Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ
ritstjóri:
' ÆÍM Gudridur Gisladóttir.
Hvernio m Dönnur
að vura?
Pönnur eru með ýmsu móti, eins og allir vita,
en hvernig eiga þær helzt að vera? Það fer
nokkuð eftir því, til hvers ó að nota þær, t. d.
eiga pönnukökupönnur að vera grunnar, en við
veniulega matreiðslu er hentugra að pönnur séu
frekar diúpar, þannig að hægt sé að sjóða mat-
inn eftir steikingu í þeim. A djúpum og meðal-
diúpum pönnum er það mjög óríðandi, að barm-
arnir séu aflíðandi, þannig að ekki myndist
skarpt horn þar sem botn og brúnir mætast. Er
þcð bæði til þess að auðveldara sé að koma
spaða undir og að ekki safnist matur í skoruna
meðan verið er að steikja, auk þess sem auð-
veldara er að hella úr pönnum með aflíðandi
börmum, sömuleiðis að hreinsa þær á eftir. —
Kostur er að lok fylgi djúpum pönnum, sérstak-
lega sé það nokkuð hátt, en notast má við pott-
lok, falli það vel að. Glerlok eru þægileg, því að
þá er hægt að fylgjast með matnum án þess að
taka lokið af.
Festing skaftsins á að vera gegnum þunga-
miðju pönnunnar, svo að auðvelt sé að taka
hana upp og hella úr henni, og hentugt er að
skaftið sé ca. 25 cm langt. Það er töluverður
kostur, ef skaftið þolir ofnhita, a. m. k. 130 stig
og sé vel einangrað. Glerungur á skafti á steypu-
járnspönnum einangrar töluvert meðan verið er
að steikja í þeim, og þess betur, sé skaftið holt
að innan, en slík sköft þola ofnhita. Sköft úr
tré og plasti eru þægileg og leiða ekki hita við
steikingu, en þola alls ekki ofnhita.
Kringlóttar pönnur falla betur að eldavélar-
plötunni og hitna því jafnar, en meira rúmast í
ferhyrndum pönnum.
Al-pönnur eru einna vinsælastar, þær eru létt-
ar og hitna yfirleitt jafnt, en það er einn af aðal-
kostum hverrar pönnu. Þykkt botnsins hefur þar
líka mikil áhrif, þess þykkari þess jafnari hiti
yfirleitt. Al-pönnur verða oft dökkleitar við langa
notkun, m. a. vegna þess, að feitin brennist inn
í þær, en þær versna ekkert við það. Aðalatrið-
ið er að botninn haldist vel sléttur og falli vel
að plötunni.
Steypujárnspönnur eru ágætar pönnur, en oft
nokkuð þungar. Þær hitna venjulega jafnt og
vel, en betra er að ekki sé glerungur á þeim að
innan.
Ryðfrítt stál er einnig notað í pönnur, en bezt
er að á þeim sé koparbotn að utanverðu. Stál-
pönnur eru líka framleiddar með glerung (eme-
leringu), en þær reynast ekki alltaf vel, þótt oft
geti þær verið ágætar.
Það er orðið mjög algengt að eitthvað sé sett
á yfirborð pönnunnar til að gera hana hæfari til
að steikja í og auðveldar.i að hreinsa. Teflon- og
siliconebornar pönnur fást hér víða, einnig pönn-
ur sem kallað er að séu eloxeraðar og proxiler-
aðar. Eloxeraðar þýðir það, að álið ( þeim hef-
ur verið meðhöndlað með rafmagni, þannig að
yfirborðið er harðara og sterkara. A proxileruð-
um pönnum er botninn gerður hrjúfur, eiginlega
er hann ótal smáir toppar, þannig að yfirborð-
ið verður helmingi stærra. Glerungslagið er mjög
þunnt og situr að nokkru niðri í lægðunum og
upp eftir hæðunum. Þessi þunna emelering og
stóri yfirborðsflötur verður til þess, að pönnurn-
ar hitna befur og jafnar en aðrar emeleraðar
pönnur. Silicone er piasttegund, sem ekki festist
við önnur efni, þannig að maturinn festist síður
við botninn á siliconebornum pönnum. Teflon
hefur sömu eiginleika.
Við þessar tvær síðastnefndu tegundir má að-
eins nota spaða úr tré eða plasti/aldrei úr málmi,
því að hann rispar húðina og hún flagnar þá
af. Verði einhverjum það á að gleyma þessu,
er húðin eyðilögð, stundum við fyrstu mistök.
Þessir spaðar eru ekki nærri eins þægilegir og
vel sveigjanlegir málmspaðar, en það má venja
sig á að nota þá. Pönnurnar hafa aftur tölu-
verða kosti fram yfir aðrar pönnur, enda venju-
lega eitthvað dýrari. Hitadreifingin verður ekk-
ert betri á slfkum pönnum, en eins og áður er
sagt, festist maturinn síður við þær og stórum
auðveldara er að hreinsa þær (þá má auðvitað
undir engum kringumstæðum nota vírbursta,
ræstiduft eða stálull, enda óþarfi).
Fiskflök, síld og Wienerschnitsel, sem oft vill
festast við botninn, er betra að steikja á þessum
pönnum, sömuleiðis enskan bauta, sem fyrst á
að steikja á þurri pönnu. Reyndar má alveg
þurrsteikja suman mat, t. d. kjöt á pönnunum,
en það verður bara grátt og leiðinlegt, ef eng-
in feiti kemur þar nærri. Lauk er verra að eiga
við, því að hann rennur fram og aftur á hálum
botninum. Endingin er góð með réttri meðferð;
þær hafa verið reyndar á tilraunastofum ( tfma
sem svarar tíu ára notkun, og húðin hafði ekki
slitnað neitt á þeim tíma.
Klemmur endast betur ef þær
eru skolaðar í saltvatni áður en
þær eru notaðar. Þá kemur það
heldur ekki fyrir, að þær frjósi
fastar við fötin.
Gamlar storesgardínur eru
ágætar í uppþvottaklúta. Klipp-
ið hæfilega stór stykki og legg-
ið nokkur þeirra saman og
saumið svo langs og þvers
mörgum sinnum yfir.
Notið rifjárnið til að ná burtu
því brennda af ristuðu brauði,
þegar þess þarf með.
Ef hvítur pappír eða taustykki
er lagt við eða undir nálina á
saumavélinni er míklu auðveid-
ara að sjá augað á nálinni.
46 VIKAN 19-tbl-