Vikan


Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 23

Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 23
Laxar á Akircvrl Þetta er hljómsveitin Laxar á Akureyri, sem leikiS hefur um nokkurn tíma a8 Hótel KEA og víðar norSanlands. Hljómsveitin leikur mús- ik viS allra hæfi, allt eftir því hvaS áheyrend- ur vilja heyra enda eru þeir félagarnir jafn- vígir á nýjustu táningamúsikina og hina eldri dansa. Hljómsveitarstjóri er Grétar Sveinsson, sem leikur á trommurnar, og er hann sitjandi til vinstri. ViS hliS hans er gítarleikarinn, Grét- ar Ingvarsson. Söngkona hljómsveitarinnar er Sæbjörg Jónsdóttir, en vinstra megin viS hana á myndinni er Reynir Schiöth, sem leikur á píanó og orgel. Hægra megin viS ungfrúna er svo Kristinn Kristjánsson, sem leikur á harmonikku og bassa. Munu tveggja laga plötur í STEREO rySja sér til rúms innan tíSar? Ekki er óeSlilegt aS menn spyrji, því aS nokkur hluti af nýjustu tveggja laga plötu Eric Burdon og The Animals var gefinn út í stereo. ÞaS var hljómplötufyrirtækið „MGM records", sem gaf plötuna út, og segja talsmenn fyrirtækisins, að hér hafi verið um tilraun að ræða. Enn sem komið er þarf að finna lausn á ýmsum tæknilegum vandamálum, sem þessu fylgja. Vissulega er þaS skemmtileg tilhugsun að geta hlustað á tveggja laga plötur i stereo, en þótt for- ráðamenn „MGM records" séu bjartsýnir á að svo muni verða áður en langt um iíður, eru talsmenn „sfóru" fyrirtækjanna EA'SL, Decca, Pye og Philips ekki sama sinnis og hafa lýst því yfir að engar til- raunir hafi verið gerðar í þessum efnum hjá sínum fyrirtækjum. Hitt er víst, að takist þeim hjá MGM að finna lausn á vandamálunum munu hin fyrirtækin bregða við skjótt, því að nú orðið kjósa flestir stereo upptökur fram yfir mono. Hárkollur fyrir karlmeon Nú geta þeir ungu menn, sem eru svo ólánsamir að mega ekki láta hár sitt vaxa kennara eða foreldra vegna, heldur en ekki verið kampakátir, því að lausnin er auðvitað hárkollur! Og hárkoll- ur fyrir unga menn er nýjasta nýtt. Eða svo segir John Stephens, og hann veit hvað hann syngur, eigandi flestra tízkuverzlananna í Carnaby Street í London. Hárkollurnar eru til í ýmsum greiSslum, eins og John sýnir okkur sjálfur á myndunum. Hárkollur fyrir kvenþjóðina eru ekki nýtt fyrirbrigði, en svona til gamans bregðum við upp mynd af Sven Erik Magnusson, söngvara hljómsveitarinnar Sven Ingvars, þar sem hann sýnir okkur hárkollu ætlaSa kvenþjóSinni. Stúlkan við hlið hans (Ijós- hærS) sýnir okkur hártopp og er gjörðin í hárinu höfð til að hylja samskeyti hins raunverulega hárs og þess, sem ekki er ekta. Og svo sjáum við líka þau bæði, eins og þau líta út í verunni. i9. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.