Vikan - 16.05.1968, Síða 26
r
Spfallað við ffrú llnni Þor-
steinsdóttur rittiandarffra
»ðing
TEXTI: GYLFI GRÖNDAL
Þegar við setjumst niður og
skrifum, gerum við okkur ekki
ljóst, áð hægt er að lesa skap-
gerð okkar úr skriftinni. Rit-
handarfræðingur getur séð,
hvort við erum rólynd eða sest
í skapi, metnaðargjörn eða hlé-
dræg, dul eða opinská, feimin
eða framhleypin, bjaritsýn eða
svartsýn og svo mætti lengi
telja. Einnig getur hann séð,
hvort við erum heiðarleg, og
kannski er það mest um vert.
Ótalmargt fleira er hægt að lesa
úr skrift okkar. Og þótt við vild-
um reyna að villa á okkur heim-
ildir og skrifa öðruvísi en okk-
ur er eiginlegt, gagnar það ekki.
Við getum aldrei breytt skrift
okkar svo mikið, að góður rit-
handarfræðingur geti ekki séð
okkar innri mann út úr henni.
Skriftin kemur sem sagt upp um
okkur.
Hér á landi er starfandi einn
rithandarfræðingur, frú Unnur
Þorsteinsdóttir, og önnur íslenzk
kona, María Bergmann, er við
nám í þessum fræðum. VIKAN
hefur heimsótt frú Unni og rætt
við hana um þessa sérstæðu
fræðigrein, rithandarfræðina,
sem nýtur mikillar virðingar er-
lendis, þótt hún sé enn lítt kunn
hér á landi.
- Er þetta gömul fræðigrein?
— Já, hún er ævagömul. Til
eru sagnir um það, að á dögum
Nerós hafi verið sagt um einn af
hirðmönnum hans, að skrift hans
sýndi, að hann væri svikull. —
Þetta er í fyrsta skipti sem vit-
að er um, að skapgerð manns
hafi verið lesin úr skrift hans.
Árið 1622 gaf ítali að nafni Cam-
illo Baldo út bók um rithandar-
fræði. Mun það vera fyrsta bók-
in, sem gefin var út um þessi
efni. En eftir að bókin kom út
fengu margir áhuga á þessari
fræðigrein.
Unnur fékk snemma áhuga á
skrift manna.
— Ég ólst upp í sveit iil líu
ára aldurs, segir hún. Á bænum
var bæði pósthús og símstöð og
þangað kom mikið af bréfum.
Mér þótti einkennilegt, hversu
skrift manna utan á bréfunum
var misjöfn og fékk mikinn
áhuga á að vita, hvernig á því
stæði. Faðir minn keypti dönsk
blöð, og eitt sinn sá ég í einu
þeirra rithandarsýnishorn og úr-
lestur úr þeim. Þá vissi ég, að
hægt var að lesa úr skrift manna.
En það var ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum, að ég rakst af
lilviljun á auglýsingu frá skóla
í Bandaríkjunum, sem kenndi
rilhandarfræði. Ég skrifaði strax
til að spyrjast fyrir um námið,
og mér var svarað um hæl, að
ég gæti fengið inngöngu í skól-
ann og ég var hvött til að læra
þetta, fyrst ég hefði svona mik-
VÍÐ BÁÐUM FRÚ unni þorsteinsdóttur að lesa úr skrift fjögurra starfsmanna
IÐ FRAM, AÐ ÞESSI LESTUR ER GERÐUR \ MIKLUM FLÝTI, OG ER HÉR UM AÐ RÆÐA EINFÖLD
VERULEGU LEYTI MJÖG VEL VIÐ VIÐKOMANDI PERSÓNUR.
rrrÁrr^T Á sMytlr
b JU^ri rtvuyvtíf
X ýttjjfck. 'Vn<Vwv><A
clnAA O. »- 'ÍAAA.y ClAW cLrk p/
/i ouvuum t ytlþkáj hi't h-foun uv\ ouaJT
02-P7
Þessi skrift sýnir ábyrgðartilfinningu og einnig þráa. Skrifarinn
vill ekki láta undan fyrr en í fulla hnefana. Hann er duglegur,
þegar á stað er komiö. Skriftin sýnir einnig áhuga á íþróttum.
,,Cf
■sue*t -
. yytwr/' jZ-f j/
/ L <ý anœwíO**-/? f rt*
tÁs.
Skriftin sýnir mikla ábyrgðartilfinningu og mjög djúpar tilfinn-
ingar. Skrifarinn er afar viðkvæmur fyrir umtali annarra. Hann
er minnugur, en frekar seinlátur og getur stundum veriff pirraffur.
26 VIKAN 19-tbl-