Vikan


Vikan - 16.05.1968, Side 48

Vikan - 16.05.1968, Side 48
ast það undarlegt líkar nauti og jómfrú prýðilega hvort við ann- að; bæði eru nefnilega hagsýn og raunsæ. Venus er æðsta drottning bæði nauts og vogar, svo að viss skyld. leiki er milli fólks af þessum tveimur merkjum. Nautmenni jafnt sem vogmenni eru þannig yfirleitt góðgjörn og tilfinninga- söm. Þau geta því vel átt sam- an, svo fremi hin „jarðbundna" Venus, sem nautinu ræður og tengd er hvötum og eðlisávísun- um, lendi ekki í illindum við þá fáguðu „himnesku“ útgáfu ástar- gyðjunnar, hverrar ríki vogin er. Naut og sporðdreki dragast hvort að öðru með ómótstæðileg- um krafti, þótt því fari fjarri að það sé þeim ævinlega til heilla, enda rífa þau sig ósjaldan hvort frá öðru með ósköpum. En aldrei stendur þeim á sama hvoru um annað. Heiftarlegir og sársauka- fullir árekstrar eru tíðir á milli þessarar skörpu andstæðna. Miklu átakaminna er samband nauts og bogamanns; lífsskilning- ur beggja díonýsískur. Þeim kemur því vel saman, þótt um djúptækan skilning á milli þeirra sé varla að ræða. Naut og steinbukkur eru bæði jarðneskrar náttúru og hneigjast því mjög til samstarfs, sem yfir- leitt verður haldgott. Naut og vatnsberi eru á hinn bóginn líttsættanlegar andstæð- ur; sá síðarnefndi lifir einkum fyrir andann og leiðist því þessi óhnikanlegi realismi bolans. Betur gengur það með naut og fisk. Tilfinningalíf þeirra er ekki ósvipað, þótt þeir á hinn bóginn séu á margan hátt ólíkar náttúru, svo sem hverjum manni má ljóst vera. FORSJÁLNI OG ÞRAUTSEIGJA. Ungt nautmenni er sjaldnast í neinum vandræðum iraeð að velja sér lífsstarf; það mál hefur það hugleitt lengi og af dæmigerðri forsjálni áður en endanleg á- kvörðun var tekin. Það á oft erfitt með að setja sig inn í djobbið til að byrja rneð, en nær um síðir mikilli leikni með þraut- seigju og æfingu. Það er enginn skorpumaður, en úthaldið þeim mun meira. Því lætur vel að vinna með öðrum og er góður félagi. Yfirboðurum sínum sýnir það virðingu og undirgefni, en gætir þess þó vandlega að ekki sé níðst á sér. Það leggur megin- áherzlu á að fá vinnu sína vel borgaða. Það er dæmigert tryggðatröll í starfi og skiptir ógjarnan um vinnu. Það hættir ekki á neitt, hvort heldur það er atvinnurekandi eða launþegi, kemur undir sig fótum og auðg- ast smátt og smátt. Ver'ður hann þannig mjög oft um síðir vell- auðugt og áhrifamikið. Nautmanninum lætur prýðisvel að stunda jarðyrkju og landbúnað yfirleitt, og ekki síður er hann fyrirtak sem kaupsýslumaður. bankamaður, veitingamaður, matvörusali, trjágerðameistari, múrari, skraddari og skreytinga- maður. Hneigist hugur hans að listum, kann hann bezt við sig í arkitektúr og tónlist. Helzta hættan sem yfir honum vofir á sviði starfsins er að hann verði þræll þess, að ekkert annað komizt að hjá honum í vöku eða svefni. Hann er á fótum fyrir allar aldir og hefur seinar hætt- ur, gefur sér hvorki tíma til skemmtana eða helgarferðalaga. Vari hann sig ekki á þessu, er hætt við að hann um síðir verði slitinn og lífsleiður, líkt og út- pískaður dráttarjálkur. DANSINN KRINGUM GULLKÁLFINN. Nautmaðurinn er óralskur sem fyrr er sagt, það er að segja: munnurinn og honum tengd líf- færi eru honum mikilvægari en önnur. Þessu fylgir að hann vill eignast eins mikið og hann mögu- lega kemst höndum undir, stilla hungur sitt og fýsn. Hann er því ákaflega fégjam; gott ef pen- ingar eru honum ekki meira virði en nokkuð annað. í verstu tilfell- um, þegar staða Satúrns í merk- inu er slæm, getur úr þessu orð- ið hreint gullæði, brjálaður dans kringum kálfinn fræga, sem júð- arnir fóru að tjútta við jafnskjótt og Móses brá sér afsíðis. Það er enginn hörgull á pen- ingamönnum í nautsmerki. List- málarinn Braque seldi myndir sínar allar á okurverði, Karl Marx, sem var sannur tarf- ur í öllu sínu eðli, gat sem kunn- ugt er varla um annað hugsað en „Das Kapital“, Hugo Stinnes, sem mætti sjálfsagt með réttu kalla magnað blótneyti, varð rík- asti maður Þýzkalands uppúr fyrra stríði. Þar eð nautmenni eru allfrek til lífsins gæða, mega þau oft passa sig á að eyða ekki meiru en þau afla. Skuldasöfnun og gjaldþrot eru hættur, sem vissara er fyrir þau að vera á verði fyrir. Gott dæmi um þetta er Játvarður sjöundi Bretakóng- ur, sem var alræmdur svallari og stöðugt í peningavandræðum, þótt svo að hann réði heimsins mesta ríki. Þegar nautmenni gefa sig að heimspeki, leggja þau áherzlu á að fá fram sem fæst og skýr- ust meginatriði. Þar er ekki flan- að neinu, frekar en annarsstaðar, enda verða kerfin skýr og geir- negld röksemdum. Gott dæmi um þetta er Immanuel Kent, sem var nánast „jórturkýr” í eðli sínu, svo og Kierkegaard, sem einlægt stríddi við holdsfýsnir sínar. Svo sem eðlilegt má kalla, ber veru- lega á efnishyggju í kenningum margra nautspekinga, til dæmis hjá Kant, Comte og Marx. Fólk fætt í þessu merki er heiðið í hugarfari og áhugalausara um trúarbrögð en nokkrar aðrar manneskjur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.