Vikan


Vikan - 16.05.1968, Síða 31

Vikan - 16.05.1968, Síða 31
— Fred, ég ætla að segja þér nokkuð — þú ert ættleiddur. Mamma getur ekki sjólf eignazt börn. Þetta kom eins og reiðarslag yfir mig. Ég var aðeins átta ára, og ég fór að gráta, og mamma fór l(ka að gráta. Heima hjá okkur þótti það rangt að gráta. Það var skortur á sjálfs- aga. Mamma grét mjög sjaldan. Hún var alin upp á mjög ströngu heimili. Móðir hennar var frá Lit- hauen, og ól börn sín eftir mjög einfaldri reglu: — Gerðu það sem ég segi, annars verður þú barinn! Aldona Esherick notaði þessa að- ferð líka við uppeldið á Fred. Fred M. Esherick eldri og hún höfðu verið gift í fimm ár, þegar þau ættleiddu Fred. Fred eldri hafði smáverzlun og vann mikið, var sjaldan heima, og lét konu sína einráða um upp- eldið á drengnum. — Ef ég gerði ekki allt sem mér var sagt, þá var ég barinn, stund- um með spanskreyr og stundum með kústskafti. Ég minnist þess að einu sinni sló hún mig svo fast, að ég heyrði ekkert með öðru eyranu ( nokkra daga. Daglegt líf Freds fór allt eftir settum reglum. Mamma hafði ákveðna forskrift fyrir hverju skrefi, sem sonur hennar átti að ganga. Hún ók honum til skólans á morgn- ana og hún sótti hann í skólann. Hún fylgdi honum til rakarans og sótti hann þangað. Sömuleiðis til tannlæknisins. Ef það kom fyrir að hann átti að koma einn heim úr skólanum, varð hann að vera kominn heim, nákvæmlega 25 eftir að skólinn var búinn. Hann fékk aldrei svört föt eins og hinir strákarnir. Hún sagði að þau væru svo ryksækin. Hann mátti ekki vera í fótbolta, það gat eyðilagt réttingargrindina á tönnum hans, sem kostaði 300 dollara. Hann fékk ekki að læra að synda. Sundt(marnir voru á kvöldin og það passaði ekki við kvöidmatartímann. Á sömu for- sendum bannaði hún honum að vera í kirkjukórnum. Hann mátti aldrei hitta stelpurnar. — Ég sagðist alltaf ætla á skauta, þar hitti ég vinkonu mfna. Ef mamma hefði komizt að því, þá hefði hún drepið mig .... Hann varð að biðja um hvern eyri. Peninga sem hann vann sér inn, með því að bera út blöð, varð hann að setja ( sparibauk, og mamma hafði lykilinn. Hann fékk aldrei neitt milli mála, og aldrei sælgæti. — Ég fékk aldrei að klæðast föt- um, eins og hinir krakkarnir. Ég fékk aldrei gallabuxur, mamma sagði að það væri stelpulegt. En þá gerði ég uppreisn, ég lét mig ekki fyrr en ég fékk gallabuxur, en samt ekki þann lit sem ég vildi hafa. Ég fékk heldur ekki bómullar- peysu, það liðu ár þangað til ég fékk slíka peysu, og þá var hún ekki með réttum lit... Það voru tvær refsiaðferðir við ©AUGLÝSINGASTOFÁN \ HUSMÆDUR Þrjár úrvals kaffitegundir — veijiö þá tegund er yöur fellur bezt, gefiö gestum þá tegund er þeim fellur bezt — Ríó, Java éöa Mokkakaffi! Java og MokkakaffiÖ er í loftþéttum umbúöum og þolir þvi langvarandi geymslu. Fœsthjá KAUPMÖNNUM OG KAUPFELÖGUM um land allt. VELJUM fSLENZKT <H) ÍSLENZKAN IÐNAÐ öllu sem Fred gerði af sér. Önnur var að hann varð að taka niður um sig buxurnar og leggjast á magann upp ( rúm, og svo fékk hann að finna fyrir spanskreyrnum, þangað til hann var blár og bólginn. Hin aðferðin var að hann var settur í einrúm. Hann fékk ekki að horfa á sjónvarp, ekki lesa og ekki hitta neinn félaga. Þá sat hann lang- stundum í herberginu sinu og starði á veggina. Innilokunartfminn fór eftir þvf hve alvarlegt „afbrotið" var. Stund- um varði það nokkra daga, viku, en einu sinni var hann