Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 21
Nautmenni hafa öðrum fremur mótað
heimspeki, hagvísindi og sálfræði þess-
arar aldar. Sigmund Freud (þriðji frá
vinstri að ncðan). Immanuel Kant
(annar frá hægri í sömu röð) og Karl
Marx (lcngst til hægri) voru allir
fæddir í nautsmerki. Tónskúldið Jo-
hannes Brahms (lengst til vinstri) var
líka nautmenni, svo og rithöfundurinn
Ilonorc Balzac (til vinstri) og Katrín
önnur Rússadrottning (að ofan).
gagnrýnislaust. Reglubundin og
tilbreytingarlaus störf henta þeim
vel; hin sívaxandi sjálfvirkni
nútímans er eins og sköpuð fyrir
þau. Andlegu lífi þeirra hættir
til að stirðna í ófrjóum kerfum
og kreddum. Gerðir þeirra eru
í nánu samræmi við grundvall-
arsjónarmið þeirra; orð sín og
hugsjónir standa þau við fram í
rauðan dauðann. Að bregðast
daglegum skyldum, svo sem að
mæta of seint í vinnu, er hreinn
hryllingur í augum þeirra. Fái
þau ekki að jórtra hlutunum fyr-
ir sér með þeirri hægð sem þeim
hentar, er hætt við að sálarlífið
komizt allt á tvist og bast.
TARFURINN A
HRIN GLEIK AS VIÐINU.
Nautmennið er sem sagt held-
ur flegmatískt (rólynt, tómlátt)
að skapgerð. Það er seinlátt í
viðbrögðum og lætur sér fált um
finnast þótt fara þurfi krókaleið-
ir að settu marki. Það er oft held-
ur þunglamalegt í hreyfingum,
engu líkara en það gangi undir
oki eða dragi á eftir sér hlass.
Þetta á ekki sízt við ef Satúrnus
má sín einhvers í merkinu. Þegar
hann stendur þar sérstaklega illa
af sér, er ákaflega hætt við að
til verði fólk með allavega óæski-
leg kompleks; þunglyndir, skiln-
ingssljóir og áhugalausir fýlu-
pokar.
Til allrar guðslukku ber oft við
að fleiri stjörnur hafi áhrif á
nautið en Satúmus. Komi sólin,
Marz og Júpíter nærri því, verða
til heldur fjörugar manneskjur.
sem að vísu eru ekki of fljótar
að koma sér í ganginn, en halda
vel og hiklaust áfram þegar þær
einu sinni eru komnar af stað.
Og þá er ekki heiglum hent að
standa í vegi fyrir þeim, því
fáar skepnur eru sterkari en stóri
boli. Hann treður hverja hindr-
un undir fótum eða hendir henni
frá á hornum sér. Þessi gerð
nautmenna er öllu frekar í ætt
við mannýga villitarfinn á at-
sviðinu heldur en kussu gömlu,
sem jórtrar á básnum. Þessi naut-
menni eru ekki flegmatísk, held-
ur sangvínsk, blóðheit og bjart-
sýn. Þau eru kannski syfjuleg og
daufgerð hversdagslega, en fljót
að skipta skapi, verða þá fjörug
og hvöt til skilnings, en geta
einnig, þegar þannig stendur á,
reiðst heiftarlega og skeyta þá
gjarnan skapi sínu á þeim, sem
bezt stendur við höggi, án of
mikits tillits til þess hvort hann
er sekur eður ei. Til dæmis um
þetta flýgur mér í hug spretti-
saga, sem danskur kunningi minn
sagði mér nýlega. Fjallar hún um
raunverulegan bola úr dýraiák-
inu, en hætt er við að hliðstæð
viðbrögð séu ekki óalgeng hjá
fólki, sem fætt er í merkinu, og
kannski fleirum, ef vel er leitað.
HJÓLIÐ HELDUR EN
EKKERT.
Kunningi minn var þegar sag-
an gerðist á unglingsaldri og í
vinnumennsku úti í sveit. Bar
þá svo við sem heyrir til á bæj-
um að leiða þurfti kú undir tarf,
og var drengurinn sendur með
bauluna á nærliggjandi búand-
garð, hvar kynbótanaut hrepps-
ins var til heimílis og varð-
veitt í sérstakri girðingu. Piltur-
inn fór hjólríðandi sem Dana er
Framhald á bls. 44.
19. tbi. vikan 21