Vikan - 16.05.1968, Síða 39
En aðeins einu sinni var henni
Iiótað beinum pyndingum.
Það var þegar einn af yfirheyrslu-
mönnunum tók fram fingrastokka
og sagðist eetla að rífa af henni
neglurnar ef hún neitaði að skrifa
undir jótningu.
Dickey vissi það„ að AVO-menn
mundu ekki skirrast við að fremja
slíkt — og það sem verra væri.
Hún hafði séð merkin um verk
þeirra ó holdi flóttamanna sem
höfðu komizt undan til Austurríkis.
Hún var einróðin í því að láta
ekki sjá á sér ótta, svo hún tók
stokkana úr hendi AVO-mannsins.
Hún setti nöglina i, og herti síðan
á og jagaði tii og frá, unz tárin
streymdu niður kinnar hennar.
Eitthvað sem líktist virðingu fyrir
henni var að sjá í augum AVO-
mannsins. Hann lokaði stokkunum
og lagði þá á hilluna án þess að
segja orð. Yfirheyrslan var á enda..
25. janúar 1957 — eftir fimmtíu
daga fangelsisdvöl — kom Dickey
fyrir rétt hjá kommúnistiskum dóm-
ara og dómsliði. Þegar hún kom
inn í dómsalinn glaðnaði undireins
yfir henni við að sjá að þarna voru
viðstaddir allmargir vestrænir
blaðamenn — sumir þeirra kunn-
ingjar hennar.
Sjálf málfærslan, sem stóð í fjóra
klukkutíma, var einber skripaleikur.
Að lokum kvað dómurinn upp þann
úrskurð, að Dickey væri sek (en um
hvað, vissi hvorki hún né hinir
vestrænu blaðamenn með neinum
skilum) og dómarinn dæmdi hana
til fimmtíu daga fangelsisvistar.
Dómarinn kvað það einnig upp
að hún skyidi vera útlæg frá Ung-
verjalandi æviiangt, og það lá við
að Dickey — svo þrotin að mætti
og full af gremju sem hún var,
skellti upp úr þegar hún heyrði þau
orð. Dómarinn lét þess nú getið að
þar sem Dickey hefði þegar setið í
fangelsi í fimmtíu daga, væri refs-
ing hennar fullnægt, og væri henni
frjálst að fara.
Hún ætlaði varla að geta trúað
eyrum sínum. En tárin fóru að
streyma niður kinnar hennar og
henni fór að létta þegar sendimað-
ur bandaríska ræðismannsins leiddi
hana við hönd sér út úr réttarsaln-
um. Þrautat/mi hennar var á enda.
En hún var sjálfri sér ifk og ekki
af baki dottin, heldur þegar farin
að leggja niður fyrir sér drögin að
frásögn þeirri sem hún ætlaði að
rita næst: frásögn af kúgun, grimmd
og hörmum sem skyldu kveikja
reiðield ( hjörtum hinna frjálsu um
víða veröld.
Niðurlag.
Öll réttindi áskilin.
SendimaSurinn góði
Framhald af bls. 11
hinum snæviþöktu Ardennafjöllum
til sandanna f Norður-Afríku, hvar
sem barizt var og menn þurftu á
fyrirmynd að halda.
Frá 1941 til 1944 sveif Jean
GIBBS TANNKREM INNIHELDUR STANNOUS FLUORIDE
— efnió er veitir margfalt meiri vörn en i nokkru öðru
venjulegu tannkremi. STANNOUS fluoride sam-
einast raunverulega glerungi tannanna og ver Itann
skemmdum. Jiessi verndun Gibbs tarmkremsins
fjarlægist ekki viö munnskolun.
Jbetta er sannaó með rannsóknum. Gibbs Fluoride
hefur verið prófað undir ströngu, vísindalegu
eftirliti i samanburði við önnur vel þekkt tannkrem.
Árangurinn er undraverður. Gibbs gerir tanngler-
unginn ntörgum- sinnunt —já, ntörgum sinnunt —
öflugri gagnvart tannskemmandi sýrum en nokkurt
annað tannkrem. Og Gibbs, með Stannous Fluoride
er einmitt það, er varðar fjölskyldu yðar.
Látið tannlækni hafa gát á heilbrigði tanna yðar.
Neytið hollrar fæðu. En umfram allt gleymið ekki að
bursta tennurnar reglulega með Gibbs. það er nú
engum vafa undirorpið að Gibbs veitir fjölskyldu
yðar meiri möguleika á fullkominni vernd góðra
tanna en nokkurt annað venjulegt tannkrem. Öllunt
geðjast vel að piparmintubragði þess. Látið ekki
fjölskyldu yðar vera án þess deginunt lengur.
Gíbbs veítír margíáít meírí vernd
en nokkurt annað tannkrem
GIBBS—TANNVERNDIN SKOLAST EKKI BROTT
X-CF I0*ICE*724A
Roy hvað eftir annað til jarðar í
fallhlíf. Verkefni hans var aS skipu-
leggja sveitir andspyrnumanna,
efna til skemmdarverka og leita
ýmissar vitneskju.
Einu sinni komst hann í gervi
verkamanns inn í sjálfa Berlín til
þess aS kanna áhrif sprengjuárása
Bandamanna á þá borg. Öðru sinni
slapp hann nauðulega út um
glugga húss eins í Nizza, meðan
Gestapó var að brjóta upp dyrnar
í hinum endanum.
Svo var það að hann frétti að
systir hans hefði lent í klóm Vichy-
lögreglunnar. Hann beið ekki boð-
anna: fór í einkennisbúning hátt-
setts Vichy-liðsforingja, fékk sér
fölsuð embættisskjöl, kom sér á
áfangastað og gekk svo beina leið
inn í fangelsið og kom út að vörmu
spori með systur sína lausa.
Þegar hann kom aftur til Eng-
lands, var hann ráðinn til banda-
ríska hersins, sem ,,láns"-liðsfor-
ingi.
Undirbúningurinn að Evrópuinn-
rásinni var þá í algleymingi, og
kunnugleiki sá sem Roy hafði afl-
að sér í ferðum sfnum, orðinn
ómetanlegur.
Arla morguns þann 6. júnf 1944
steig Jean Roy upp f Dakota-flutn-
ingavél ásamt fyrstu bandarfsku
fallhlífahermönnunum — úr hinni
frægu hundruðustu og fyrstu loft-
ferðaherdeild. Þegar fallhlffin hans
opnaðist uppi yfir þorpinu St. Mere-
Eglise horfði hann niður yfir víg-
eldana og sprengjureykinn, og réði
sér ekki fyrir ákefð og eftirvænt-
ingu. Nú skyldu Þjóðverjar verða
að leggja á flótta.
Jean var jafnan í framsveitunum
sem sóttu ört yfir allt Frakkland. í
desember 1944 var hann í Bost-
ogne þegar herir von Rundstedts
ruddust fram stálgráir yfir Ar-
dennafjöll bg umkringdu meðal
annars þá borg. Og þarna var það
sem þýzk sprengikúla gerði enda
is.tw. VIICAN 39