innilokaður heilt sumar. Þegar ég var 13 ára, ætlaði ég' að strjúka að heiman. Ég tók með mér það nauðsynlegasta, bækur og föt. Svo fór ég og keypti hamborg- ara og eitt glas af mjólk. Ég ætlaði að reyna að sitja um lestina, ég hafði oft séð menn stökkva upp f lestarvagna, þótt lestin væri á ferð- inni. En lestin fór svo hratt að ég gat það ekki. Þá reyndi ég að kom- ast með almenningsvagni, en stöð- in var lokuð. Að lokum ætlaði ég að reyna flutningalest, þær eru svo hægfara, en það kom engin. Að lokum neyddist ég til að fara heim. Það kostaði mig mánuð í „einrúmi". Svo voru það reykingarnar. Ég reykti auðvitað í laumi. Ég tók venjulega bréfið utan af sígarettu- pakkanum úti, svo hún heyrði ekkí skrjáfið. Þegar ég kom heim, kropp- skoðaði hún mig, sneri við öllum vösum og lyktaði út úr mér. Ef hún fann vott af reykingalykt, þá var ég lokaður inni í fleiri vikur. Ég var ekkert sérstaklega dug- legur í skólanum, en ég fylgdist með. Ef ég fékk lélegar einkunnir, þá varð ég að sitja inni í mán- uði. Þess vegna fór ég að falsa einkunnirnar. Það var mjög auð- velt, það komst aldrei upp. Þau skrifuðu undir, þegar ég kom heim með einkunnabókina Ég skrapp þá á snyrtiherbergið og lagfærði töl- urnar þar, svo gekk ég til hennar og heilsaði henni, óvenjulega glað- lega. Fred Esherick, sem nú er rólegur og íhugull, situr í klefa sínum, teyg- ir sig við og við eftir sígarettunni, og heldur áfram að segja frá æsku sinni: — Það var mamma sem barði mig, pabbi gerði það aldrei. Pabbi var rólegur og vinnugefinn. Hann átti að græða peninga. Stöðugt meiri peninga. Hún (mamma) þurfti alltaf að kaupa eitthvað nýtt. Hún vildi fá sundlaug bak við hús- ið. Þegar hann var búinn að koma sundlauginni upp, varð hann að taka að sér næturvinnu, til að geta séð fjölskyldunni farborða. Freddie segir að hounm hafi þótt vænt um pabba sinn og virt hann mjög mikils. Um tíma voru þeir mjög samrýmdir, þeir léku sér með hundinn, eða þeir tefldu. En svo varð Cleo blindur og Fred varð of snjall í skák. Um hríð hélt ég að ég ætti eng- an föður. Hann vár aldrei heima. Ég fann að það var ekki allt með felldu milli þeirra. Einu sinni fóru þau út saman á gamlárskvöld og ég fékk að horfa á sjónvarp allt kvöldið, það var dásamlegt. Stund- um á sumrum fórum við út í skóg- inn og skoðuðum trén, það var allt og sumt, sem ég minnist að við höfum gert í sameiningu. Ég fór að skammast m(n fyrir foreldra mína, félagar mínir sögðu oft frá alls konar skemmtunum, sem þeir höfðu farið á með foreldr- um sínum. Þá fór ég að skálda. Ég laug upp alls kyns sögum. Sálfræðingurinn, sem rannsakaði Freddie eftir morðið, hefur sagt: — Samband hans við móðurina hefur verið hræðsla og angist. — Fredie er sniðugur og ákveðinn persónuleiki. Hann er áhrifagjarn og í mikilli þörf fyrir að tjá sig. Það hefur verið erfitt fyrir hann á ugnlingsárunum að þurfa að beygja sig undir bönn og refsing- ar, og vera alltaf fyrirmunað að tjá sig. Þeir sem hafa þekkt móður hans í mörg ár, segja: —• Hún elskaði son sinn, það er ekkert vafamál. Og allar þessar reglur voru hennar háttur að tjá ást sína á. Fred mátti aldrei tala við stúlk- ur, hann átti að bíða með það. Hann segir: — Stundum óska ég að þau hefðu sagt mér frá blómunum og bíflugunum, og öllu því; ég var farinn að hafa áhuga á sl(ku. Er það ekki eðlilegt? Ég meina, ég i9. tbi. vncAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.