorðinn með þeim, heldur norður í Þrakíu, en það land svarar nokkurn veginn til þess svæðis sem nú er Búlgaría sunnan Balkanfjalla og evrópski hluti Tyrklands. Þar var þessi guð einkum tignaður af kven- fólki, sem hélt honum roknahá- tíðir að nóttu til með drykkju- skap og glumrugangi. Hámarki sínu náðu þorrablót þessi þegar kvenmennirnir lögðust á skepn- ur, sem guðnum voru helgaðar, einkum geithafra og kálfa, rifu þá kvika í tætlur og borðuðu hráa og drukku blóðið með. Fleira í fornsögum bendir til að kvenþjóð Þraka hafi verið í að- gagnsharðasta lagi;þannig kváðu þær hafa í vonzku slitið höfuðið af Orfeifi hörpuleikara, þegar hann hafði ekki geð í sér til að sinna þeim eftir lát eiginkonu sinnar Evrýdíku. Eftir öllu þessu að dæma hefur það ekki verið neilt spaug að vera karlmaður í Þrakíu. Hrúturinn er eldlegur, „prím- er“, nautið jarðrænt og „sekúnd- ert“. Nautménni meta að jafnaði mjög mikils efnahagslegt öryggi og hugsjónir því aðeins nokk- urs að góðir möguleikar séu á því að gera þær að veruleika. Þau eru sjaldan áhlaupagjörn, en einbeita orku sinni, kunna að treina sér kraftana unz kominn er hentugur tími til úrslitaátaks, hafa til að bera þolgæði og stað- festu, sem stundum verður að óhóflegri þvermóðsku. REGLUBUNDIÐ LlF. Sem fyrr er sagt, er nautmenn- um af þessari gerð oft líkt við jórtrandi, spaklátar mjólkurkýr. Þau þurfa talsverðan tíma til að setja sig inn í nýjar aðstæður. Þegar þau hinsvegar seint og um siðir eru búin að því, njóta þau sín prýðilega við þær. Þau þurfa, bókstaflega talað:, góða stund til að jórtra það, sem þau meðtaka. Skapgerð þeirra og hugarfar er venjulega nátengt því sem liðið er. Tilhneigingar þeirra taka lítt breytingum, þau halda fast við skuldbindingar sínar, eru nauð- trygg æskuvinum og heimsækja sem oftast fæðingar. og uppeld- isbyggðir sínar. Hafi þau tileink- að sér einhverjar stefnur eða lífsvenjur, þá halda þau yfirleitt fast við þær þaðan í frá. Þau kjósa vanab.undið líf umfram allt. Þeim verður því oft ráðafátt, þegar einhverjir snöggir og ó- væntir atburðir bera við. Þau treysta sjálfum sér öðrum frem- ur og fúlsa við ráðleggingum ann- arra, venjulega umhugsunar- og Nautmenni voru þau María Teresía Austurríkisdrottning og Walter Grop- ius, stofnandi Bauhaus-skólans og grundvallandi nútíma arkitektúrs.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.