Vikan


Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 29

Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 29
setjast í rafmagnsstólinn. Einstaka sinnum hugsar hann til móður stnn- ar, sem þó hvorki viil heyra hann né sjá núna. — Eg hefi skrifað henni þrjú bréf. Eg hefi beðið hana fyrirgefningar, hvað annað get ég gert? En hún svarar mér ekki. Eg er búinn að venja mig við þá hugsun að ég sjái hana aldrei framar. Hann minnist þeirra örlagaríku mínútna í réttarsalnum, þegar móð- ir hans, grátandi, sagði kviðdóm- endum frá því sem skeði þetta voðalega kvöld. Frú Aldona Esher- ick sagði: — Ég var að ganga frá eftir mat- inn. Freddie kallaði mig inn í her- bergið sitt, til að hjálpa sér við að klippa nögl. Ég settist á koll við rúm hans. Svo — ég fann að ég var slegin aftan á hálsinn. Ég datt á gólfið, þá stóð hann yfir mér með byssustinginn í hendinni. Ég horfði á hann og sagði: — Hversvegna ger- ir þú þetta, Fred. Hann sagði: — Vegna þess að ég hata þig .... Ég náði taki á úlnliðum hans og hrópaði á manninn minn. Þeir réð- ust hvor á annan, og allt í einu náði Fred í byssustinginn og rak hann á kaf í manninn minn. Ég hljóp fram í eldhús til að hringja eftir hjálp. Þá greip Freddie um hálsinn á mér og ætlaði að kirkja mig. Svo leið yfir mig. Ég vaknaði í farangursgeymslu bílsins, og fann lífvana líkama mannsins míns við hliðina á mér. fá heyrði ég Freddie segja: — Pabbi er dáinn og ég ætla að drepa þig líka. Ég missti meðvitund, og vaknaði við það að við lentum í vatninu. Ég gat komizt út úr bílnum og klór- ag mig upp í fjöruna, og þegar ég fann land undir fótum, tók ég til fótanna og hljóp eins hratt og ég gat. . . ég var hrædd um að hann næði mér, og gerði út af mig. Freddie Esherick sagði svo frá sinni hlið málsins, kjökrandi, eins og móðir hans. Hann sagði að þetta hefði verið slys, en kviðdómendur trúðu honum ekki. — Það eina sem ég ætlaði að gera, var að þagga niður í þeim. Svo ætlaði ég að strjúka til Kali- forniu. Fyrir mat fór ég niður í kjallara og þá fann ég byssusting- inn. Ég tók hann með mér upp, og setti hann undir dýnuna f rúminu mínu. Ég hafði tekið byssustinginn og veifað honum fram og aftur, en svo ætlaði ég að hætta, og missti ég hann úr höndunum og hann lenti á hálsi hennar. Hún hrópaði upp yfir sig og kallaði á pabba. Ég missti byssustinginn, tók hann upp aftur, og hljóp svo út úr herberginu. Hnífurinn vissi fram. Þegar ég kom í dyrnar hrasaði ég um mottuna og féll fram á við. Þá hitti ég pabba með byssustingnum. Hann féll nið- ur á hnén. Hnífurinn stóð í honum. Hann horfði á mig og sagði: — Hvern fjandinn gengur á? Svo dró hann hnífinn úr sárinu. Fred Esherick gekk svo að föð- ur sínum látnum. Hann huldi blóð- pollana í herberginu, með mottum, og þegar hann kom aftur heim frá því að fleygja þeim í vatnið, þvoði hann sér og skipti um föt. Eftir það tók hann til við að setja niður farangur sinn. Hann lét það sem hann ætlaði að taka með sér í farangursgeymslu bílsins. Hann tók Cleo, blinda hundinn, varð- hundinn sinn og bezta vin, líka með sér. Hann tók líka með sér hjóla- skautana og tvær bækur. Onnur hét ,,The wandering knife", og hin „Catcher in the Rye", bók sem fjallaði um ungling á flótta. En áður en hann færi fyrir fullt og allt, ætlaði hann að hitta kunn- ingja sína, svo hann fór niður á skautasvellið. Tveim tímum síðar sneri hann aftur heim. Skórnir hans voru blóðugir, hann hafði gleymt að skipta um skó. Lögreglan beið hans. Móðir hans, Aldona Esherick, hefir alls ekki í huga að fyrirgefa honum. Hún óskar eftir því að hann verði líflátinn. Eins og er heldur hún sig í felum, á einhverjum af- skekktum stað. Bróðir hennar, John Gudis, er með henni og sömuleiðis blindi hundurinn, Cleo. Freddie hefir ekki eingöngu beð- ið móður sína fyrirgefningar í bréf- um sínum, hann hefir líka farið fram á það að hún gæfi leyfi sitt til þess að hann mætti gefa líkama sinn í þágu læknisvísindanna. — Ef ég verð „steiktur", það er líflátinn í stólnum, langar mig til að gera eitthvað fyrir mannkynið. Ég hefi ekki gert mikið hingað til, og það lítur ekki heldur út fyrir það að ég geti mikið gert í fram- tíðinni. En það getur vel verið að hægt sé að nota úr mér augun, nýrun eða hjartað, og koma því fyrir í einhverjum sem þarnast slíkra „varahluta", ef hægt er þá að nota þetta, eftir „steikinguna" f stóln- um. Hann hefir nú von um það að hann verði ekki „steiktur", dauða- refsingunni verði breytt eitthvað áður. En hann er lokaður þarna inni, skuggi af mannveru í skugga hinria dauðu. En framtíðin býður ekki upp á marga kosti, hvernig sem þetta fer. Ævi Freddies var heldur ekki neitt glæsileg áður. Hann hefir nú farið að hugsa um ýmsa hluti. T.d. það að foreldrar hans voru ekki í raun og veru for- eldrar hans. — Ég veit að ég var ættleiddur, þegar ég. var 14 mánaða. Nú hugsa ég oft um það hvort hin raunveru- lega móðir mín sé ekki ennþá á lífi. Hefði hún fyrirgefið mér? Skyldi fósturmóðir mín hafa otað mér svona í dauðann, hefði hún í raun og veru verið móðir mín? Þegar ég var lítill, langaði mig alltaf til að eignast systkin, systur eða bróður. Ég man að ég sá einu sinni grein í blaði um ættleiðingu. Ég flýtti mér til mömmu, og sagði henni að við gætum fengið barn. Hún sagðist ætla að hugsa um það. Svo varð hún eitthvað svo skrítin í framan. Allt í einu sagði hún: KJÓLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 GRENSÁSVEGI22-24 «0280-32262 LITAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7Vá cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. Barrystaines linoleum perkst £Ó!ff!ísar t'íorðt, !0 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ 19. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.