Vikan


Vikan - 16.05.1968, Page 32

Vikan - 16.05.1968, Page 32
RONSON CAN-DO MEÐ RAFMAGNSDÖSAUPP- TAKARA OG HNÍFABRÝNI. 1. Hnífabrýni. 2. Dósaupptcikari. 3. Fyrir kartöflumús. 4. Bretti fyrir vélina og fylgihluta. 5. Fyrir drykki. 6. Þeytari fyrir rjóma og fleira. HANDHÆGG HRÆRIVÉL, LÉTT, AUÐVELD í NOTKUN. DRAGIÐ EKKI LENGUR AÐ KYNNA YÐUR KOSTI CAN-DO. EINKAUMBOÐ: I.Go0mundsson8Co.hf. Hverfisgata 89 - Reykjavík STJÖRNUSPÁ ^ • Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú óttast að þú unir ekki til lengdar á þeim stað sem þú ert nú á. Þú verður að notfæra þér hjálp skyldmenna þinna áður en það er of seint. Gættu framkomu þinnar og reyndu að vera í jafnvægi. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Þú átt fyrir höndum langa ferð, sem þér er á móti skapi. Ýmsir erfiðleikar steðja að, sérstaklega í sam- bandi við fjármálin. Eldri maður veitir þér drengi- lega aðstoð er þú leitar til hans. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Maður sem þú varst búinn að gleyma sprettur nú fram í sviðsljósið og endurnýjar kunningsskap ykk- ar. Þú hefur einstakt tækifæri til að gera góð við- skipti. Veldu þér félaga úr Bogmannsmerkinu. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Síðari hluta vikunnar gistirðu stað sem þú hefur ekki verið á áður. Margt gerir að verkum að dvöl þín þar verður ógleymanleg. Misklíð innan fjöl- skyldunnar veldur þér nokkrum erfiðleikum. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Vinkona þín er óánægð með hlutskipti sitt og breyt- ir mikið til. Þú verður að sjá af hlut sem þú hefur bundið miklar vonir við. Þú verður 1 skemmtilegum félagsskap um helgina og gleymir öllum áhyggjum. & Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þú ert beittur nokkrum órétti og tekur það mjög nærri þér. Þú og félagar þínir hagnast nokkuð vegna skarpskyggni eins ykkar. Veldu þér vini úr Hrúts- merkinu. Heillatala er sjö. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Láttu ekki sérvizku ráða of miklu af gerðum þín- um, taktu á skynseminni. Þú þreytir þína nánustu með því að klifa alltaf á því sama, sem er næstum óframkvæmanlegt. Vanræktu ekki skyldur þínar. & Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Ungur maður hefur mikinn áhuga á að komast í kunningsskap við þig vegna þekkingar þinnar á vissu sviði. Þú dvelst meðal ókunnugra og kynnist skoðunum og lifnaðarháttum sem eru þér framandi Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vinnufélagi þinn sýnir þér traust sem gerir þig var- káran og tortrygginn. Þótt þér detti margt í hug máttu treysta honum. Þú verður fyrir aðkasti geð- illrar persónu, en mátt ekki missa jafnvægið. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú fórnar tíma þínum í annarra þágu og uppskerð ríkulegt þakklæti og ánægju. Verkum þínum miðar mjög vel áfram, en þó eru uppi ráðagerðir á vinnu- stað þínum sem þú ert miður hrifinn af. & Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú og félagar þínir taka að ykkur verk sem gefur allgóðan arð af sér. Yfirmenn þínir hafa áætlanir á prjónunum sem þér er ekki vel við. Gamall fjöl- skylduvinur ber fyrir þig undarlega spurningu. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Framkomu þinni er nokkuð ábótavant undir vissum kringumstæöum. Þú verður fyrir nokkru mótlæti á feröalagi. Vinnufélagi þinn kemur nokkru af verk- efnum sínum yfir á þig.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.